Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2024 06:30 Norður-kóresku stelpurnar fagna marki Jon Il-chong í úrslitaleiknum á móti Spáni en keppnin fór fram í Dóminíska lýðveldinu. Getty/Pedro Vilela Norður-Kórea tryggði sér heimsmeistaratitilinn hjá sautján ára landsliðum kvenna í fótbolta í gær eftir sigur á Spáni í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum. Þetta er annar heimsmeistaratitilinn Norður-Kóreu á stuttum tíma því tuttugu ára landslið þjóðarinnar varð einnig heimsmeistari í september. Að þessu sinni höfðu norður-kóresku stelpurnar betur í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli í leiknum sjálfum. Spánn komst yfir en Norður-Kórea náði að jafna. Liðið vann vítakeppnina 4-3. Það var lítið að gera hjá markverðinum Pak Ju-gyong fram eftir móti en hún varði nokkrum sinnum mjög vel í úrslitaleiknum og varði síðan eina vítaspyrnu í vítakeppninni. „Við erum stolt að vinna besta evrópska landsliðið og verða besta landslið heims. Við gátum unnið út af samheldninni. Við lærðum það einu sinni enn að ef við berjumst saman öll sem ein þá er sigurinn óhjákvæmilegur,“ sagði Song Sung-gwon, þjálfari norður-kóreska liðsins. Jon Il-chong skoraði mark leiksins í úrslitaleiknum og var kjörin besti leikmaður mótsins. Spánn átti markahæsta leikmanninn í Pau Comendador sem var næstbesti leikmaður mótsins. Norður-Kórea sló Pólland út úr átta liða úrslitunum og vann 1-0 sigur á bandarísku stelpunum í undanúrslitunum. Bandaríkin tryggði sér bronsið með 3-0 sigri á Englandi í leiknum um þriðja sætið. Norður-Kórea varð einnig heimsmeistari hjá sautján ára stelpunum 2008 og 2016. Tuttugu ára stelpurnar höfðu unnið 1-0 sigur á Japan í úrslitaleik U20 en þá slógu þær einnig bandaríska landsliðið í undanúrslitunum. Norður-Kórea var að vinna sinn þriðja heimsmeistaratitil hjá tuttugu ára stelpunum á dögunum en þær unnu einnig 2006 og 2016. View this post on Instagram A post shared by FIFA Women's World Cup (@fifawomensworldcup) FIFA Norður-Kórea Fótbolti Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira
Þetta er annar heimsmeistaratitilinn Norður-Kóreu á stuttum tíma því tuttugu ára landslið þjóðarinnar varð einnig heimsmeistari í september. Að þessu sinni höfðu norður-kóresku stelpurnar betur í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli í leiknum sjálfum. Spánn komst yfir en Norður-Kórea náði að jafna. Liðið vann vítakeppnina 4-3. Það var lítið að gera hjá markverðinum Pak Ju-gyong fram eftir móti en hún varði nokkrum sinnum mjög vel í úrslitaleiknum og varði síðan eina vítaspyrnu í vítakeppninni. „Við erum stolt að vinna besta evrópska landsliðið og verða besta landslið heims. Við gátum unnið út af samheldninni. Við lærðum það einu sinni enn að ef við berjumst saman öll sem ein þá er sigurinn óhjákvæmilegur,“ sagði Song Sung-gwon, þjálfari norður-kóreska liðsins. Jon Il-chong skoraði mark leiksins í úrslitaleiknum og var kjörin besti leikmaður mótsins. Spánn átti markahæsta leikmanninn í Pau Comendador sem var næstbesti leikmaður mótsins. Norður-Kórea sló Pólland út úr átta liða úrslitunum og vann 1-0 sigur á bandarísku stelpunum í undanúrslitunum. Bandaríkin tryggði sér bronsið með 3-0 sigri á Englandi í leiknum um þriðja sætið. Norður-Kórea varð einnig heimsmeistari hjá sautján ára stelpunum 2008 og 2016. Tuttugu ára stelpurnar höfðu unnið 1-0 sigur á Japan í úrslitaleik U20 en þá slógu þær einnig bandaríska landsliðið í undanúrslitunum. Norður-Kórea var að vinna sinn þriðja heimsmeistaratitil hjá tuttugu ára stelpunum á dögunum en þær unnu einnig 2006 og 2016. View this post on Instagram A post shared by FIFA Women's World Cup (@fifawomensworldcup)
FIFA Norður-Kórea Fótbolti Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira