Donald Trump forseti á nýjan leik Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2024 07:17 Donald Trump með Melaniu eiginkonu sinni og Barron syni þeirra á sviði í Flórída. AP/Alex Brandon Donald Trump verður að öllum líkindum aftur forseti Bandaríkjanna. Fjölmiðlar vestanhafs hafa lýst yfir sigri hans í sveifluríkinu Pennsylvaníu og þar með í forsetakosningunum öllum. Án sigurs í Pennsylvaínu á Kamala Harris ekki leið til að tryggja sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að vinna í kosningunum. Trump verður því 47. forseti Bandaríkjanna, til viðbótar við að hafa verið 45. forsetinn. Hann er 78 ára gamall og mun því væntanlega slá aldursmet Joes Biden, sem er nú elsti forseti Bandaríkjanna. Þegar þetta er skrifað er ekki búið að lýsa yfir sigurvegara í Alaska en það verður að öllum líkindum Trump og þá verður hann kominn yfir 270 kjörmenn. Fox News er þó enn sem komið er eini miðilinn vestanhafs sem hefur lýst yfir sigri Trumps í kosningunum öllum. Þá er einnig útlit fyrir að Trump muni fá fleiri atkvæði en Harris á landsvísu, sem er í fyrsta sinn. Árið 2016, þegar hann sigraði Hillary Clinton, fékk hann færri atkvæði en hún. Trump mun taka við völdum af Joe Biden þann 21. janúar næstkomandi. Þá verður hann annar forsetinn til þess að gegna embættinu í tvígang, það er að segja án þess að sitja tvö kjörtímabil í röð. Hinn var demókratinn Grover Cleveland sem var Bandaríkjaforseti fyrst 1885 til 1889 og svo aftur 1893 til 1897. Cleveland var 22. og 24. forseti Bandaríkjanna. Þá er Trump fyrsti maðurinn sem dæmdur hefur verið fyrir glæp sem kosinn er forseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni í Flórída, þar sem hann lýsti yfir sigri sagðist Trump ætla að gera Bandaríkin betri en þau hafa nokkurn tímann verið áður. Enn óljóst með fulltrúadeildina Repúblikanar hafa eining tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Enn er óljóst hvernig staðan verður í fulltrúadeildinni á næsta kjörtímabili en sérfræðingum þykir líklegast að sama hvor flokkurinn nái meirihluta þar, verði sá meirihluti tiltölulega lítill. Sjá einnig: Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Takist Repúblikönum að ná meirihluta í fulltrúadeildinni er fátt sem getur staðið í vegi Trumps næstu tvö árin, að minnsta kosti. Nái Demókratar meirihluta munu þeir geta staðið í vegi Trumps þegar kemur að lagasetningu og þar að auki stýriri fulltrúadeildin fjárlögum Bandaríkjanna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Joe Biden Tengdar fréttir Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Mikil gleði hefur verið við völd á kosningavökum stuðningsmanna Donalds Trump og Repúblikana víða um Bandaríkin í nótt. 6. nóvember 2024 07:07 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar liðið hefur á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjanna, þar sem Demókratar hafa verið með nauman meirihluta undanfarin fjögur ár. Ljóst er að Repúblikanar hafa tryggt sér að minnsta kosti 51 sæti af hundrað. 6. nóvember 2024 06:29 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Trump verður því 47. forseti Bandaríkjanna, til viðbótar við að hafa verið 45. forsetinn. Hann er 78 ára gamall og mun því væntanlega slá aldursmet Joes Biden, sem er nú elsti forseti Bandaríkjanna. Þegar þetta er skrifað er ekki búið að lýsa yfir sigurvegara í Alaska en það verður að öllum líkindum Trump og þá verður hann kominn yfir 270 kjörmenn. Fox News er þó enn sem komið er eini miðilinn vestanhafs sem hefur lýst yfir sigri Trumps í kosningunum öllum. Þá er einnig útlit fyrir að Trump muni fá fleiri atkvæði en Harris á landsvísu, sem er í fyrsta sinn. Árið 2016, þegar hann sigraði Hillary Clinton, fékk hann færri atkvæði en hún. Trump mun taka við völdum af Joe Biden þann 21. janúar næstkomandi. Þá verður hann annar forsetinn til þess að gegna embættinu í tvígang, það er að segja án þess að sitja tvö kjörtímabil í röð. Hinn var demókratinn Grover Cleveland sem var Bandaríkjaforseti fyrst 1885 til 1889 og svo aftur 1893 til 1897. Cleveland var 22. og 24. forseti Bandaríkjanna. Þá er Trump fyrsti maðurinn sem dæmdur hefur verið fyrir glæp sem kosinn er forseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni í Flórída, þar sem hann lýsti yfir sigri sagðist Trump ætla að gera Bandaríkin betri en þau hafa nokkurn tímann verið áður. Enn óljóst með fulltrúadeildina Repúblikanar hafa eining tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Enn er óljóst hvernig staðan verður í fulltrúadeildinni á næsta kjörtímabili en sérfræðingum þykir líklegast að sama hvor flokkurinn nái meirihluta þar, verði sá meirihluti tiltölulega lítill. Sjá einnig: Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Takist Repúblikönum að ná meirihluta í fulltrúadeildinni er fátt sem getur staðið í vegi Trumps næstu tvö árin, að minnsta kosti. Nái Demókratar meirihluta munu þeir geta staðið í vegi Trumps þegar kemur að lagasetningu og þar að auki stýriri fulltrúadeildin fjárlögum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Joe Biden Tengdar fréttir Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Mikil gleði hefur verið við völd á kosningavökum stuðningsmanna Donalds Trump og Repúblikana víða um Bandaríkin í nótt. 6. nóvember 2024 07:07 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar liðið hefur á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjanna, þar sem Demókratar hafa verið með nauman meirihluta undanfarin fjögur ár. Ljóst er að Repúblikanar hafa tryggt sér að minnsta kosti 51 sæti af hundrað. 6. nóvember 2024 06:29 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Mikil gleði hefur verið við völd á kosningavökum stuðningsmanna Donalds Trump og Repúblikana víða um Bandaríkin í nótt. 6. nóvember 2024 07:07
Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar liðið hefur á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52
Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjanna, þar sem Demókratar hafa verið með nauman meirihluta undanfarin fjögur ár. Ljóst er að Repúblikanar hafa tryggt sér að minnsta kosti 51 sæti af hundrað. 6. nóvember 2024 06:29