Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 19:02 Það myndi hafa slæm áhrif á starfsemi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu ef til læknaverkfalls kemur að sögn framkvæmdastjóra. Öryggismönnun verður þó í gildi á bæði Landspítala og heilsugæslu. Heilbrigðisráðherra bindur vonir við að samningar náist áður en boðuð verkföll eiga að hefjast. Læknar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta í gær að hefja verkfallsaðgerðir ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann 25. nóvember. Boðað verkfall nær til allra vinnustaða lækna tvo til fimm daga í viku, frá miðnætti og til hádegis daginn eftir, þá daga sem verkfall er boðað. Hlé verður á verkfallsaðgerðum yfir jól og áramót, en ljóst er að ef af verkfallinu verður mun það hafa mikil áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnanna. „Það mun hafa gríðarleg áhrif. Það verður nánast engin læknisþjónusta hjá okkur alla þessa daga. Við munum náttúrlega vera með öryggisstarfsemi, á öryggisvöktum, þannig það verða læknar á öllum okkar starfstöðum. En það verður engin læknisþjónusta veitt nema það séu bara mjög bráð erindi,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þegar getur verið langur biðtími eftir að komast að hjá lækni, og ljóst að verkfall muni hafa frekari neikvæðar afleiðingar hvað varðar biðtíma. „Þetta mun alla veganna ekki hjálpa til því þarna myndast bara þá erindi sem hefur ekki verið sinnt í nokkra daga og sem bíða þá bara og bætast enn við þau verkefni sem við ekki náum að sinna á hverjum degi. Þannig þetta mun bara hafa slæm áhrif á allt saman,“ segir Sigríður Dóra. Hún vonar að ekki komi til verkfalla sem að óbreyttu hefjast eftir rúmar tvær vikur. „Bara reynið að semja, finna lausn og semja. Það er bara mjög mikilvægt í okkar huga.“ Öryggismönnun á Landspítala Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum binda stjórnendur þar enn vonir við að samningar náist áður en til verkfalls kemur. Þar verður hins vegar skilgreind öryggismönnun í gildi ef að verkfalli verður. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef ekki tekst að semja áður en verkföll skella á. „Það eru alveg möguleikar í stöðunni, það er búið að leggja það mikla vinnu í þetta og ég er ennþá bara mjög vongóður um að það náist fyrir 25.,“ segir Willum. Kjaramál Heilsugæsla Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Læknar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta í gær að hefja verkfallsaðgerðir ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann 25. nóvember. Boðað verkfall nær til allra vinnustaða lækna tvo til fimm daga í viku, frá miðnætti og til hádegis daginn eftir, þá daga sem verkfall er boðað. Hlé verður á verkfallsaðgerðum yfir jól og áramót, en ljóst er að ef af verkfallinu verður mun það hafa mikil áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnanna. „Það mun hafa gríðarleg áhrif. Það verður nánast engin læknisþjónusta hjá okkur alla þessa daga. Við munum náttúrlega vera með öryggisstarfsemi, á öryggisvöktum, þannig það verða læknar á öllum okkar starfstöðum. En það verður engin læknisþjónusta veitt nema það séu bara mjög bráð erindi,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þegar getur verið langur biðtími eftir að komast að hjá lækni, og ljóst að verkfall muni hafa frekari neikvæðar afleiðingar hvað varðar biðtíma. „Þetta mun alla veganna ekki hjálpa til því þarna myndast bara þá erindi sem hefur ekki verið sinnt í nokkra daga og sem bíða þá bara og bætast enn við þau verkefni sem við ekki náum að sinna á hverjum degi. Þannig þetta mun bara hafa slæm áhrif á allt saman,“ segir Sigríður Dóra. Hún vonar að ekki komi til verkfalla sem að óbreyttu hefjast eftir rúmar tvær vikur. „Bara reynið að semja, finna lausn og semja. Það er bara mjög mikilvægt í okkar huga.“ Öryggismönnun á Landspítala Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum binda stjórnendur þar enn vonir við að samningar náist áður en til verkfalls kemur. Þar verður hins vegar skilgreind öryggismönnun í gildi ef að verkfalli verður. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef ekki tekst að semja áður en verkföll skella á. „Það eru alveg möguleikar í stöðunni, það er búið að leggja það mikla vinnu í þetta og ég er ennþá bara mjög vongóður um að það náist fyrir 25.,“ segir Willum.
Kjaramál Heilsugæsla Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira