Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2024 22:14 Steinar Björnsson (t.v.) og Einar B. Árnason fylgjast spenntir með úrslitum kosninganna skammt frá Trump sjálfum. Aðsend Félagarnir Steinar Björnsson og Einar B. Árnason eru staddir þessa stundina úti í Flórída til að styðja sinn mann til sigurs í yfirstandandi kosningum þarutan. Þeir telja fámennan en að þeirra sögn dyggan hóp íslenskra stuðningsmanna Donalds Trumps. Steinar Björnsson er fjárfestir að atvinnu en vann þar áður stærstan hluta starfsævinnar í ferðaþjónustu. Hann var með í að koma fyrirtækinu Arctic Adventures á legg. Nú er hann þó sjálfur ferðamaður í vesturheimi og var nýbúinn að innrita sig á Trump National Doral, hótel og golfparadís, þegar blaðamaður sló á þráðinn. Það að hótel þeirra félaga beri nafn forsetans fyrrverandi er ekki tilviljun. „Við ákváðum að fara út í kosningaferð og smá frí. Við flugum til Orlandó og ákváðum að skoða vesturströndina. Við fórum út fyrsta og fórum til Tampa. Svo keyrðum við niður vesturströndina. Við fórum að skoða krókódíla og allt það. Náttúrlega alltaf með rauðu Trump-derhúfuna,“ segir Steinar. „Góð stemning fyrir Trömparanum“ Hann segir kanann hafa tekið vel á móti sér. Hann skarti hinni alræmdu rauðu derhúfu með einkennisorðum Trumps: „Make America Great Again,“ hvert sem hann fari og það vinni honum inn mörg stig meðal innfæddra. Þrátt fyrir að Flórída sé ekki höfuðvígi Repúblikanaflokksins hafa kjörmenn þess alltaf greitt atkvæði með Donaldi Trump. „Ef maður er með húfuna eru allir bara: „Ég vona að við tökum þetta! Geggjuð húfa!“ Það er alveg sama hver þetta er, þjónar á hótelunum eða hver sem er. Það er mjög góð stemning hérna fyrir Trömparanum,“ segir Steinar Trump-varningur hefur slegið í gegn hjá félögunum. Greiða með nafni Trumps vantar á myndina.Aðsend Hann er mikill aðdáandi Trumps og hans stefnumála, segir það gleymast að Trump hafi þegar gegnt embættinu í fjögur ár og náð miklum árangri. Meðal þess sem Steinari líkar vel í fari Trumps segir hann til dæmis vera stefnu hans í efnahagsmálum. Hann segir Trump einnig vera friðelskandi forseta sem hafi ekki dregið Bandaríkin í neitt stríð á forsetatíð sinni. Þá segir hann Trump einnig hafa þurft að sæta stöðugum ólögmætum ákærum af hendi demókrata sem hann telur eiga sér pólitíska hvata. Kosningavaka á Trump-hótelinu Steinar og Einar segjast munu verja nóttinni á hóteli þeirra sem ber nafn Trumps þar sem efnt hefur verið til sérstakrar kosningavöku. Stærðarskjá hefur verið komið upp og rýmið skreytt með blöðrum og borðum. Trump sjálfur heldur sína kosningavöku með sínum ríkustu og dyggustu stuðningsmönnum í Mar-a-Lago. Móttaka hótelsins hefur verið skreytt í tilefni dagsins.Aðsend Steinar spáir því að Trump muni ekki bara hrósa sigri í forsetakosningunum heldur einnig að Repúblikanaflokkurinn hreppi meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kosið er til þings í fleiri ríkjum samhliða forsetakosningunum. „Þá verður veisla,“ segir Steinar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Steinar Björnsson er fjárfestir að atvinnu en vann þar áður stærstan hluta starfsævinnar í ferðaþjónustu. Hann var með í að koma fyrirtækinu Arctic Adventures á legg. Nú er hann þó sjálfur ferðamaður í vesturheimi og var nýbúinn að innrita sig á Trump National Doral, hótel og golfparadís, þegar blaðamaður sló á þráðinn. Það að hótel þeirra félaga beri nafn forsetans fyrrverandi er ekki tilviljun. „Við ákváðum að fara út í kosningaferð og smá frí. Við flugum til Orlandó og ákváðum að skoða vesturströndina. Við fórum út fyrsta og fórum til Tampa. Svo keyrðum við niður vesturströndina. Við fórum að skoða krókódíla og allt það. Náttúrlega alltaf með rauðu Trump-derhúfuna,“ segir Steinar. „Góð stemning fyrir Trömparanum“ Hann segir kanann hafa tekið vel á móti sér. Hann skarti hinni alræmdu rauðu derhúfu með einkennisorðum Trumps: „Make America Great Again,“ hvert sem hann fari og það vinni honum inn mörg stig meðal innfæddra. Þrátt fyrir að Flórída sé ekki höfuðvígi Repúblikanaflokksins hafa kjörmenn þess alltaf greitt atkvæði með Donaldi Trump. „Ef maður er með húfuna eru allir bara: „Ég vona að við tökum þetta! Geggjuð húfa!“ Það er alveg sama hver þetta er, þjónar á hótelunum eða hver sem er. Það er mjög góð stemning hérna fyrir Trömparanum,“ segir Steinar Trump-varningur hefur slegið í gegn hjá félögunum. Greiða með nafni Trumps vantar á myndina.Aðsend Hann er mikill aðdáandi Trumps og hans stefnumála, segir það gleymast að Trump hafi þegar gegnt embættinu í fjögur ár og náð miklum árangri. Meðal þess sem Steinari líkar vel í fari Trumps segir hann til dæmis vera stefnu hans í efnahagsmálum. Hann segir Trump einnig vera friðelskandi forseta sem hafi ekki dregið Bandaríkin í neitt stríð á forsetatíð sinni. Þá segir hann Trump einnig hafa þurft að sæta stöðugum ólögmætum ákærum af hendi demókrata sem hann telur eiga sér pólitíska hvata. Kosningavaka á Trump-hótelinu Steinar og Einar segjast munu verja nóttinni á hóteli þeirra sem ber nafn Trumps þar sem efnt hefur verið til sérstakrar kosningavöku. Stærðarskjá hefur verið komið upp og rýmið skreytt með blöðrum og borðum. Trump sjálfur heldur sína kosningavöku með sínum ríkustu og dyggustu stuðningsmönnum í Mar-a-Lago. Móttaka hótelsins hefur verið skreytt í tilefni dagsins.Aðsend Steinar spáir því að Trump muni ekki bara hrósa sigri í forsetakosningunum heldur einnig að Repúblikanaflokkurinn hreppi meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kosið er til þings í fleiri ríkjum samhliða forsetakosningunum. „Þá verður veisla,“ segir Steinar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira