Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 15:27 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði. Vísir/Arnar Dósent í afbrotafræði sér vísbendingar um aukinn vopnaburð barna og ungmenna. Mörg barnanna sem beita ofbeldi hafa orðið sjálf fyrir ofbeldi. Nálgast þarf börnin á styðjandi hátt í stað refsandi. „Vísbendingar eru um aukinn vopnaburð barna og ungmenna,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði, í Bítinu á Bylgjunni. Það kemur í ljós með auknum tilkynningum til lögreglu þar sem ungmenni verða bæði fyrir og beita ofbeldi. Margrét segir yfir 7% barna á aldrinum þrettán til sautján ára á höfuðborgarsvæðinu hafa einhvern tímann borið vopn í þeim tilgangi að verja sig eða ráðast á aðra. Mjög fá enduðu á því að nota vopnið en mörg söguðust hafa notað vopnið til að hóta einhverjum. Langflest sögðust bera vopn til að verja sig. 3,4% barnanna hafa borið vopn á síðustu tólf mánuðum, langflest með hníf. Hafa sjálf orðið fyrir ofbeldi „Stór skýringarþáttur er hvort að þau sjálf hafi orðið fyrir ofbeldi“ segir Margrét. Það sé vel þekkt í afbrotafærðum að einstaklingar sem hafa orðið fyrir ofbeldi beiti ofbeldi sjálfir. Þriðjungur barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi utan heimilisins hafa borið vopn. Margrét segir að börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og telja það mikilvægt að hefna sín séu mun líklegri til að beita vopnum. „Það er ákveðinn hópur sem telur það mjög mikilvægt að ef það er eitthvað gert á þeirra hlut þá verði þau að hefna sín,“ segir Margrét „til að halda virðingu sinni í hópnum.“ Þá hafa nánast engin börn sem hafa ekki orðið fyrir ofbeldi borið vopn. „Sama fólkið sem verður fyrir ofbeldi heima fyrir er líklegra til að beita skólafélagana sína ofbeldi,“ segir Margrét. Börn og ungmenni sem verði fyrir ofbeldi heima fyrir læra að það séu eðlileg viðbrgöð við ágreiningi. Þurfi önnur viðbrögð Margrét bendir á að þegar börn hafa brotið af sér hefur fólk tilhneigingu til að taka á agabrotum alvarlega. Börnin fái viðbrögð sem eiga að vekja hjá þeim ótta. Hins vegar sé það ef til vill ekki rétta lausnin. „Þau eru hrædd, þau hafa orðið ofbeldi sjálf,“ segir Margrét. Hún bendir á að börnin og ungmenni þurfi frekar stuðning en refsandi viðbrögð. Margrét fjallaði um rannsókn sína á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Vopnaburður barna og ungmenna Vísindi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
„Vísbendingar eru um aukinn vopnaburð barna og ungmenna,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði, í Bítinu á Bylgjunni. Það kemur í ljós með auknum tilkynningum til lögreglu þar sem ungmenni verða bæði fyrir og beita ofbeldi. Margrét segir yfir 7% barna á aldrinum þrettán til sautján ára á höfuðborgarsvæðinu hafa einhvern tímann borið vopn í þeim tilgangi að verja sig eða ráðast á aðra. Mjög fá enduðu á því að nota vopnið en mörg söguðust hafa notað vopnið til að hóta einhverjum. Langflest sögðust bera vopn til að verja sig. 3,4% barnanna hafa borið vopn á síðustu tólf mánuðum, langflest með hníf. Hafa sjálf orðið fyrir ofbeldi „Stór skýringarþáttur er hvort að þau sjálf hafi orðið fyrir ofbeldi“ segir Margrét. Það sé vel þekkt í afbrotafærðum að einstaklingar sem hafa orðið fyrir ofbeldi beiti ofbeldi sjálfir. Þriðjungur barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi utan heimilisins hafa borið vopn. Margrét segir að börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og telja það mikilvægt að hefna sín séu mun líklegri til að beita vopnum. „Það er ákveðinn hópur sem telur það mjög mikilvægt að ef það er eitthvað gert á þeirra hlut þá verði þau að hefna sín,“ segir Margrét „til að halda virðingu sinni í hópnum.“ Þá hafa nánast engin börn sem hafa ekki orðið fyrir ofbeldi borið vopn. „Sama fólkið sem verður fyrir ofbeldi heima fyrir er líklegra til að beita skólafélagana sína ofbeldi,“ segir Margrét. Börn og ungmenni sem verði fyrir ofbeldi heima fyrir læra að það séu eðlileg viðbrgöð við ágreiningi. Þurfi önnur viðbrögð Margrét bendir á að þegar börn hafa brotið af sér hefur fólk tilhneigingu til að taka á agabrotum alvarlega. Börnin fái viðbrögð sem eiga að vekja hjá þeim ótta. Hins vegar sé það ef til vill ekki rétta lausnin. „Þau eru hrædd, þau hafa orðið ofbeldi sjálf,“ segir Margrét. Hún bendir á að börnin og ungmenni þurfi frekar stuðning en refsandi viðbrögð. Margrét fjallaði um rannsókn sína á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Vopnaburður barna og ungmenna Vísindi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira