Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2024 22:14 Steinar Björnsson (t.v.) og Einar B. Árnason fylgjast spenntir með úrslitum kosninganna skammt frá Trump sjálfum. Aðsend Félagarnir Steinar Björnsson og Einar B. Árnason eru staddir þessa stundina úti í Flórída til að styðja sinn mann til sigurs í yfirstandandi kosningum þarutan. Þeir telja fámennan en að þeirra sögn dyggan hóp íslenskra stuðningsmanna Donalds Trumps. Steinar Björnsson er fjárfestir að atvinnu en vann þar áður stærstan hluta starfsævinnar í ferðaþjónustu. Hann var með í að koma fyrirtækinu Arctic Adventures á legg. Nú er hann þó sjálfur ferðamaður í vesturheimi og var nýbúinn að innrita sig á Trump National Doral, hótel og golfparadís, þegar blaðamaður sló á þráðinn. Það að hótel þeirra félaga beri nafn forsetans fyrrverandi er ekki tilviljun. „Við ákváðum að fara út í kosningaferð og smá frí. Við flugum til Orlandó og ákváðum að skoða vesturströndina. Við fórum út fyrsta og fórum til Tampa. Svo keyrðum við niður vesturströndina. Við fórum að skoða krókódíla og allt það. Náttúrlega alltaf með rauðu Trump-derhúfuna,“ segir Steinar. „Góð stemning fyrir Trömparanum“ Hann segir kanann hafa tekið vel á móti sér. Hann skarti hinni alræmdu rauðu derhúfu með einkennisorðum Trumps: „Make America Great Again,“ hvert sem hann fari og það vinni honum inn mörg stig meðal innfæddra. Þrátt fyrir að Flórída sé ekki höfuðvígi Repúblikanaflokksins hafa kjörmenn þess alltaf greitt atkvæði með Donaldi Trump. „Ef maður er með húfuna eru allir bara: „Ég vona að við tökum þetta! Geggjuð húfa!“ Það er alveg sama hver þetta er, þjónar á hótelunum eða hver sem er. Það er mjög góð stemning hérna fyrir Trömparanum,“ segir Steinar Trump-varningur hefur slegið í gegn hjá félögunum. Greiða með nafni Trumps vantar á myndina.Aðsend Hann er mikill aðdáandi Trumps og hans stefnumála, segir það gleymast að Trump hafi þegar gegnt embættinu í fjögur ár og náð miklum árangri. Meðal þess sem Steinari líkar vel í fari Trumps segir hann til dæmis vera stefnu hans í efnahagsmálum. Hann segir Trump einnig vera friðelskandi forseta sem hafi ekki dregið Bandaríkin í neitt stríð á forsetatíð sinni. Þá segir hann Trump einnig hafa þurft að sæta stöðugum ólögmætum ákærum af hendi demókrata sem hann telur eiga sér pólitíska hvata. Kosningavaka á Trump-hótelinu Steinar og Einar segjast munu verja nóttinni á hóteli þeirra sem ber nafn Trumps þar sem efnt hefur verið til sérstakrar kosningavöku. Stærðarskjá hefur verið komið upp og rýmið skreytt með blöðrum og borðum. Trump sjálfur heldur sína kosningavöku með sínum ríkustu og dyggustu stuðningsmönnum í Mar-a-Lago. Móttaka hótelsins hefur verið skreytt í tilefni dagsins.Aðsend Steinar spáir því að Trump muni ekki bara hrósa sigri í forsetakosningunum heldur einnig að Repúblikanaflokkurinn hreppi meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kosið er til þings í fleiri ríkjum samhliða forsetakosningunum. „Þá verður veisla,“ segir Steinar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sjá meira
Steinar Björnsson er fjárfestir að atvinnu en vann þar áður stærstan hluta starfsævinnar í ferðaþjónustu. Hann var með í að koma fyrirtækinu Arctic Adventures á legg. Nú er hann þó sjálfur ferðamaður í vesturheimi og var nýbúinn að innrita sig á Trump National Doral, hótel og golfparadís, þegar blaðamaður sló á þráðinn. Það að hótel þeirra félaga beri nafn forsetans fyrrverandi er ekki tilviljun. „Við ákváðum að fara út í kosningaferð og smá frí. Við flugum til Orlandó og ákváðum að skoða vesturströndina. Við fórum út fyrsta og fórum til Tampa. Svo keyrðum við niður vesturströndina. Við fórum að skoða krókódíla og allt það. Náttúrlega alltaf með rauðu Trump-derhúfuna,“ segir Steinar. „Góð stemning fyrir Trömparanum“ Hann segir kanann hafa tekið vel á móti sér. Hann skarti hinni alræmdu rauðu derhúfu með einkennisorðum Trumps: „Make America Great Again,“ hvert sem hann fari og það vinni honum inn mörg stig meðal innfæddra. Þrátt fyrir að Flórída sé ekki höfuðvígi Repúblikanaflokksins hafa kjörmenn þess alltaf greitt atkvæði með Donaldi Trump. „Ef maður er með húfuna eru allir bara: „Ég vona að við tökum þetta! Geggjuð húfa!“ Það er alveg sama hver þetta er, þjónar á hótelunum eða hver sem er. Það er mjög góð stemning hérna fyrir Trömparanum,“ segir Steinar Trump-varningur hefur slegið í gegn hjá félögunum. Greiða með nafni Trumps vantar á myndina.Aðsend Hann er mikill aðdáandi Trumps og hans stefnumála, segir það gleymast að Trump hafi þegar gegnt embættinu í fjögur ár og náð miklum árangri. Meðal þess sem Steinari líkar vel í fari Trumps segir hann til dæmis vera stefnu hans í efnahagsmálum. Hann segir Trump einnig vera friðelskandi forseta sem hafi ekki dregið Bandaríkin í neitt stríð á forsetatíð sinni. Þá segir hann Trump einnig hafa þurft að sæta stöðugum ólögmætum ákærum af hendi demókrata sem hann telur eiga sér pólitíska hvata. Kosningavaka á Trump-hótelinu Steinar og Einar segjast munu verja nóttinni á hóteli þeirra sem ber nafn Trumps þar sem efnt hefur verið til sérstakrar kosningavöku. Stærðarskjá hefur verið komið upp og rýmið skreytt með blöðrum og borðum. Trump sjálfur heldur sína kosningavöku með sínum ríkustu og dyggustu stuðningsmönnum í Mar-a-Lago. Móttaka hótelsins hefur verið skreytt í tilefni dagsins.Aðsend Steinar spáir því að Trump muni ekki bara hrósa sigri í forsetakosningunum heldur einnig að Repúblikanaflokkurinn hreppi meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kosið er til þings í fleiri ríkjum samhliða forsetakosningunum. „Þá verður veisla,“ segir Steinar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sjá meira