Horfði á lík fljóta fram hjá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. október 2024 22:01 Valencia er eitt drullusvað. AP Photo/Manu Fernandez Minnst hundrað og fjörutíu fórust í hamfaraflóðunum sem riðu yfir í Valencia á Spáni. Líklegt er að sú tala haldi áfram að hækka. Tuga er enn saknað og hafa viðbragðsaðilar leitað í allan dag. Viðbragðsaðilar hafa í dag leitað þeirra sem enn er saknað, eftir að mannskæð flóð riðu yfir í Valencia í fyrradag. Þá hefur verið lögð áhersla á að koma fólki, sem sat fast í bílum sínum þegar flóðið reið yfir, til bjargar en margir voru þegar látnir. „Ég var hér frá hálfníu um kvöldið til sex um morguninn.Slökkviliðsmennirnir tóku eldra fólkið fyrst. Ég er úr nágrenninu og reyndi að hjálpa og bjarga fólki. Fólk var grátandi út um allt. Það komst hvergi,“ segir Luis Sanchez, íbúi í Valencia. „Já, ég sá lík fljóta fram hjá. Ég kallaði en fékk ekki svar.“ Harmi slegnir lögreglumenn í Valencia.AP Photo/Alberto Saiz Forsætisráðherrann hefur biðlað til fólks að halda sig heima - hættan sé ekki yfirstaðin. Spænsk yfirvöld muni aðstoða héraðið, auk þess sem Evrópusambandið muni leggja fram hjálparhönd. Þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í gær. Filippus sjöundi konungur leiddi mínútu þögn í dag og flaggað var í hálfa stöng í Strassborg og Brussel við alþjóðastofnanir. Flóðin hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar og götur eru eitt drullusvað. Meirihluti heimila er rafmagns-, net- og vatnslaus og verið er að dreifa nausynjavörum til íbúa, þó þær nái ekki til allra. „Við erum að safna mat, vatni öllu sem við getum fundið því maturinn verður hvort sem er ónýtur. Aldraðir komast ekki hingað og fólk er svangt,“ segir Alejandra Mina í samtali við fréttamann AP. Nieves Vargas Cortes, íbúi í borginni, segist hafa þurft að bregða á það örþrifaráð að stela mat, þó það sé henni þvert um geð. „Við erum ekki þjófar, ég vinn fyrir bæinn við þrif í skólanum. En við þurfum að borða. Ég tók barnamat fyrir barnið. Þetta er blautt, svo ég veit ekki hvort það er nothæft. Hvað get ég gefið barninu ef við erum ekki með rafmagn?“ Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55 Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. 31. október 2024 06:31 Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Þremur leikjum hefur verið frestað í spænsku bikarkeppninni í fótbolta vegna óveðurs og hamfaraflóða sem gengið hafa yfir austurhluta Spánar. 30. október 2024 14:17 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Viðbragðsaðilar hafa í dag leitað þeirra sem enn er saknað, eftir að mannskæð flóð riðu yfir í Valencia í fyrradag. Þá hefur verið lögð áhersla á að koma fólki, sem sat fast í bílum sínum þegar flóðið reið yfir, til bjargar en margir voru þegar látnir. „Ég var hér frá hálfníu um kvöldið til sex um morguninn.Slökkviliðsmennirnir tóku eldra fólkið fyrst. Ég er úr nágrenninu og reyndi að hjálpa og bjarga fólki. Fólk var grátandi út um allt. Það komst hvergi,“ segir Luis Sanchez, íbúi í Valencia. „Já, ég sá lík fljóta fram hjá. Ég kallaði en fékk ekki svar.“ Harmi slegnir lögreglumenn í Valencia.AP Photo/Alberto Saiz Forsætisráðherrann hefur biðlað til fólks að halda sig heima - hættan sé ekki yfirstaðin. Spænsk yfirvöld muni aðstoða héraðið, auk þess sem Evrópusambandið muni leggja fram hjálparhönd. Þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í gær. Filippus sjöundi konungur leiddi mínútu þögn í dag og flaggað var í hálfa stöng í Strassborg og Brussel við alþjóðastofnanir. Flóðin hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar og götur eru eitt drullusvað. Meirihluti heimila er rafmagns-, net- og vatnslaus og verið er að dreifa nausynjavörum til íbúa, þó þær nái ekki til allra. „Við erum að safna mat, vatni öllu sem við getum fundið því maturinn verður hvort sem er ónýtur. Aldraðir komast ekki hingað og fólk er svangt,“ segir Alejandra Mina í samtali við fréttamann AP. Nieves Vargas Cortes, íbúi í borginni, segist hafa þurft að bregða á það örþrifaráð að stela mat, þó það sé henni þvert um geð. „Við erum ekki þjófar, ég vinn fyrir bæinn við þrif í skólanum. En við þurfum að borða. Ég tók barnamat fyrir barnið. Þetta er blautt, svo ég veit ekki hvort það er nothæft. Hvað get ég gefið barninu ef við erum ekki með rafmagn?“
Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55 Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. 31. október 2024 06:31 Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Þremur leikjum hefur verið frestað í spænsku bikarkeppninni í fótbolta vegna óveðurs og hamfaraflóða sem gengið hafa yfir austurhluta Spánar. 30. október 2024 14:17 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55
Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. 31. október 2024 06:31
Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Þremur leikjum hefur verið frestað í spænsku bikarkeppninni í fótbolta vegna óveðurs og hamfaraflóða sem gengið hafa yfir austurhluta Spánar. 30. október 2024 14:17
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent