Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar 8. nóvember 2024 10:02 Hefur þú einhvern tímann orðið vitni að óþægilegum atburði þar sem einstaklingur var mögulega í neyð og þú varst í vafa um hvort þú ættir að koma viðkomandi til aðstoðar? Flest okkar trúa því að við myndum ávallt hjálpa fólki í neyð. Áhorfendaáhrif (e. bystander effect) gefa hins vegar annað til kynna og þá sérstaklega þegar fleiri en einn verða vitni að sama atburði. Ýmsir félagslegir þættir hafa þarna áhrif. Við speglum okkur gjarnan í viðbrögðum annarra í kringum okkur og af því leiðir að ef enginn annar bregst við hættunni, drögum við jafnvel þá ályktun að aðstæður séu ekki eins hættulegar og við töldum fyrst. Einnig er algengt að við, án þess að vera endilega meðvituð um það, bíðum eftir að einhver önnur bregðist við. Ákveðin togstreita verður til innra með okkur í ofangreindum aðstæðum, þar sem við viljum grípa inn í og bregðast við í aðstæðum sem við upplifum brjóta gegn gildum okkar eða siðferði á sama tíma og við viljum ekki skera okkur úr hópnum sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að í þessari klemmu erum við líklegri til að fylgja hópnum en að taka af skarið. Umræða um áhorfendaáhrif er nauðsynleg meðal allra samfélagshópa þar sem meðvitund er fyrsta skrefið í að breyta hegðun okkar. Ef við vitum að það er í okkar náttúrulega eðli að skipta okkur ekki af, þegar við sjáum aðra í háska, getum við undirbúið okkur og jafnvel æft okkur í að bregðast öðruvísi við. Áhorfendaáhrif hafa ekki aðeins áhrif þegar kemur að fólki í háska. Þau ná líka til aðstæðna þar sem einelti, áreitni eða mismunun á sér stað. Í slíkum aðstæðum sjáum við að áhorfendur standa oft aðgerðarlausir hjá þar sem þeir telja að aðrir muni grípa inn í eða bregðast við. Aðgerðarleysið viðheldur hins vegar skaðanum og því er mikilvægt að brjóta vítahringinn með því að valdefla einstaklinga í viðbrögðum, í að tjá sig og skapa menningu þar sem öll taka ábyrgð. Með aukinni notkun samfélagsmiðla hafa áhorfendaáhrif þróast samhliða. Á meðan samfélagsmiðlar hafa gert okkur kleift að benda á og aðhafast gegn óréttlæti, geta áhorfaendaáhrif enn unnið gegn okkur. Breytur sem ýta undir áhorfaendaáhrif geta margfaldast á internetinu þar sem við getum ekki séð líkamleg viðbrögð annarra. Fjölmörg dæmi eru um ofbeldi gegn einstaklingum sem hafa verið skrifuð og birt á samfélagsmiðlum og hlotið fjöldaáhorf, og jafnvel umsagnir eða “like”, án þess að nokkur hafi komið einstaklingnum í neyð til aðstoðar eða bjargar. Því miður eru dæmi um að, þegar einstaklingar stíga upp og reyna að koma til bjargar, lendi þeir í slæmri útreið, sem verður til þess að fólk veigrar sér við slíkt eða hreinlega gefst upp. Það krefst hugrekkis að láta sig varða og grípa inn í, en til eru margar leiðir til að bregðast við. Sem dæmi má nefna að stöðva óviðeigandi orðræðu, aðstoða manneskju í háska eða hafa samband við viðbragðsaðila. Fyrstu viðbrögð skipta máli og lágmarks aðkoma getur hvatt önnur til að bregðast við. Með styrk fjöldans getur verið öruggara að grípa inn í aðstæður. 