Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2024 19:44 Anton Kári Halldórsson, sem er formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. Um 70 sveitarstjórnarmenn sátu ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, auk fjölmargra gesta, sem fór fram á Hótel Örk í gær og lauk síðdegis í dag. Mörg mál voru til umfjöllunar og margar ályktanir samþykktar. En hvaða mál eru það sem eru efst á baugi hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi? „Stóru málin eru alltaf á Suðurlandi samgöngumál og vegakerfið hvort, sem það eru stofnvegir eða tengivegir og orkumálin og að arður af orkunni verði eftir heima í héraði,” segir Anton Kári Halldórsson, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Okkur sárvantar nýja Ölfusárbrú, okkur vantar göng til Vestmannaeyja og okkur vantar uppbyggingu á þjóðvegakerfinu í heild því það er gríðarlega umferð um Suðurland,” bætir Anton Kári við. Anton Kári segir að allflestir sveitarstjórnarmenn séu spenntir fyrir virkjunaráformum á Suðurlandi en leggur í leiðinni áherslu á að arðurinn verði að hluta til eftir í sveitarfélögunum til uppbyggingar þar. Ársþingið tókst einstaklega vel en það var haldið á Hótel Örk í HveragerðiMagnús Hlynur Hreiðarsson 400 manns munu fá starf í Hvammsvirkjun, hvaðan mun þetta fólk koma? „Ég býst við að stærsti hlutinn þeirra verði erlent vinnuafl en að sjálfsögðu geta allir fengið vinnu og það er eins og staðan á Suðurlandi er í dag í framkvæmdum, í sem sagt byggingaframkvæmdum í ferðaþjónustu að það er mikið til rekið á erlendu vinnuafli, sem er gott en það er líka krefjandi fyrir sveitarfélagið og að sinna fjölmenningarmálum og þar viljum við gera vel sveitarfélög á Suðurlandi,” segir Anton Kári. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á ársþinginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Samgöngur Orkumál Sveitarstjórnarmál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Um 70 sveitarstjórnarmenn sátu ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, auk fjölmargra gesta, sem fór fram á Hótel Örk í gær og lauk síðdegis í dag. Mörg mál voru til umfjöllunar og margar ályktanir samþykktar. En hvaða mál eru það sem eru efst á baugi hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi? „Stóru málin eru alltaf á Suðurlandi samgöngumál og vegakerfið hvort, sem það eru stofnvegir eða tengivegir og orkumálin og að arður af orkunni verði eftir heima í héraði,” segir Anton Kári Halldórsson, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Okkur sárvantar nýja Ölfusárbrú, okkur vantar göng til Vestmannaeyja og okkur vantar uppbyggingu á þjóðvegakerfinu í heild því það er gríðarlega umferð um Suðurland,” bætir Anton Kári við. Anton Kári segir að allflestir sveitarstjórnarmenn séu spenntir fyrir virkjunaráformum á Suðurlandi en leggur í leiðinni áherslu á að arðurinn verði að hluta til eftir í sveitarfélögunum til uppbyggingar þar. Ársþingið tókst einstaklega vel en það var haldið á Hótel Örk í HveragerðiMagnús Hlynur Hreiðarsson 400 manns munu fá starf í Hvammsvirkjun, hvaðan mun þetta fólk koma? „Ég býst við að stærsti hlutinn þeirra verði erlent vinnuafl en að sjálfsögðu geta allir fengið vinnu og það er eins og staðan á Suðurlandi er í dag í framkvæmdum, í sem sagt byggingaframkvæmdum í ferðaþjónustu að það er mikið til rekið á erlendu vinnuafli, sem er gott en það er líka krefjandi fyrir sveitarfélagið og að sinna fjölmenningarmálum og þar viljum við gera vel sveitarfélög á Suðurlandi,” segir Anton Kári. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á ársþinginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Samgöngur Orkumál Sveitarstjórnarmál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent