Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Boði Logason skrifar 31. október 2024 14:31 Handritshöfundarnir Bjarni Fritzsson, Karen Björg Þorsteinsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson ásamt Ödu Benjamínsdóttur og Hannesi Friðbjarnarsyni framleiðendum hjá Republik. Stöð 2 Orri óstöðvandi, bókaflokkurinn um vinina Orra og Möggu, er íslenskum krökkum afar vel kunnugur. Nú á að gera leikna sjónvarpsþætti um Orra og vini hans. Orra óstöðvandi-bækurnar hafa unnið Bókaverðlaun barnanna fimm ár í röð og eru ávallt meðal mest selda bóka landsins á hverju ári. Nú eru bækurnar orðnar sjö talsins og sú nýjasta, Orri óstöðvandi: Heimsfrægur á Íslandi, kemur út síðar í þessum mánuði. „Frá því ég settist niður til að skrifa fyrstu Orra-bókina, þá hef ég alltaf séð Orra óstöðvandi fyrir mér í sjónvarpi. Ég var því himinlifandi yfir þeim jákvæðu viðbrögðum sem ég fékk frá Republik og Stöð 2 þegar ég kynnti verkefnið fyrir þeim. Sú jákvæða stemning hefur heldur betur smitast yfir í handritsteymið, og skrifin hafa gengið vonum framar. Ég held að það sé óhætt að segja að þættirnir verði rosalegir - enda ekki við öðru að búast þegar snillingarnir Sveppi og og Karen Björg er í handritshópnum,“ er haft eftir Bjarna Fritzssyni, höfundi Orra óstöðvandi, í tilkynningu. Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir að stöðin hafi ætíð lagt mikinn metnað í að bjóða upp á fjölbreytt framboð af íslensku og talsettu barnaefni. „Við erum í skýjunum með að vera hluti af þessu spennandi verkefni og að Orri óstöðvandi sé að lifna við á skjánum. Við á Stöð 2 höfum sett okkur metnaðarfulla stefnu í framleiðslu á íslensku barnaefni af öllu tagi og við hlökkum mikið til þess að færa áhorfendum leikna þætti um Orra óstöðvandi,“ segir hún. Stöð 2 og Vísir eru í eigu Sýnar. Bókmenntir Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Sjá meira
Orra óstöðvandi-bækurnar hafa unnið Bókaverðlaun barnanna fimm ár í röð og eru ávallt meðal mest selda bóka landsins á hverju ári. Nú eru bækurnar orðnar sjö talsins og sú nýjasta, Orri óstöðvandi: Heimsfrægur á Íslandi, kemur út síðar í þessum mánuði. „Frá því ég settist niður til að skrifa fyrstu Orra-bókina, þá hef ég alltaf séð Orra óstöðvandi fyrir mér í sjónvarpi. Ég var því himinlifandi yfir þeim jákvæðu viðbrögðum sem ég fékk frá Republik og Stöð 2 þegar ég kynnti verkefnið fyrir þeim. Sú jákvæða stemning hefur heldur betur smitast yfir í handritsteymið, og skrifin hafa gengið vonum framar. Ég held að það sé óhætt að segja að þættirnir verði rosalegir - enda ekki við öðru að búast þegar snillingarnir Sveppi og og Karen Björg er í handritshópnum,“ er haft eftir Bjarna Fritzssyni, höfundi Orra óstöðvandi, í tilkynningu. Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir að stöðin hafi ætíð lagt mikinn metnað í að bjóða upp á fjölbreytt framboð af íslensku og talsettu barnaefni. „Við erum í skýjunum með að vera hluti af þessu spennandi verkefni og að Orri óstöðvandi sé að lifna við á skjánum. Við á Stöð 2 höfum sett okkur metnaðarfulla stefnu í framleiðslu á íslensku barnaefni af öllu tagi og við hlökkum mikið til þess að færa áhorfendum leikna þætti um Orra óstöðvandi,“ segir hún. Stöð 2 og Vísir eru í eigu Sýnar.
Bókmenntir Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Sjá meira