8. nóvember er dagur eineltis. Áhorfendaáhrif í samhengi eineltis varpa ljósi á mikilvægi þess að efla vitund og ábyrgð allra sem verða vitni að slíku áreiti, þar sem hver og einn áhorfandi getur gegnt lykilhlutverki í því að draga úr eða jafnvel stöðva einelti með því að sýna samkennd, taka afstöðu eða styðja þolendur frekar en að láta hjá líða að bregðast við. Höfundur er sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hefur þú einhvern tímann orðið vitni að óþægilegum atburði þar sem einstaklingur var mögulega í neyð og þú varst í vafa um hvort þú ættir að koma viðkomandi til aðstoðar? Flest okkar trúa því að við myndum ávallt hjálpa fólki í neyð. Áhorfendaáhrif (e. bystander effect) gefa hins vegar annað til kynna og þá sérstaklega þegar fleiri en einn verða vitni að sama atburði. Ýmsir félagslegir þættir hafa þarna áhrif. Við speglum okkur gjarnan í viðbrögðum annarra í kringum okkur og af því leiðir að ef enginn annar bregst við hættunni, drögum við jafnvel þá ályktun að aðstæður séu ekki eins hættulegar og við töldum fyrst. Einnig er algengt að við, án þess að vera endilega meðvituð um það, bíðum eftir að einhver önnur bregðist við. Ákveðin togstreita verður til innra með okkur í ofangreindum aðstæðum, þar sem við viljum grípa inn í og bregðast við í aðstæðum sem við upplifum brjóta gegn gildum okkar eða siðferði á sama tíma og við viljum ekki skera okkur úr hópnum sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að í þessari klemmu erum við líklegri til að fylgja hópnum en að taka af skarið. Umræða um áhorfendaáhrif er nauðsynleg meðal allra samfélagshópa þar sem meðvitund er fyrsta skrefið í að breyta hegðun okkar. Ef við vitum að það er í okkar náttúrulega eðli að skipta okkur ekki af, þegar við sjáum aðra í háska, getum við undirbúið okkur og jafnvel æft okkur í að bregðast öðruvísi við. Áhorfendaáhrif hafa ekki aðeins áhrif þegar kemur að fólki í háska. Þau ná líka til aðstæðna þar sem einelti, áreitni eða mismunun á sér stað. Í slíkum aðstæðum sjáum við að áhorfendur standa oft aðgerðarlausir hjá þar sem þeir telja að aðrir muni grípa inn í eða bregðast við. Aðgerðarleysið viðheldur hins vegar skaðanum og því er mikilvægt að brjóta vítahringinn með því að valdefla einstaklinga í viðbrögðum, í að tjá sig og skapa menningu þar sem öll taka ábyrgð. Með aukinni notkun samfélagsmiðla hafa áhorfendaáhrif þróast samhliða. Á meðan samfélagsmiðlar hafa gert okkur kleift að benda á og aðhafast gegn óréttlæti, geta áhorfaendaáhrif enn unnið gegn okkur. Breytur sem ýta undir áhorfaendaáhrif geta margfaldast á internetinu þar sem við getum ekki séð líkamleg viðbrögð annarra. Fjölmörg dæmi eru um ofbeldi gegn einstaklingum sem hafa verið skrifuð og birt á samfélagsmiðlum og hlotið fjöldaáhorf, og jafnvel umsagnir eða “like”, án þess að nokkur hafi komið einstaklingnum í neyð til aðstoðar eða bjargar. Því miður eru dæmi um að, þegar einstaklingar stíga upp og reyna að koma til bjargar, lendi þeir í slæmri útreið, sem verður til þess að fólk veigrar sér við slíkt eða hreinlega gefst upp. Það krefst hugrekkis að láta sig varða og grípa inn í, en til eru margar leiðir til að bregðast við. Sem dæmi má nefna að stöðva óviðeigandi orðræðu, aðstoða manneskju í háska eða hafa samband við viðbragðsaðila. Fyrstu viðbrögð skipta máli og lágmarks aðkoma getur hvatt önnur til að bregðast við. Með styrk fjöldans getur verið öruggara að grípa inn í aðstæður. 8. nóvember er dagur eineltis. Áhorfendaáhrif í samhengi eineltis varpa ljósi á mikilvægi þess að efla vitund og ábyrgð allra sem verða vitni að slíku áreiti, þar sem hver og einn áhorfandi getur gegnt lykilhlutverki í því að draga úr eða jafnvel stöðva einelti með því að sýna samkennd, taka afstöðu eða styðja þolendur frekar en að láta hjá líða að bregðast við. Höfundur er sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun