Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Árni Sæberg skrifar 4. nóvember 2024 12:40 Hildur Sverrisdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Jón Pétur Zimsen. Sjálfstæðisflokkurinn Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. Í fréttatilkynningu segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi kynnt aðgerðir í menntamálum í Grósku í Reykjavík í dag. Aðgerðirnar snúist um stórsókn og breytingar í menntakerfinu og byggi meðal annars á hugmyndum Jóns Péturs Zimsen, sem starfað hafi sem skólastjórnandi um langt skeið með góðum árangri. Jón Pétur skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Með honum á kynningunni í dag voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra og oddviti flokksins í kjördæminu, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í öðru sæti listans. Helmingur drengja ekki með grunnfærni í lesskilningi Í tilkynningunni segir að nauðsynlegt sé að afstýra neyðarástandi í skólakerfinu með kraftmiklum aðgerðum. Um helmingur drengja og þriðjungur stúlkna nái ekki grunnfærni í lesskilningi. „Markmiðið er skýrt - að snúa vörn í sókn. Allir nemendur eiga að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það.“ Til þess að árangur náist þurfi að auka íslenskt málumhverfi leikskóla, fylgjast betur með lestrarkunnáttu og grípa fyrr inn ef þess gerist þörf, skrifa út nýja aðalnámskrá, breyta námsmati, taka upp samræmd próf, stórbæta námsgögn, endurskoða kennaramenntun og auka valfrelsi. Þá þurfi að endurskilgreina hugmyndina um skóla án aðgreiningar til að auka val foreldra og tryggja að allir nemendur sem mögulega þurfa aukinn stuðning fái hann. Þetta sé aðeins hluti af ríflega tuttugu aðgerðum sem kynntar voru í dag. Grunnskólinn í forgangi Aðgerðirnar snúi að öllum skólastigum þó að staða grunnskólanna sé í forgangi. Aðgerðirnar kveði meðal annars á um mikilvægi virðingar fyrir kennarastarfinu og öðru starfsfólki, að skólar verði símalausir og hreyfing hluti af hverjum degi, námsmat byggt á bókstöfum lagt niður, fleiri komist í iðnnám, að gervigreind sé innleidd í allt háskólanám, að komið verði á fót móttökuskólum eða deildum til að mæta þörfum hvers barns betur, að minnka brotthvarf og auka geðheilbrigðisþjónustu og um að sett verði skýr markmið um árangur í PISA. „Það er óásættanlegt að um helmingur drengja og þriðjungur stúlkna búa ekki yfir grunnfærni í lesskilningi að loknu 10 ára skyldunámi. Vegna starfa minna og reynslu veit ég að það hægt að gera miklu betur og það ætlum við að gera. Ég hef trú á því að með þessari aðgerðaáætlun getum við gjörbreytt stöðunni í íslensku menntakerfi. Ekkert bendir til að aðrir stjórnmálaflokkar hafi nokkrar lausnir, þeir skila auðu og þess vegna ákvað ég að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn og koma hugmyndum í framkvæmd. Án grunnfærni í lesskilningi er lýðræðið í hættu og börnin okkar fá ekki öll tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu.” sagði Jón Pétur Zimsen á kynningunni. Börnin það dýrmætasta Haft er eftir Áslaugu Örnu að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að skapa samfélag þar sem hvert barn blómstrar í skóla. Miklu fjármagni sé varið í grunnskólakerfið en árangurinn sé ekki eftir því. Í samfélagi sem byggir á jöfnum tækifærum sé það óviðunandi að stór hluti barna nái ekki betri árangri. Afleiðingar slaks námsárangurs séu alvarlegar og meðal annars þær að börn njóti ekki jafnra tækifæra. Slakur námsárangur í grunnskóla hamli ekki aðeins möguleika á framhaldsnámi heldur hafi áhrif á samfélagið allt. „Með þessari aðgerðaáætlun ætlum við að snúa vörn í sókn.“ „Börnin eru það dýrmætasta í lífi okkar allra. Þau eiga skilið öll þau tækifæri sem við getum boðið þeim til að mæta framtíðinni. Betur menntuð þjóð getur skapað fleiri tækifæri og aukið lífsgæði allra. Til þess þarf að láta verkin tala og styðja við alvöru árangur í menntamálum,“ er haft eftir Hildi. Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi kynnt aðgerðir í menntamálum í Grósku í Reykjavík í dag. Aðgerðirnar snúist um stórsókn og breytingar í menntakerfinu og byggi meðal annars á hugmyndum Jóns Péturs Zimsen, sem starfað hafi sem skólastjórnandi um langt skeið með góðum árangri. Jón Pétur skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Með honum á kynningunni í dag voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra og oddviti flokksins í kjördæminu, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í öðru sæti listans. Helmingur drengja ekki með grunnfærni í lesskilningi Í tilkynningunni segir að nauðsynlegt sé að afstýra neyðarástandi í skólakerfinu með kraftmiklum aðgerðum. Um helmingur drengja og þriðjungur stúlkna nái ekki grunnfærni í lesskilningi. „Markmiðið er skýrt - að snúa vörn í sókn. Allir nemendur eiga að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það.“ Til þess að árangur náist þurfi að auka íslenskt málumhverfi leikskóla, fylgjast betur með lestrarkunnáttu og grípa fyrr inn ef þess gerist þörf, skrifa út nýja aðalnámskrá, breyta námsmati, taka upp samræmd próf, stórbæta námsgögn, endurskoða kennaramenntun og auka valfrelsi. Þá þurfi að endurskilgreina hugmyndina um skóla án aðgreiningar til að auka val foreldra og tryggja að allir nemendur sem mögulega þurfa aukinn stuðning fái hann. Þetta sé aðeins hluti af ríflega tuttugu aðgerðum sem kynntar voru í dag. Grunnskólinn í forgangi Aðgerðirnar snúi að öllum skólastigum þó að staða grunnskólanna sé í forgangi. Aðgerðirnar kveði meðal annars á um mikilvægi virðingar fyrir kennarastarfinu og öðru starfsfólki, að skólar verði símalausir og hreyfing hluti af hverjum degi, námsmat byggt á bókstöfum lagt niður, fleiri komist í iðnnám, að gervigreind sé innleidd í allt háskólanám, að komið verði á fót móttökuskólum eða deildum til að mæta þörfum hvers barns betur, að minnka brotthvarf og auka geðheilbrigðisþjónustu og um að sett verði skýr markmið um árangur í PISA. „Það er óásættanlegt að um helmingur drengja og þriðjungur stúlkna búa ekki yfir grunnfærni í lesskilningi að loknu 10 ára skyldunámi. Vegna starfa minna og reynslu veit ég að það hægt að gera miklu betur og það ætlum við að gera. Ég hef trú á því að með þessari aðgerðaáætlun getum við gjörbreytt stöðunni í íslensku menntakerfi. Ekkert bendir til að aðrir stjórnmálaflokkar hafi nokkrar lausnir, þeir skila auðu og þess vegna ákvað ég að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn og koma hugmyndum í framkvæmd. Án grunnfærni í lesskilningi er lýðræðið í hættu og börnin okkar fá ekki öll tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu.” sagði Jón Pétur Zimsen á kynningunni. Börnin það dýrmætasta Haft er eftir Áslaugu Örnu að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að skapa samfélag þar sem hvert barn blómstrar í skóla. Miklu fjármagni sé varið í grunnskólakerfið en árangurinn sé ekki eftir því. Í samfélagi sem byggir á jöfnum tækifærum sé það óviðunandi að stór hluti barna nái ekki betri árangri. Afleiðingar slaks námsárangurs séu alvarlegar og meðal annars þær að börn njóti ekki jafnra tækifæra. Slakur námsárangur í grunnskóla hamli ekki aðeins möguleika á framhaldsnámi heldur hafi áhrif á samfélagið allt. „Með þessari aðgerðaáætlun ætlum við að snúa vörn í sókn.“ „Börnin eru það dýrmætasta í lífi okkar allra. Þau eiga skilið öll þau tækifæri sem við getum boðið þeim til að mæta framtíðinni. Betur menntuð þjóð getur skapað fleiri tækifæri og aukið lífsgæði allra. Til þess þarf að láta verkin tala og styðja við alvöru árangur í menntamálum,“ er haft eftir Hildi.
Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent