Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 18:03 Frank Lampard var síðast á hliðarlínunni sem stjóri Chelsea, tímabundið vorið 2023. Getty/Jonathan Moscrop Eftir aðeins einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum, og 3-2 tap gegn Verona um helgina, er útlit fyrir að ítalska knattspyrnufélagið Roma skipti um þjálfara í annað sinn á leiktíðinni. Króatinn Ivan Juric tók við Roma um miðjan september, eftir að Daniele De Rossi var rekinn en De Rossi hafði tekið við liðinu í janúar síðastliðnum eftir brottrekstur José Mourinho. Undir stjórn Juric hefur gengið ekki skánað nægilega mikið og Roma er núna í 11. sæti af tuttugu liðum ítölsku A-deildarinnar. Juric er þó enn þjálfari Roma en hinir bandarísku eigendur félagsins eru sagðir byrjaðir að skoða aðra möguleika. La Gazzetta dello Sport segir að á meðal þeirra kosta sem Roma sé að skoða sé Frank Lampard, sem rekinn var frá Everton í janúar 2023 eftir að hafa stýrt liðinu í tæpt ár. 🚨🟡🔴 Frank #Lampard is one of the candidates to take over as the new head coach of AS Roma – confirmed ✔️Lampard could replace Ivan Juric if the 49y/o, who is currently under heavy criticism, would be dismissed. First call: Gazzetta dello Sport.@SkySportDE 🏴 pic.twitter.com/GznXBJhpYz— Florian Plettenberg (@Plettigoal) November 4, 2024 Lampard hefur verið án starfs síðan í maí í fyrra þegar hann stýrði Chelsea í skamman tíma eftir brottrekstur Grahams Potter. Hann stýrði áður Chelsea á árunum 2019-2021 eftir að hafa byrjað stjóraferilinn vel hjá Derby. Paulo Sousa er þó sagður líklegasti kandídatinn. Portúgalinn stýrir í dag Shabab Al Ahli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en var áður hjá Salernitana á Ítalíu og hefur einnig stýrt þar Fiorentina á árunum 2015-2017. Roma þyrfti hins vegar að greiða ákveðna upphæð til að leysa Sousa undan samningi. Roberto Mancini og Claudio Ranieri eru einnig nefndir sem mögulegir kostir en Ranieri hefur tvívegis áður verið ráðinn þjálfari Roma. Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Króatinn Ivan Juric tók við Roma um miðjan september, eftir að Daniele De Rossi var rekinn en De Rossi hafði tekið við liðinu í janúar síðastliðnum eftir brottrekstur José Mourinho. Undir stjórn Juric hefur gengið ekki skánað nægilega mikið og Roma er núna í 11. sæti af tuttugu liðum ítölsku A-deildarinnar. Juric er þó enn þjálfari Roma en hinir bandarísku eigendur félagsins eru sagðir byrjaðir að skoða aðra möguleika. La Gazzetta dello Sport segir að á meðal þeirra kosta sem Roma sé að skoða sé Frank Lampard, sem rekinn var frá Everton í janúar 2023 eftir að hafa stýrt liðinu í tæpt ár. 🚨🟡🔴 Frank #Lampard is one of the candidates to take over as the new head coach of AS Roma – confirmed ✔️Lampard could replace Ivan Juric if the 49y/o, who is currently under heavy criticism, would be dismissed. First call: Gazzetta dello Sport.@SkySportDE 🏴 pic.twitter.com/GznXBJhpYz— Florian Plettenberg (@Plettigoal) November 4, 2024 Lampard hefur verið án starfs síðan í maí í fyrra þegar hann stýrði Chelsea í skamman tíma eftir brottrekstur Grahams Potter. Hann stýrði áður Chelsea á árunum 2019-2021 eftir að hafa byrjað stjóraferilinn vel hjá Derby. Paulo Sousa er þó sagður líklegasti kandídatinn. Portúgalinn stýrir í dag Shabab Al Ahli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en var áður hjá Salernitana á Ítalíu og hefur einnig stýrt þar Fiorentina á árunum 2015-2017. Roma þyrfti hins vegar að greiða ákveðna upphæð til að leysa Sousa undan samningi. Roberto Mancini og Claudio Ranieri eru einnig nefndir sem mögulegir kostir en Ranieri hefur tvívegis áður verið ráðinn þjálfari Roma.
Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira