Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 19:01 Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Vísir Lyfjatengd andlát á síðasta ári voru tvöfalt fleiri en fyrir áratug og í um fjórðungi þeirra var um vísvitandi sjálfseitrun að ræða. Framkvæmdastjóri hjá SÁÁ segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist af alvöru við vandanum. Heilbrigðiskerfið eigi ekki að þurfa að berjast um bitlinga Á síðasta ári voru lyfjatengd andlát hér á landi alls 56 þar af voru fimmtán sjálfsvíg, til samanburðar voru lyfjatengd andlát 23 fyrir áratug. Í gögnum Landlæknis kemur fram að árið 2013 létust 7,2 á hverja hundrað þúsund íbúa vegna slíkra dánarorsaka en voru 14,8 í fyrra. Landlæknisembættið bendir á að um tilviljunarkennda sveiflu geti verið að ræða. Lyfjatengdu andlátin fleiri hjá körlum en konum á síðasta ári. Þá voru 34 þeirra vegna ópíóðaeitrana en önnur vegna annarra ávana og fíkniefna eða lyfja. Sambærileg þróun og á Vogi Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segir þetta í samræmi við þróun þar. „Þetta endurspeglast líka hjá okkur. Þessi ópíóðalyf eru svo hættuleg og miklu líklegri til að valda dauðsföllum. Sérstaklega þegar þau eru notuð í tengslum við önnur lyf eða áfengi. Hún segir ótímabær dauðsföll vegna fíknisjúkdóms enn fleiri. Tölfræði frá SÁÁ.Vísir „Á hverju ári eru um hundrað manns að deyja fyrir sextugt úr okkar hópi þ.e. fólk sem er með fíknsjúkdóm, Það er augljóst að við þurfum að gera miklu meira til að aðstoða þennan hóp,“ segir Valgerður. Skyndilausnir ekki til Hún segir að stjórnvöld þurfi að bregðast við vandanum. „Það er mikil þörf á að sinna þessum málflokki betur. Ekki með neinum skyndilausnum. Þær eru ekki til. Það þarf að sinna fólki með fíknivanda á mörgum sviðum og með aðkomu margra í velferðarkerfinu. Við getum gert svo miklu betur sem samfélag. Það er pólitísk ákvörðun hvað fer mikið af kökunni í þetta mikilvæga málefni. Því miður mætir málaflokkurinn oft afgangi og það er verið að berjast um einhverja bitlinga,“ segir Valgerður. Fíkn SÁÁ Landspítalinn Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Á síðasta ári voru lyfjatengd andlát hér á landi alls 56 þar af voru fimmtán sjálfsvíg, til samanburðar voru lyfjatengd andlát 23 fyrir áratug. Í gögnum Landlæknis kemur fram að árið 2013 létust 7,2 á hverja hundrað þúsund íbúa vegna slíkra dánarorsaka en voru 14,8 í fyrra. Landlæknisembættið bendir á að um tilviljunarkennda sveiflu geti verið að ræða. Lyfjatengdu andlátin fleiri hjá körlum en konum á síðasta ári. Þá voru 34 þeirra vegna ópíóðaeitrana en önnur vegna annarra ávana og fíkniefna eða lyfja. Sambærileg þróun og á Vogi Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segir þetta í samræmi við þróun þar. „Þetta endurspeglast líka hjá okkur. Þessi ópíóðalyf eru svo hættuleg og miklu líklegri til að valda dauðsföllum. Sérstaklega þegar þau eru notuð í tengslum við önnur lyf eða áfengi. Hún segir ótímabær dauðsföll vegna fíknisjúkdóms enn fleiri. Tölfræði frá SÁÁ.Vísir „Á hverju ári eru um hundrað manns að deyja fyrir sextugt úr okkar hópi þ.e. fólk sem er með fíknsjúkdóm, Það er augljóst að við þurfum að gera miklu meira til að aðstoða þennan hóp,“ segir Valgerður. Skyndilausnir ekki til Hún segir að stjórnvöld þurfi að bregðast við vandanum. „Það er mikil þörf á að sinna þessum málflokki betur. Ekki með neinum skyndilausnum. Þær eru ekki til. Það þarf að sinna fólki með fíknivanda á mörgum sviðum og með aðkomu margra í velferðarkerfinu. Við getum gert svo miklu betur sem samfélag. Það er pólitísk ákvörðun hvað fer mikið af kökunni í þetta mikilvæga málefni. Því miður mætir málaflokkurinn oft afgangi og það er verið að berjast um einhverja bitlinga,“ segir Valgerður.
Fíkn SÁÁ Landspítalinn Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum