Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2024 18:49 Yngvi, Stacey og Siggeir. Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til hugbúnaðarfyrirtækisins Wisefish ehf. Fyrirtækið starfar á sviði viðskiptalausna fyrir sjávarútveg og er hugbúnaður þess notaður víðsvegar um heiminn. Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn sem forstjóri félagsins, Stacey Katz hefur tekið við stöðu fjármálastjóra og Siggeir Örn Steinþórsson verður framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála. Í tilkynningu frá Wisefish segir einnig að fjárfestingarfélagið Adira, sem er aðaleigandi félagsins, hafi skuldbundið sig til að segja inn nýtt fjármagn til að styðja við vöxt Wisefish. „Fyrir hönd Adira þá erum við mjög ánægð að fá reynslumikla stjórnendur í þeim Yngva, Stacey og Siggeir til liðs við það frábæra starfsfólk og stjórnendur sem nú þegar eru hjá Wisefish. Lausnir félagsins hafa fylgt íslenskum sjávarútvegi í tugi ára og hefur mikið af starfsfólki félagsins unnið að lausnunum frá upphafi og er því hafsjór af þekkingu í bæði sjávarútvegi og hugbúnaði í félaginu. Félagið hefur á undanförnum árum fjárfest í að þróa lausnir félagsins þannig að hægt sé að selja þær sem hugbúnað sem þjónustu (SaaS). Wisefish kerfið er lykilstoð í rekstri viðskiptavina okkar og samhliða því hafa kröfur um áreiðanlegan rekjanleika í matvælaframleiðslu aukist sem hefur gert það að verkum að markaðsþörfin fyrir Wisefish er mikil. Með aukinni áherslu, sterkari markaðsnálgun á erlenda markaði og umbætum í rekstri, höfum við miklar væntingar til félagsins á komandi árum,” segir Valgarð Már Valgarðsson, stjórnarformaður Wisefish, í áðurnefndri tilkynningu. Þar er einni farið yfir ferla hinna nýju stjórnenda: Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn forstjóri. Yngvi kynntist Wisefish félaginu fyrst sem stjórnarmaður en tók síðar við sem tímabundinn forstjóri í apríl 2024. Yngvi starfaði síðast hjá Sýn frá árinu 2019. Síðast sem forstjóri Sýnar en þar áður rekstrarstjóri (COO) en Yngvi var einnig í vara- og aðalstjórn þar frá 2014. Yngvi starfaði einnig hjá Össur í ýmsum stjórnunarstöðum í 10 ár og áður en hann fór til Sýnar sem meðeigandi í Alfa Framtak. Yngvi er með B.S. gráðu í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Stacey Katz tekur við sem nýr fjármálastjóri. Stacey hefur starfað síðastliðin 10 ár hjá Marel í ýmsum stjórnunarstöðum en nú síðast sem fjármálastjóri. Stacey er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Cornell University og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Stacey er löggiltur endurskoðandi frá New York og er með langa reynslu sem bæði endurskoðandi og ráðgjafi í bæði Bandaríkjunum og Íslandi í ýmsum starfsgreinum Siggeir Örn Steinþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála. Siggeir hefur varið síðustu 12 árum sem leiðtogi í vöruþróun og leitt umbreytingar í ýmsum starfsgreinum og löndum fyrir Novo Nordisk, Arion Banka, Marel og nú síðast Sýn sem forstöðumaður vörustýringar og upplifun viðskiptavina. Siggeir er með MSc gráðu í verkfræði frá Technical University of Denmark. Vistaskipti Sjávarútvegur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn sem forstjóri félagsins, Stacey Katz hefur tekið við stöðu fjármálastjóra og Siggeir Örn Steinþórsson verður framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála. Í tilkynningu frá Wisefish segir einnig að fjárfestingarfélagið Adira, sem er aðaleigandi félagsins, hafi skuldbundið sig til að segja inn nýtt fjármagn til að styðja við vöxt Wisefish. „Fyrir hönd Adira þá erum við mjög ánægð að fá reynslumikla stjórnendur í þeim Yngva, Stacey og Siggeir til liðs við það frábæra starfsfólk og stjórnendur sem nú þegar eru hjá Wisefish. Lausnir félagsins hafa fylgt íslenskum sjávarútvegi í tugi ára og hefur mikið af starfsfólki félagsins unnið að lausnunum frá upphafi og er því hafsjór af þekkingu í bæði sjávarútvegi og hugbúnaði í félaginu. Félagið hefur á undanförnum árum fjárfest í að þróa lausnir félagsins þannig að hægt sé að selja þær sem hugbúnað sem þjónustu (SaaS). Wisefish kerfið er lykilstoð í rekstri viðskiptavina okkar og samhliða því hafa kröfur um áreiðanlegan rekjanleika í matvælaframleiðslu aukist sem hefur gert það að verkum að markaðsþörfin fyrir Wisefish er mikil. Með aukinni áherslu, sterkari markaðsnálgun á erlenda markaði og umbætum í rekstri, höfum við miklar væntingar til félagsins á komandi árum,” segir Valgarð Már Valgarðsson, stjórnarformaður Wisefish, í áðurnefndri tilkynningu. Þar er einni farið yfir ferla hinna nýju stjórnenda: Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn forstjóri. Yngvi kynntist Wisefish félaginu fyrst sem stjórnarmaður en tók síðar við sem tímabundinn forstjóri í apríl 2024. Yngvi starfaði síðast hjá Sýn frá árinu 2019. Síðast sem forstjóri Sýnar en þar áður rekstrarstjóri (COO) en Yngvi var einnig í vara- og aðalstjórn þar frá 2014. Yngvi starfaði einnig hjá Össur í ýmsum stjórnunarstöðum í 10 ár og áður en hann fór til Sýnar sem meðeigandi í Alfa Framtak. Yngvi er með B.S. gráðu í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Stacey Katz tekur við sem nýr fjármálastjóri. Stacey hefur starfað síðastliðin 10 ár hjá Marel í ýmsum stjórnunarstöðum en nú síðast sem fjármálastjóri. Stacey er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Cornell University og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Stacey er löggiltur endurskoðandi frá New York og er með langa reynslu sem bæði endurskoðandi og ráðgjafi í bæði Bandaríkjunum og Íslandi í ýmsum starfsgreinum Siggeir Örn Steinþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála. Siggeir hefur varið síðustu 12 árum sem leiðtogi í vöruþróun og leitt umbreytingar í ýmsum starfsgreinum og löndum fyrir Novo Nordisk, Arion Banka, Marel og nú síðast Sýn sem forstöðumaður vörustýringar og upplifun viðskiptavina. Siggeir er með MSc gráðu í verkfræði frá Technical University of Denmark.
Vistaskipti Sjávarútvegur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira