Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller og Svava Dögg Jónsdóttir skrifa 7. nóvember 2024 20:02 Við, undirritaðir doktorsnemar og nýdoktorar, lýsum yfir miklum áhyggjum af endurteknum fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til Rannsóknarsjóðs í fjárlagafrumvarpi 2025. Stefnt er að 100 milljóna króna niðurskurði fyrir næsta ár, ofan á tæplega 500 milljón króna niðurskurð árið áður. (Sjá mynd 1) Mynd 1: Úthlutuð fjárhæð úr Rannsóknarsjóð og árangurshlutfall. **Áætluð launavísitala miðast við meðalþróun launavísitölu frá 2012, sjá graf aftast. Áætlað árangurshlutfall úthlutunar í Rannsóknasjóð 2025 miðast við 8.5% fjölgun umsókna í sjóðinn ásamt 10% hækkun á styrkupphæðum frá 2024, (Heimild: Rannís).Rannís Þetta jafngildir 17 stöðugildum doktorsnema til viðbótar við þau 70 ársverk sem töpuðust í niðurskurði núverandi fjárlaga. Þarna er hoggið stórt skarð í raðir okkar efnilegasta vísindafólks. Á sama tíma er gert ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári, sem sýnir að nægt fjármagn er í málaflokknum. Við teljum þennan endurtekna niðurskurð hafa veruleg áhrif á stöðu ungra vísindamanna og ganga gegn yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um að hlúa að nýsköpun og vísindum á Íslandi. Á síðustu misserum hefur ríkisstjórnin lýst yfir auknum áherslum á árangurstengdar fjárveitingar til háskóla fyrir hvern útskrifaðan framhaldsnema. Nýútskrifaðir meistara- og doktorsnemar eru lykilstarfsmenn nýsköpunarfyrirtækja og því er mikilvægt að styðja við þennan hóp ef efla á nýsköpunarstarf á Íslandi. Þessi nálgun ætti því að skila sér í auknu fjármagni til styrkingar verkefna þessara nema innan Háskólanna ef fyrirætlan stjórnvalda um fjölgun útskrifaðra framhaldsnema á að ganga eftir. Niðurskurður stjórnvalda í Rannsóknarsjóð fækkar styrktum verkefnum og því hafa færri nemar möguleika á að stunda nám sitt innan háskólanna og þurfa margir að sækja sér vinnu utan hans, sem hægir á námsframvindu þeirra. Þannig er þessi “aukna fjárveiting” í raun þynnt út. Einnig má benda á það að doktorsnema- og nýdoktorsstyrkjum HÍ hefur fækkað ört (sjá mynd 2) og árangurshlutfall doktorsnema sem hefur verið milli 20-25%, hefur lækkað niður í 13% árið 2024, á meðan árangurshlutfall nýdoktora hefur helmingast á sama tímabili. Mynd 2: Fjöldi umsókna og árangurs-hlutfall doktorsnema og nýdoktora undanfarin ár (Heimild: HÍ).Hí Það er því ljóst að Háskólinn hefur hvorki fengið viðbótarfjármagn til að mæta þessum niðurskurði og tryggja nýveitingu verkefna á móti Rannsóknarsjóði, né til að viðhalda fjölda styrkveitinga til doktorsnema. Til þess að efla nýsköpun og rannsóknir á íslandi er nauðsynlegt að þjálfa unga vísindamenn og skapa aðstæður þar sem nýjar hugmyndir fá tækifæri til að kvikna. Doktorsnám gegnir hér lykilhlutverki, þar sem nemendur fá þjálfun í helstu aðferðum, sjálfstæðum vinnubrögðum, gagnrýnni og skapandi hugsun, sem og verkefnastjórnun. Þetta eru allt mikilvægir þættir fyrir áframhaldandi störf í nýsköpun og rannsóknum, bæði innan akademíunnar og utan. Að námi loknu þurfa þessir nýju sérfræðingar svo tækifæri til að hefja sjálfstæðan feril, prófa og þróa áfram nýjar hugmyndir sem geta svo leitt til frekari nýsköpunar. Það er því ljóst að með því að draga úr fjárveitingum til þessa málaflokks gengur ríkisstjórnin gegn eigin yfirlýstum markmiðum og dregur úr möguleikum á raunverulegri nýsköpun. Við skorum á ríkisstjórnina, Fjárlaganefnd, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson Fjármála- og Efnahagsráðherra að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð í Rannsóknarsjóð og þess í stað snúa vörn í sókn og efla þessa mikilvægu undirstöðu vísinda og nýsköpunar á Íslandi. Höfundar eru Katrín Möller, nýdoktor við Háskóla Íslands og Svava Dögg Jónsdóttir, formaður Fedon. Greinin er skrifuð í nafni FEDON, félags doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og Hugdok, félags doktorsnema og nýdoktora á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Við, undirritaðir doktorsnemar og nýdoktorar, lýsum yfir miklum áhyggjum af endurteknum fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til Rannsóknarsjóðs í fjárlagafrumvarpi 2025. Stefnt er að 100 milljóna króna niðurskurði fyrir næsta ár, ofan á tæplega 500 milljón króna niðurskurð árið áður. (Sjá mynd 1) Mynd 1: Úthlutuð fjárhæð úr Rannsóknarsjóð og árangurshlutfall. **Áætluð launavísitala miðast við meðalþróun launavísitölu frá 2012, sjá graf aftast. Áætlað árangurshlutfall úthlutunar í Rannsóknasjóð 2025 miðast við 8.5% fjölgun umsókna í sjóðinn ásamt 10% hækkun á styrkupphæðum frá 2024, (Heimild: Rannís).Rannís Þetta jafngildir 17 stöðugildum doktorsnema til viðbótar við þau 70 ársverk sem töpuðust í niðurskurði núverandi fjárlaga. Þarna er hoggið stórt skarð í raðir okkar efnilegasta vísindafólks. Á sama tíma er gert ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári, sem sýnir að nægt fjármagn er í málaflokknum. Við teljum þennan endurtekna niðurskurð hafa veruleg áhrif á stöðu ungra vísindamanna og ganga gegn yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um að hlúa að nýsköpun og vísindum á Íslandi. Á síðustu misserum hefur ríkisstjórnin lýst yfir auknum áherslum á árangurstengdar fjárveitingar til háskóla fyrir hvern útskrifaðan framhaldsnema. Nýútskrifaðir meistara- og doktorsnemar eru lykilstarfsmenn nýsköpunarfyrirtækja og því er mikilvægt að styðja við þennan hóp ef efla á nýsköpunarstarf á Íslandi. Þessi nálgun ætti því að skila sér í auknu fjármagni til styrkingar verkefna þessara nema innan Háskólanna ef fyrirætlan stjórnvalda um fjölgun útskrifaðra framhaldsnema á að ganga eftir. Niðurskurður stjórnvalda í Rannsóknarsjóð fækkar styrktum verkefnum og því hafa færri nemar möguleika á að stunda nám sitt innan háskólanna og þurfa margir að sækja sér vinnu utan hans, sem hægir á námsframvindu þeirra. Þannig er þessi “aukna fjárveiting” í raun þynnt út. Einnig má benda á það að doktorsnema- og nýdoktorsstyrkjum HÍ hefur fækkað ört (sjá mynd 2) og árangurshlutfall doktorsnema sem hefur verið milli 20-25%, hefur lækkað niður í 13% árið 2024, á meðan árangurshlutfall nýdoktora hefur helmingast á sama tímabili. Mynd 2: Fjöldi umsókna og árangurs-hlutfall doktorsnema og nýdoktora undanfarin ár (Heimild: HÍ).Hí Það er því ljóst að Háskólinn hefur hvorki fengið viðbótarfjármagn til að mæta þessum niðurskurði og tryggja nýveitingu verkefna á móti Rannsóknarsjóði, né til að viðhalda fjölda styrkveitinga til doktorsnema. Til þess að efla nýsköpun og rannsóknir á íslandi er nauðsynlegt að þjálfa unga vísindamenn og skapa aðstæður þar sem nýjar hugmyndir fá tækifæri til að kvikna. Doktorsnám gegnir hér lykilhlutverki, þar sem nemendur fá þjálfun í helstu aðferðum, sjálfstæðum vinnubrögðum, gagnrýnni og skapandi hugsun, sem og verkefnastjórnun. Þetta eru allt mikilvægir þættir fyrir áframhaldandi störf í nýsköpun og rannsóknum, bæði innan akademíunnar og utan. Að námi loknu þurfa þessir nýju sérfræðingar svo tækifæri til að hefja sjálfstæðan feril, prófa og þróa áfram nýjar hugmyndir sem geta svo leitt til frekari nýsköpunar. Það er því ljóst að með því að draga úr fjárveitingum til þessa málaflokks gengur ríkisstjórnin gegn eigin yfirlýstum markmiðum og dregur úr möguleikum á raunverulegri nýsköpun. Við skorum á ríkisstjórnina, Fjárlaganefnd, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson Fjármála- og Efnahagsráðherra að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð í Rannsóknarsjóð og þess í stað snúa vörn í sókn og efla þessa mikilvægu undirstöðu vísinda og nýsköpunar á Íslandi. Höfundar eru Katrín Möller, nýdoktor við Háskóla Íslands og Svava Dögg Jónsdóttir, formaður Fedon. Greinin er skrifuð í nafni FEDON, félags doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og Hugdok, félags doktorsnema og nýdoktora á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun