Það voru Reynir Traustason og Sólartún sem áfrýjuðu málinu. Málskostnaður fyrir Landsrétti var felldur niður. Dóminn má finna hér.
Reynir og Sólartún munu einnig þurfa að láta birta dóminn í prentútgáfu Morgunblaðsins. Upprunalega átti einnig að birta hann í Fréttablaðinu en það er ekki hægt lengur, þar sem rekstri þess hefur verið hætt.
Bæði Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, og Atli Viðar Þorsteinsson, plötusnúður fóru í mál við Reyni og Sólartún. Stefna Árvakar sneri að fréttaskrifum upp úr minningargreinum í Morgunblaðinu og stefna Atla snerist sérstaklega um frétt sem skrifuð var upp úr minningargrein um bróður hans.
Nánar má lesa um dóm héraðsdóms hér að neðan.
Í frétt Mannslífs um bróður Atla var tekið orðrétt upp úr minningargrein hans og voru Reynir og Sólartún talin hafa brotið gegn höfundalögum og sömuleiðis gegn sæmdarrétti Atla.
Endurbirting á minningargreinum úr Morgunblaðinu á vef Mannlífs hefur einu sinni verið tekið fyrir hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Þá var komist að þeirri niðurstöðu að birting minningargreina væri opinber birting. Ekki var tekið tillit til höfundaréttarsjónarmiða.