Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Jakob Bjarnar skrifar 5. nóvember 2024 14:45 Æskuvinkonurnar Halldóra Geirharðs og Steinunn Ólína eru að hefja nýtt hlaðvarp og er fyrsti þátturinn kominn í loftið. aðsend „Við erum náttúrlega komnar á þann aldur að við verðum að vera í tiltekt, innri sem ytri, á bókaskápnum sem er spegill sálarinnar,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og nú hlaðvarpsstjórnandi. Þær æskuvinkonur og stórleikkonur, Steinunn Ólína og Halldóra Geirharðsdóttir, hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum í sundur. Og nú kynna þær nýtt hlaðvarp. Fyrsti þátturinn er kominn í loftið. Þær eru nú á miðjum aldri og tiltektin felst í því að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu. Þær ætla sem sagt að gera rassíu í bókaskápunum sínum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl. Í hverjum þætti mætum við með eina bók úr sitthvorum bókaskápnum og velta því fyrir sér hvort þær vilji eigum eiga bókina eða brenna hana. „Við höfum þekkst frá því við vorum níu eða ellefu ára. Þetta verður ekki tengt líðandi stundu heldur farið um víðan völl og látum gamminn geisa,“ segir Steinunn. Halldóra segir að þær séu náttúrlega bókaflokkur, út af fyrir sig. „Ég er ævintýrabókaflokkur.“ Steinunn Ólína segist ekki vita hvers konar bókaflokkur hún er. „Ég held að þú sért ekki flokkur heldur samtíningur. Bókasafn sem er að berjast við að vera ekki bókasafnsvörður. Ég er meira svona, tjahh, ég veit oft ekki hvað er í hillunum hjá mér og er full tilhlökkunar að skoða þær.“ Mynd frá því þær Dóra og Steina voru ungar og ábyrgðarlausar. Á öllu þessu verður tekið, að hætti hússins, í nýju hlaðvarpi.aðstend Steinunn Ólína segir að þetta með manneskjuna sé verkefni í þróun: „Hvernig við höfum breyst frá því að við vorum ungar konur. Bókaskápurinn okkar ber þess merki. Smekkurinn hefur stundum þroskast og tilbúnar í að breytast. Við höfum verið á andlegu ferðalagi.“ Halldóra grípur eina skruddu og veltir því fyrir sér hvort hún eigi að henda henni eða ekki. Þær geta ekki verið vissar. Steinunn Ólína heldur því fram að Halldóra sé miklu andlegri en hún sjálf, og spyrji spáspil og pendúl en sjálf hallar hún sér aftur meðan á því stendur. „Eins og maðurinn í Löðri. En þetta er fyrir miðaldra fólk á öllum aldrei,“ segja þær báðar í einu. Hlaðvörp Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira
Þær æskuvinkonur og stórleikkonur, Steinunn Ólína og Halldóra Geirharðsdóttir, hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum í sundur. Og nú kynna þær nýtt hlaðvarp. Fyrsti þátturinn er kominn í loftið. Þær eru nú á miðjum aldri og tiltektin felst í því að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu. Þær ætla sem sagt að gera rassíu í bókaskápunum sínum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl. Í hverjum þætti mætum við með eina bók úr sitthvorum bókaskápnum og velta því fyrir sér hvort þær vilji eigum eiga bókina eða brenna hana. „Við höfum þekkst frá því við vorum níu eða ellefu ára. Þetta verður ekki tengt líðandi stundu heldur farið um víðan völl og látum gamminn geisa,“ segir Steinunn. Halldóra segir að þær séu náttúrlega bókaflokkur, út af fyrir sig. „Ég er ævintýrabókaflokkur.“ Steinunn Ólína segist ekki vita hvers konar bókaflokkur hún er. „Ég held að þú sért ekki flokkur heldur samtíningur. Bókasafn sem er að berjast við að vera ekki bókasafnsvörður. Ég er meira svona, tjahh, ég veit oft ekki hvað er í hillunum hjá mér og er full tilhlökkunar að skoða þær.“ Mynd frá því þær Dóra og Steina voru ungar og ábyrgðarlausar. Á öllu þessu verður tekið, að hætti hússins, í nýju hlaðvarpi.aðstend Steinunn Ólína segir að þetta með manneskjuna sé verkefni í þróun: „Hvernig við höfum breyst frá því að við vorum ungar konur. Bókaskápurinn okkar ber þess merki. Smekkurinn hefur stundum þroskast og tilbúnar í að breytast. Við höfum verið á andlegu ferðalagi.“ Halldóra grípur eina skruddu og veltir því fyrir sér hvort hún eigi að henda henni eða ekki. Þær geta ekki verið vissar. Steinunn Ólína heldur því fram að Halldóra sé miklu andlegri en hún sjálf, og spyrji spáspil og pendúl en sjálf hallar hún sér aftur meðan á því stendur. „Eins og maðurinn í Löðri. En þetta er fyrir miðaldra fólk á öllum aldrei,“ segja þær báðar í einu.
Hlaðvörp Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira