Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 08:32 Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum þegar kemur að móttöku og meðferð hælisleitenda, einkum þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn sinni og ber því að yfirgefa landið í samræmi við lög og alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Þrátt fyrir árangur í málaflokknum er ljóst að okkur skortir enn brottfararúrræði sem tryggir heildstæða og skilvirka stjórn í útlendingamálum. Ísland er í dag eina ríkið innan Schengen samstarfsins sem ekki hefur komið á fót brottfararúrræði fyrir þessa einstaklinga. Við þetta hafa verið gerðar ítrekaðar athugasemdir enda skapast réttarfarslegt tómarúm þar sem við getum ekki tryggt brottvísun þeirra sem dvelja á Íslandi í ólögmætri dvöl eftir að hafa fengið synjun. Um er að ræða einstaklinga sem ber að fara af landi brott og hafa hafnað allri samvinnu við stjórnvöld í þá veru. Afleiðingarnar af þessu ástandi eru margar og alvarlegar, en óljóst lagalegt ástand getur til dæmis ýtt undir félagslega einangrun og óvissu. Óvissu fyrir bæði viðkomandi einstaklinga en einnig fyrir íslenskt samfélag. Samkvæmt Schengen regluverkinu ber okkur ekki aðeins skylda til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd sanngjarna og réttláta málsmeðferð, heldur einnig að framfylgja réttmætum ákvörðunum stjórnvalda. Ef Ísland getur ekki uppfyllt þessa skyldu grefur það undan trúverðugleika okkar innan samstarfsins. Mannúð er lykilatriði þegar hugað er að breytingum í málefnum útlendinga. Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg, heldur hluti af réttlátri og ábyrgri útlendingalöggjöf. Núverandi staða er óásættanleg Í dag eru um 220 einstaklingar í ólögmætri dvöl á Íslandi og bíða heimfarar. Inni í þeirri tölu eru ekki þeir einstaklingar sem hafa látið sig hverfa. Stór hluti af þessum 220 einstaklingum hefur þegar fengið synjun um alþjóðlega vernd. Undir lok september höfðu um 1500 umsóknir borist um alþjóðlega vernd á árinu og Útlendingastofnun synjað sambærilegum fjölda um alþjóðlega vernd. Það höfðu 1165 einstaklingar yfirgefið landið, þar af 205 í þvingaðri brottför. Staðreyndin er sú, að það sem af er ári hafa rúmlega 40 manns sem ber að yfirgefa landið verið vistaðir í gæsluvarðhaldi á grundvelli útlendingalaga. Þetta er gert af þeirri einu ástæðu að hér á landi er ekkert brottfararúrræði. Í sumum tilfellum hefur fjölskyldum verið tvístrað, foreldrar settir í gæsluvarðhald og börnin í fóstur áður en að brottför kemur. Þetta er óásættanlegt. Það er óásættanlegt og hreinlega andstætt okkar skuldbindingum að einstaklingar sem eru hér í ólögmætri dvöl, en hafa ekki framið annan glæp, séu vistaðir í gæsluvarðhaldi í mesta öryggisfangelsi landsins ásamt föngum sem afplána refsivist. Það er ekki einungis rangt heldur ómannúðlegt. En þetta er samt ástand sem sumir stjórnmálaflokkar, sem á tyllidögum kenna sig við mannúð og segjast „ekki styðja varðhaldsbúðir fyrir hælisleitendur“, vilja frekar viðhalda en að koma upp mannúðlegum brottfararúrræðum eins og öll nágrannalönd okkar hafa. Í spjallþætti á dögunum sagði nýkjörinn formaður stjórnmálaafls um brottfararúrræði að hún væri andsnúin „þessu áhugamáli“ Sjálfstæðisflokksins. Já, Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil haft það áhugamál að tala fyrir ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Það er áhugamál okkar að gera áframhaldandi umbætur í málaflokknum, tryggja skilvirka málsmeðferð og ná niður kostnaði. Það er áhugamál okkar að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar og gæta mannúðar. Ekki bara á tyllidögum heldur í hvívetna. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum þegar kemur að móttöku og meðferð hælisleitenda, einkum þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn sinni og ber því að yfirgefa landið í samræmi við lög og alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Þrátt fyrir árangur í málaflokknum er ljóst að okkur skortir enn brottfararúrræði sem tryggir heildstæða og skilvirka stjórn í útlendingamálum. Ísland er í dag eina ríkið innan Schengen samstarfsins sem ekki hefur komið á fót brottfararúrræði fyrir þessa einstaklinga. Við þetta hafa verið gerðar ítrekaðar athugasemdir enda skapast réttarfarslegt tómarúm þar sem við getum ekki tryggt brottvísun þeirra sem dvelja á Íslandi í ólögmætri dvöl eftir að hafa fengið synjun. Um er að ræða einstaklinga sem ber að fara af landi brott og hafa hafnað allri samvinnu við stjórnvöld í þá veru. Afleiðingarnar af þessu ástandi eru margar og alvarlegar, en óljóst lagalegt ástand getur til dæmis ýtt undir félagslega einangrun og óvissu. Óvissu fyrir bæði viðkomandi einstaklinga en einnig fyrir íslenskt samfélag. Samkvæmt Schengen regluverkinu ber okkur ekki aðeins skylda til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd sanngjarna og réttláta málsmeðferð, heldur einnig að framfylgja réttmætum ákvörðunum stjórnvalda. Ef Ísland getur ekki uppfyllt þessa skyldu grefur það undan trúverðugleika okkar innan samstarfsins. Mannúð er lykilatriði þegar hugað er að breytingum í málefnum útlendinga. Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg, heldur hluti af réttlátri og ábyrgri útlendingalöggjöf. Núverandi staða er óásættanleg Í dag eru um 220 einstaklingar í ólögmætri dvöl á Íslandi og bíða heimfarar. Inni í þeirri tölu eru ekki þeir einstaklingar sem hafa látið sig hverfa. Stór hluti af þessum 220 einstaklingum hefur þegar fengið synjun um alþjóðlega vernd. Undir lok september höfðu um 1500 umsóknir borist um alþjóðlega vernd á árinu og Útlendingastofnun synjað sambærilegum fjölda um alþjóðlega vernd. Það höfðu 1165 einstaklingar yfirgefið landið, þar af 205 í þvingaðri brottför. Staðreyndin er sú, að það sem af er ári hafa rúmlega 40 manns sem ber að yfirgefa landið verið vistaðir í gæsluvarðhaldi á grundvelli útlendingalaga. Þetta er gert af þeirri einu ástæðu að hér á landi er ekkert brottfararúrræði. Í sumum tilfellum hefur fjölskyldum verið tvístrað, foreldrar settir í gæsluvarðhald og börnin í fóstur áður en að brottför kemur. Þetta er óásættanlegt. Það er óásættanlegt og hreinlega andstætt okkar skuldbindingum að einstaklingar sem eru hér í ólögmætri dvöl, en hafa ekki framið annan glæp, séu vistaðir í gæsluvarðhaldi í mesta öryggisfangelsi landsins ásamt föngum sem afplána refsivist. Það er ekki einungis rangt heldur ómannúðlegt. En þetta er samt ástand sem sumir stjórnmálaflokkar, sem á tyllidögum kenna sig við mannúð og segjast „ekki styðja varðhaldsbúðir fyrir hælisleitendur“, vilja frekar viðhalda en að koma upp mannúðlegum brottfararúrræðum eins og öll nágrannalönd okkar hafa. Í spjallþætti á dögunum sagði nýkjörinn formaður stjórnmálaafls um brottfararúrræði að hún væri andsnúin „þessu áhugamáli“ Sjálfstæðisflokksins. Já, Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil haft það áhugamál að tala fyrir ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Það er áhugamál okkar að gera áframhaldandi umbætur í málaflokknum, tryggja skilvirka málsmeðferð og ná niður kostnaði. Það er áhugamál okkar að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar og gæta mannúðar. Ekki bara á tyllidögum heldur í hvívetna. Höfundur er dómsmálaráðherra.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun