Nebraska heyrir sögunni til Jón Þór Stefánsson skrifar 7. nóvember 2024 17:24 Nebraska var til húsa við Barónsstíg. Vísir/Anton Brink Veitingastaðnum og tískuvöruversluninni Nebraska, sem var til húsa á Barónsstíg 6, hefur verið lokað. Staðurinn opnaði í desember 2021, en það var Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður, sem rak fyrirtækið. Benedikt Andrason og Kjartan Óli Guðmundsson höfðu verið með honum í rekstrinum, en sá fyrrnefndi hætti í fyrra og sá síðarnefndi í byrjun árs samkvæmt heimildum fréttastofu. Þegar staðurinn opnaði var greint frá því að hjónin Davíð Másson og Lilja Einarsdóttir og félagi þeirra Finnur Björn Harðarson væru bakhjarlar verkefnisins og helstu fjárfestar. Nebraska var bæði veitingastaður og fatavöruverslun. Guðmundur sagði í Íslandi í dag í apríl síðastliðnum að hann hefði gengið lengi með hugmyndina í maganum. „Fataverslun og tíska er svolítið stíft og mörgum finnst óþægilegt að koma inn í svona búðir. Þá verður allt afslappaðra þegar þú ert kominn með mat og vín, og eitthvað sem er hægt að tala um,“ sagði Guðmundur í Íslandi í dag. Í fatabúðinni mátti finna merkjavörur frá Heliot Emil, Suicoke og Racer Woldwide svo fátt eitt sé nefnt. Á veitingastaðnum var boðið upp á fjölbreyttan matseðil. Einnig var vínbar á Nebraska með gott úrval af veigum. „Nafnið er mjög tilviljanakennt, við fíluðum bara útlitið á nafninu Nebraska. Innblásturinn er kannski Bruce Springsteen platan Nebraska, hugmyndin kemur kannski svolítið þaðan. En þetta er ekki tilvísun í neitt sérstakt, þetta er bara flott nafn, eins og íslenskt orð líka, hart og flott,“ sagði Guðmundur um nafnavalið við Vísi um það leyti sem staðurinn opnaði 2021. Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Ramsay snæddi á Nebraska og lenti í árekstri á Edition Stjörnukokkurinn og annálaði Íslandsvinurinn Gordon Ramsay er enn eina ferðina mættur hingað til lands. Þótt bókunum ferðamanna á gistingu hér á landi hafi farið fækkandi á milli ára þá missir Ramsay ekki úr Íslandsferð. 25. júlí 2024 12:36 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Staðurinn opnaði í desember 2021, en það var Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður, sem rak fyrirtækið. Benedikt Andrason og Kjartan Óli Guðmundsson höfðu verið með honum í rekstrinum, en sá fyrrnefndi hætti í fyrra og sá síðarnefndi í byrjun árs samkvæmt heimildum fréttastofu. Þegar staðurinn opnaði var greint frá því að hjónin Davíð Másson og Lilja Einarsdóttir og félagi þeirra Finnur Björn Harðarson væru bakhjarlar verkefnisins og helstu fjárfestar. Nebraska var bæði veitingastaður og fatavöruverslun. Guðmundur sagði í Íslandi í dag í apríl síðastliðnum að hann hefði gengið lengi með hugmyndina í maganum. „Fataverslun og tíska er svolítið stíft og mörgum finnst óþægilegt að koma inn í svona búðir. Þá verður allt afslappaðra þegar þú ert kominn með mat og vín, og eitthvað sem er hægt að tala um,“ sagði Guðmundur í Íslandi í dag. Í fatabúðinni mátti finna merkjavörur frá Heliot Emil, Suicoke og Racer Woldwide svo fátt eitt sé nefnt. Á veitingastaðnum var boðið upp á fjölbreyttan matseðil. Einnig var vínbar á Nebraska með gott úrval af veigum. „Nafnið er mjög tilviljanakennt, við fíluðum bara útlitið á nafninu Nebraska. Innblásturinn er kannski Bruce Springsteen platan Nebraska, hugmyndin kemur kannski svolítið þaðan. En þetta er ekki tilvísun í neitt sérstakt, þetta er bara flott nafn, eins og íslenskt orð líka, hart og flott,“ sagði Guðmundur um nafnavalið við Vísi um það leyti sem staðurinn opnaði 2021.
Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Ramsay snæddi á Nebraska og lenti í árekstri á Edition Stjörnukokkurinn og annálaði Íslandsvinurinn Gordon Ramsay er enn eina ferðina mættur hingað til lands. Þótt bókunum ferðamanna á gistingu hér á landi hafi farið fækkandi á milli ára þá missir Ramsay ekki úr Íslandsferð. 25. júlí 2024 12:36 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02
Ramsay snæddi á Nebraska og lenti í árekstri á Edition Stjörnukokkurinn og annálaði Íslandsvinurinn Gordon Ramsay er enn eina ferðina mættur hingað til lands. Þótt bókunum ferðamanna á gistingu hér á landi hafi farið fækkandi á milli ára þá missir Ramsay ekki úr Íslandsferð. 25. júlí 2024 12:36