Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 21:32 Gakktu hægt um gleðinnar dyr, batnandi manni er best að lifa, allt er best þegar þrennt er, en hvað með sorgina? Hvaða verkferli fer í gang við missi. Lögreglan fylgir verkferlum, hjúkrunarfræðingar og öll heilbrigðisstéttin gera það líka, en hvaða verkferlum á fjölskylda að fylgja? Hvaða verkferli fer í gang við missi. Glæðing vonar? Fjölskylda fær ekki leiðbeiningar, heyra fréttir í útvarpi og sjónvarpi. Glæðing vonleysis. Fjölskylda hefur samband við Rauða krossinn, biðja um áfallahjálp, en hvað með þær fjölskyldur sem vita ekki hvert á að leita? Eins og bæn en enginn er að hlusta, búðarferð en búðin er tóm, hringja í 1717 en enginn svarar í símann. Sem hjúkrunarfræðingur ert þú málsvari skjólstæðinga þinna, eru fjölmiðlar málsvari almennings? Er ég sem hjúkrunarfræðinemi málsvari minnar fjölskyldu? Eru þau skjólstæðingar mínir? Hver er málsvari ömmu og afa, mömmu og pabba, systkina og frændfólks. Hvert á að leita. Glæðing vonar eða glæðing vonleysis. Erum við í alvörunni öll hedónistar? Ég átti samtal við frábæran lækni. Hann sagði að öll þau fallegustu listaverk verða til þegar hægt er að nota sorgina. Kannski er ég að gera það núna. Reiði, sorg, gleði, hlátur, vonleysi. Er þetta mitt verkferli? Ég veit um eina manneskju sem var glæðing vonar. Allir hafa sín bjargráð, en hvernig á að hjálpa fjölskyldu. Ég hlusta á fólkið mitt, eins og að hlusta á tónlist, er það nóg? Við fórum á leiksýningu árið 2006 eða 2007 í Þjóðleikhúsinu, Sitji guðs englar. Erum við þar? Þegar fjölskyldan umkringdi útvarpið eins og ástvin. Ég var 5 eða 6 ára, en ég gleymi þessari leiksýningu aldrei. Lykillinn að lausninni er fjölskyldan, sama hvernig hún er samsett. Ég veit ekki mikið, en ég veit nóg. Kannski er það allt í lagi. Era-t maður alls vesall, þátt hann sé illa heill: Sumur er af sonum sæll, sumur af frændum, sumur af fé ærnu, sumur af verkum vel. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. Höfundur er nemandi við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Gakktu hægt um gleðinnar dyr, batnandi manni er best að lifa, allt er best þegar þrennt er, en hvað með sorgina? Hvaða verkferli fer í gang við missi. Lögreglan fylgir verkferlum, hjúkrunarfræðingar og öll heilbrigðisstéttin gera það líka, en hvaða verkferlum á fjölskylda að fylgja? Hvaða verkferli fer í gang við missi. Glæðing vonar? Fjölskylda fær ekki leiðbeiningar, heyra fréttir í útvarpi og sjónvarpi. Glæðing vonleysis. Fjölskylda hefur samband við Rauða krossinn, biðja um áfallahjálp, en hvað með þær fjölskyldur sem vita ekki hvert á að leita? Eins og bæn en enginn er að hlusta, búðarferð en búðin er tóm, hringja í 1717 en enginn svarar í símann. Sem hjúkrunarfræðingur ert þú málsvari skjólstæðinga þinna, eru fjölmiðlar málsvari almennings? Er ég sem hjúkrunarfræðinemi málsvari minnar fjölskyldu? Eru þau skjólstæðingar mínir? Hver er málsvari ömmu og afa, mömmu og pabba, systkina og frændfólks. Hvert á að leita. Glæðing vonar eða glæðing vonleysis. Erum við í alvörunni öll hedónistar? Ég átti samtal við frábæran lækni. Hann sagði að öll þau fallegustu listaverk verða til þegar hægt er að nota sorgina. Kannski er ég að gera það núna. Reiði, sorg, gleði, hlátur, vonleysi. Er þetta mitt verkferli? Ég veit um eina manneskju sem var glæðing vonar. Allir hafa sín bjargráð, en hvernig á að hjálpa fjölskyldu. Ég hlusta á fólkið mitt, eins og að hlusta á tónlist, er það nóg? Við fórum á leiksýningu árið 2006 eða 2007 í Þjóðleikhúsinu, Sitji guðs englar. Erum við þar? Þegar fjölskyldan umkringdi útvarpið eins og ástvin. Ég var 5 eða 6 ára, en ég gleymi þessari leiksýningu aldrei. Lykillinn að lausninni er fjölskyldan, sama hvernig hún er samsett. Ég veit ekki mikið, en ég veit nóg. Kannski er það allt í lagi. Era-t maður alls vesall, þátt hann sé illa heill: Sumur er af sonum sæll, sumur af frændum, sumur af fé ærnu, sumur af verkum vel. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. Höfundur er nemandi við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar