Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 18:03 Frank Lampard var síðast á hliðarlínunni sem stjóri Chelsea, tímabundið vorið 2023. Getty/Jonathan Moscrop Eftir aðeins einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum, og 3-2 tap gegn Verona um helgina, er útlit fyrir að ítalska knattspyrnufélagið Roma skipti um þjálfara í annað sinn á leiktíðinni. Króatinn Ivan Juric tók við Roma um miðjan september, eftir að Daniele De Rossi var rekinn en De Rossi hafði tekið við liðinu í janúar síðastliðnum eftir brottrekstur José Mourinho. Undir stjórn Juric hefur gengið ekki skánað nægilega mikið og Roma er núna í 11. sæti af tuttugu liðum ítölsku A-deildarinnar. Juric er þó enn þjálfari Roma en hinir bandarísku eigendur félagsins eru sagðir byrjaðir að skoða aðra möguleika. La Gazzetta dello Sport segir að á meðal þeirra kosta sem Roma sé að skoða sé Frank Lampard, sem rekinn var frá Everton í janúar 2023 eftir að hafa stýrt liðinu í tæpt ár. 🚨🟡🔴 Frank #Lampard is one of the candidates to take over as the new head coach of AS Roma – confirmed ✔️Lampard could replace Ivan Juric if the 49y/o, who is currently under heavy criticism, would be dismissed. First call: Gazzetta dello Sport.@SkySportDE 🏴 pic.twitter.com/GznXBJhpYz— Florian Plettenberg (@Plettigoal) November 4, 2024 Lampard hefur verið án starfs síðan í maí í fyrra þegar hann stýrði Chelsea í skamman tíma eftir brottrekstur Grahams Potter. Hann stýrði áður Chelsea á árunum 2019-2021 eftir að hafa byrjað stjóraferilinn vel hjá Derby. Paulo Sousa er þó sagður líklegasti kandídatinn. Portúgalinn stýrir í dag Shabab Al Ahli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en var áður hjá Salernitana á Ítalíu og hefur einnig stýrt þar Fiorentina á árunum 2015-2017. Roma þyrfti hins vegar að greiða ákveðna upphæð til að leysa Sousa undan samningi. Roberto Mancini og Claudio Ranieri eru einnig nefndir sem mögulegir kostir en Ranieri hefur tvívegis áður verið ráðinn þjálfari Roma. Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Króatinn Ivan Juric tók við Roma um miðjan september, eftir að Daniele De Rossi var rekinn en De Rossi hafði tekið við liðinu í janúar síðastliðnum eftir brottrekstur José Mourinho. Undir stjórn Juric hefur gengið ekki skánað nægilega mikið og Roma er núna í 11. sæti af tuttugu liðum ítölsku A-deildarinnar. Juric er þó enn þjálfari Roma en hinir bandarísku eigendur félagsins eru sagðir byrjaðir að skoða aðra möguleika. La Gazzetta dello Sport segir að á meðal þeirra kosta sem Roma sé að skoða sé Frank Lampard, sem rekinn var frá Everton í janúar 2023 eftir að hafa stýrt liðinu í tæpt ár. 🚨🟡🔴 Frank #Lampard is one of the candidates to take over as the new head coach of AS Roma – confirmed ✔️Lampard could replace Ivan Juric if the 49y/o, who is currently under heavy criticism, would be dismissed. First call: Gazzetta dello Sport.@SkySportDE 🏴 pic.twitter.com/GznXBJhpYz— Florian Plettenberg (@Plettigoal) November 4, 2024 Lampard hefur verið án starfs síðan í maí í fyrra þegar hann stýrði Chelsea í skamman tíma eftir brottrekstur Grahams Potter. Hann stýrði áður Chelsea á árunum 2019-2021 eftir að hafa byrjað stjóraferilinn vel hjá Derby. Paulo Sousa er þó sagður líklegasti kandídatinn. Portúgalinn stýrir í dag Shabab Al Ahli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en var áður hjá Salernitana á Ítalíu og hefur einnig stýrt þar Fiorentina á árunum 2015-2017. Roma þyrfti hins vegar að greiða ákveðna upphæð til að leysa Sousa undan samningi. Roberto Mancini og Claudio Ranieri eru einnig nefndir sem mögulegir kostir en Ranieri hefur tvívegis áður verið ráðinn þjálfari Roma.
Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira