Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 14:00 Í gær rak á fjörur mínar fréttir af tveimur harmsögum úr íslenskum samtíma, atvikum sem urðu að ákærumálum sem rötuðu fyrir dómsstóla. Í öðru þeirra var maður stunginn tvisvar með hnífi með þeim afleiðingum að hann lést. Í hinu málinu var maður stunginn tvisvar með hnífi og lifði af. Í báðum málunum var dæmt. Maðurinn sem stakk manninn sem lést var sýknaður vegna þess að um nauðvörn var að ræða. Eins og segir í frétt um málið: „Verður ekki önnur ályktum dregin af gögnummálsins en aðum ofsafengna oglífshættulega árás hafiverið að ræða ogað hending ein hafi ráðiðað ákærði hlautekki lífshættulega áverkaaf.“ Konan sem stakk manninn sem lifði af var dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar og hárra sektar- og bótagreiðslna. Hún stakk líka í nauðvörn, mann sem áður hafði beitt hana hrottalegu ofbeldi. Hún óttaðist líka um líf sitt. Maðurinn með áverkana hringdi sjálfur í lögregluna eftir að hafa „skorið samfestingutan af ákærðu,rifið í háriðá henni, henthenni í gólfiðog sparkað í hana. Hún hafi verið virkilega hrædd og talið lífi sínu ógnað“ eins og segir í dómnum.Áverkaskoðun staðfestir framburð konunnar, hún var öll blá og marin eftir barsmíðar mannsins. Það er greinilega ekki sama hver grípur til nauðvarnar í íslensku dómskerfi. Hvort þú ert karlmaður sem þarft að verjast árás frá öðrum karlmanni eða hvort þú ert kona sem þarft að verjast árás frá stærri og sterkari karlmanni, sem verður reiður vegna þess að þú vilt ekki stunda kynlíf með honum sem þar að auki hefur meitt þig áður. Við vitum að konur eru á heimsvísu fimm sinnum líklegri til að vera myrtar af maka en karlar. Við vitum að mörg tilfelli heimilisofbeldis eru tilkynnt til lögreglu á degi hverjum og þar eru karlar gerendur í yfirgnæfandi meirihluta tilfella. Við vitum að 42% kvenna hér á landi hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Við vitum að fjölda kvenna er hótað ofbeldi og lífláti daglega. Nauðvörn er að óttast um líf sitt og verjast í samræmi við það. Í sumum tilfellum veldur það dauða, öðrum ekki. Ef aflsmunir, ítrekuð saga um ofbeldi og lítið barn sem sefur í sömu íbúð eru ekki talin nægileg ástæða til að grípa til nauðvarnar þá er skekkjan alvarleg. Við sem samfélag verðum að fara að gera upp við okkur hvort við viljum í rauninni hafa það þannig að líf kvenna sé svona miklu minna virði en líf karlmanna. Höfundur skipar þriðja sæti á lista VG í Reykjavík norður og situr í stjórn Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Í gær rak á fjörur mínar fréttir af tveimur harmsögum úr íslenskum samtíma, atvikum sem urðu að ákærumálum sem rötuðu fyrir dómsstóla. Í öðru þeirra var maður stunginn tvisvar með hnífi með þeim afleiðingum að hann lést. Í hinu málinu var maður stunginn tvisvar með hnífi og lifði af. Í báðum málunum var dæmt. Maðurinn sem stakk manninn sem lést var sýknaður vegna þess að um nauðvörn var að ræða. Eins og segir í frétt um málið: „Verður ekki önnur ályktum dregin af gögnummálsins en aðum ofsafengna oglífshættulega árás hafiverið að ræða ogað hending ein hafi ráðiðað ákærði hlautekki lífshættulega áverkaaf.“ Konan sem stakk manninn sem lifði af var dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar og hárra sektar- og bótagreiðslna. Hún stakk líka í nauðvörn, mann sem áður hafði beitt hana hrottalegu ofbeldi. Hún óttaðist líka um líf sitt. Maðurinn með áverkana hringdi sjálfur í lögregluna eftir að hafa „skorið samfestingutan af ákærðu,rifið í háriðá henni, henthenni í gólfiðog sparkað í hana. Hún hafi verið virkilega hrædd og talið lífi sínu ógnað“ eins og segir í dómnum.Áverkaskoðun staðfestir framburð konunnar, hún var öll blá og marin eftir barsmíðar mannsins. Það er greinilega ekki sama hver grípur til nauðvarnar í íslensku dómskerfi. Hvort þú ert karlmaður sem þarft að verjast árás frá öðrum karlmanni eða hvort þú ert kona sem þarft að verjast árás frá stærri og sterkari karlmanni, sem verður reiður vegna þess að þú vilt ekki stunda kynlíf með honum sem þar að auki hefur meitt þig áður. Við vitum að konur eru á heimsvísu fimm sinnum líklegri til að vera myrtar af maka en karlar. Við vitum að mörg tilfelli heimilisofbeldis eru tilkynnt til lögreglu á degi hverjum og þar eru karlar gerendur í yfirgnæfandi meirihluta tilfella. Við vitum að 42% kvenna hér á landi hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Við vitum að fjölda kvenna er hótað ofbeldi og lífláti daglega. Nauðvörn er að óttast um líf sitt og verjast í samræmi við það. Í sumum tilfellum veldur það dauða, öðrum ekki. Ef aflsmunir, ítrekuð saga um ofbeldi og lítið barn sem sefur í sömu íbúð eru ekki talin nægileg ástæða til að grípa til nauðvarnar þá er skekkjan alvarleg. Við sem samfélag verðum að fara að gera upp við okkur hvort við viljum í rauninni hafa það þannig að líf kvenna sé svona miklu minna virði en líf karlmanna. Höfundur skipar þriðja sæti á lista VG í Reykjavík norður og situr í stjórn Hagsmunasamtaka brotaþola.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar