Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 18:52 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms frá því í fyrra um að íslenska ríkið þurfi að greiða sjávarútvegsfyrirtækinu Vinnslustöðinni bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 og 2018. Landsréttur kveður þó á um lægri bætur en kveðið var á um í héraðsdómi til Vinnslustöðvarinnar. Þar voru þær samanlagt 515 milljónir til Vinnslustöðvarinnar en eru núna um 269,5 milljónir. Dómar Landsréttar voru birtir síðdegis í dag. Þar kemur fram að kröfur Vinnslustöðvarinnar fyrir árin 2011 og 2012 voru fyrndar en ríkinu gert að greiða bætur vegna áranna 2013 til 2018. Dómur Héraðsdóms um Hugin stendur óraskaður og er því ríkinu gert að greiða Hugin um 329 milljónir í bætur með vöxtum. Samanlagt þarf ríkið því að greiða um 625,5 milljónir í bætur. Vinnslustöðin og Huginn stefndu ríkinu en Vinnslustöðin keypti svo Huginn árið 2021 á meðan málsókninni stóð. Forsaga málsins er sú að sjö fyrirtæki kröfðust rúmlega tíu milljarða króna af íslenska ríkinu vegna aflaheimildanna. Fimm af fyrirtækjunum sjö féllu frá málsókn sinni til að sýna samstöðu vegna kórónuveirufaraldursins. Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes féllu frá málsókninni en Huginn og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum héldu henni til streitu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð vegna þess að Huginn og Vinnslustöðinni hefði verið úthlutað minni aflaheimildum á þessu tímabili en skylt var samkvæmt lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Sjávarútvegur Dómsmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Seldi nærri þriðjungshlut af makrílkvóta sínum með um 2,5 milljarða hagnaði Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, seldi frá sér tæplega þriðjung af öllum aflaheimildum sínum í makríl fyrir samtals um 2,5 milljarða sem skýrði nánast allan hagnað útgerðarfyrirtækisins á liðnu ári. Á meðal þeirra sem keyptu aflaheimildirnar var sjávarútvegsfélagið Brim en verulega hefur dregið úr útbreiðslu makríls í íslenskri landhelgi að undanförnu samkvæmt mælingum. 9. október 2024 17:37 Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE lokið Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE í Vestmannaeyjum er nú lokið. Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir lögreglu hafa lokið rannsókn sinni nýlega, í lok sumars, og hafi þá sent málið til ákærusviðs. Hann á von á ákvörðun þeirra á næstu vikum. 6. september 2024 09:04 Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum. 6. júní 2023 18:07 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Landsréttur kveður þó á um lægri bætur en kveðið var á um í héraðsdómi til Vinnslustöðvarinnar. Þar voru þær samanlagt 515 milljónir til Vinnslustöðvarinnar en eru núna um 269,5 milljónir. Dómar Landsréttar voru birtir síðdegis í dag. Þar kemur fram að kröfur Vinnslustöðvarinnar fyrir árin 2011 og 2012 voru fyrndar en ríkinu gert að greiða bætur vegna áranna 2013 til 2018. Dómur Héraðsdóms um Hugin stendur óraskaður og er því ríkinu gert að greiða Hugin um 329 milljónir í bætur með vöxtum. Samanlagt þarf ríkið því að greiða um 625,5 milljónir í bætur. Vinnslustöðin og Huginn stefndu ríkinu en Vinnslustöðin keypti svo Huginn árið 2021 á meðan málsókninni stóð. Forsaga málsins er sú að sjö fyrirtæki kröfðust rúmlega tíu milljarða króna af íslenska ríkinu vegna aflaheimildanna. Fimm af fyrirtækjunum sjö féllu frá málsókn sinni til að sýna samstöðu vegna kórónuveirufaraldursins. Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes féllu frá málsókninni en Huginn og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum héldu henni til streitu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð vegna þess að Huginn og Vinnslustöðinni hefði verið úthlutað minni aflaheimildum á þessu tímabili en skylt var samkvæmt lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands.
Sjávarútvegur Dómsmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Seldi nærri þriðjungshlut af makrílkvóta sínum með um 2,5 milljarða hagnaði Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, seldi frá sér tæplega þriðjung af öllum aflaheimildum sínum í makríl fyrir samtals um 2,5 milljarða sem skýrði nánast allan hagnað útgerðarfyrirtækisins á liðnu ári. Á meðal þeirra sem keyptu aflaheimildirnar var sjávarútvegsfélagið Brim en verulega hefur dregið úr útbreiðslu makríls í íslenskri landhelgi að undanförnu samkvæmt mælingum. 9. október 2024 17:37 Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE lokið Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE í Vestmannaeyjum er nú lokið. Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir lögreglu hafa lokið rannsókn sinni nýlega, í lok sumars, og hafi þá sent málið til ákærusviðs. Hann á von á ákvörðun þeirra á næstu vikum. 6. september 2024 09:04 Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum. 6. júní 2023 18:07 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Seldi nærri þriðjungshlut af makrílkvóta sínum með um 2,5 milljarða hagnaði Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, seldi frá sér tæplega þriðjung af öllum aflaheimildum sínum í makríl fyrir samtals um 2,5 milljarða sem skýrði nánast allan hagnað útgerðarfyrirtækisins á liðnu ári. Á meðal þeirra sem keyptu aflaheimildirnar var sjávarútvegsfélagið Brim en verulega hefur dregið úr útbreiðslu makríls í íslenskri landhelgi að undanförnu samkvæmt mælingum. 9. október 2024 17:37
Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE lokið Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE í Vestmannaeyjum er nú lokið. Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir lögreglu hafa lokið rannsókn sinni nýlega, í lok sumars, og hafi þá sent málið til ákærusviðs. Hann á von á ákvörðun þeirra á næstu vikum. 6. september 2024 09:04
Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum. 6. júní 2023 18:07