Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2024 16:02 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra mun opna viðburðinn sem hefst í Norræna húsinu klukkan 16:30. Norræna húsið Norræna ráðherranefndin stendur fyrir viðburði í Norræna húsinu milli klukkan 16:30 og 18 í dag þar sem grænu umskiptin verða til umfjöllunar. Yfirskriftin er „Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi?“ en hæg verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. Í tilkynningu segir að grænu umskiptin séu á allra vörum og fá sem efast um mikilvægi þeirra í heimi sem einkennist af síversnandi afleiðingum loftslagsbreytinga. „En þó virðist lítið talað um hvernig samfélög okkar og daglegt líf geti í raun og veru litið út þegar grænu umskiptin hafa verið innleidd og ráðist hefur verið í þær breytingar sem nauðsynlegar eru til at samfélög rúmist innan þolmarka jarðarinnar. Þess í stað hverfist umræðan að miklu leiti um þær fórnir sem við þurfum að færa á vegferðinni í átt að loftslags- og umhverfisvænna lífi; t.d. fækka flugferðum, minnka kjötneyslu og jafnvel flytja í minni húsnæði. Mikil áhersla er einnig lögð á það hvort og hvernig tæknilausnir geti komið í veg fyrir þörfina á slíkum lífsstílsbreytingum og persónulegum fórnum – þó að ljóst sé að tæknilausnir einar og sér munu ekki skila nægum árangri í loftslagsmálum. Norræna ráðherranefndin heldur í ár röð viðburða, ásamt ýmsum samstarfsaðilum, víðsvegar um Norðurlönd þar sem áhersla er lögð á framtíðarsýn fyrir loftslagsvæn samfélög. Á viðburðunum eru ungir aðgerðarsinnar, sérfræðingar og valdhafar leidd saman og leitast er við að svara spurningum á borð við: „Hvernig lítur gott og umhverfisvænt líf út í framtíðinni – og hvernig komust við þangað?“. Slík samtöl hafa átt sér stað á Folkemødet í Danmörku, Arendalsuka í Noregi, Almedalsveckan í Svíþjóð, ReGeneration Week á Álandseyjum – og nú í aðdraganda COP29 er komið að Íslandi. Öllum þingflokkum hefur verið boðið að senda fulltrúa sinn á viðburðinn,“ segir í tilkynningu. Eftirfarandi flokkar hafa þegar tilkynnt um þátttöku. Píratar - Andrés Ingi Jónsson. Vinstri Græn - Finnur Ricart Andrason. Samfylkingin - Jóna Þórey Pétursdóttir. Framsókn - Halla Hrund Logadóttir Sósíalistar - Karl Héðinn Kristjánsson. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan, en fundurinn stendur milli 16:30 og 18:00. Dagskrá: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra opnar viðburðinn. Kynning á skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar „Nordic Visions of Climate Neutrality“ – Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis og auðindafræði við HÍ, Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, prófessor við verkfræðideild HR, og Hlynur Stefánsson, prófessor við verkfræðideild HR. Pallborðsumræður: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra Sóllilja Bjarnadóttir, doktorsnemi við félagfræði-, mannfræði og þjóðfræðideild HÍ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá BSRB Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs Fundarstjóri: Katrín Oddsdóttir Loftslagsmál Norðurlandaráð Umhverfismál Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira
Í tilkynningu segir að grænu umskiptin séu á allra vörum og fá sem efast um mikilvægi þeirra í heimi sem einkennist af síversnandi afleiðingum loftslagsbreytinga. „En þó virðist lítið talað um hvernig samfélög okkar og daglegt líf geti í raun og veru litið út þegar grænu umskiptin hafa verið innleidd og ráðist hefur verið í þær breytingar sem nauðsynlegar eru til at samfélög rúmist innan þolmarka jarðarinnar. Þess í stað hverfist umræðan að miklu leiti um þær fórnir sem við þurfum að færa á vegferðinni í átt að loftslags- og umhverfisvænna lífi; t.d. fækka flugferðum, minnka kjötneyslu og jafnvel flytja í minni húsnæði. Mikil áhersla er einnig lögð á það hvort og hvernig tæknilausnir geti komið í veg fyrir þörfina á slíkum lífsstílsbreytingum og persónulegum fórnum – þó að ljóst sé að tæknilausnir einar og sér munu ekki skila nægum árangri í loftslagsmálum. Norræna ráðherranefndin heldur í ár röð viðburða, ásamt ýmsum samstarfsaðilum, víðsvegar um Norðurlönd þar sem áhersla er lögð á framtíðarsýn fyrir loftslagsvæn samfélög. Á viðburðunum eru ungir aðgerðarsinnar, sérfræðingar og valdhafar leidd saman og leitast er við að svara spurningum á borð við: „Hvernig lítur gott og umhverfisvænt líf út í framtíðinni – og hvernig komust við þangað?“. Slík samtöl hafa átt sér stað á Folkemødet í Danmörku, Arendalsuka í Noregi, Almedalsveckan í Svíþjóð, ReGeneration Week á Álandseyjum – og nú í aðdraganda COP29 er komið að Íslandi. Öllum þingflokkum hefur verið boðið að senda fulltrúa sinn á viðburðinn,“ segir í tilkynningu. Eftirfarandi flokkar hafa þegar tilkynnt um þátttöku. Píratar - Andrés Ingi Jónsson. Vinstri Græn - Finnur Ricart Andrason. Samfylkingin - Jóna Þórey Pétursdóttir. Framsókn - Halla Hrund Logadóttir Sósíalistar - Karl Héðinn Kristjánsson. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan, en fundurinn stendur milli 16:30 og 18:00. Dagskrá: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra opnar viðburðinn. Kynning á skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar „Nordic Visions of Climate Neutrality“ – Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis og auðindafræði við HÍ, Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, prófessor við verkfræðideild HR, og Hlynur Stefánsson, prófessor við verkfræðideild HR. Pallborðsumræður: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra Sóllilja Bjarnadóttir, doktorsnemi við félagfræði-, mannfræði og þjóðfræðideild HÍ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá BSRB Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs Fundarstjóri: Katrín Oddsdóttir
Loftslagsmál Norðurlandaráð Umhverfismál Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira