Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 11:40 Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir Landspítalann hafa haft sjö mánuði til að bregðast við launamuninum en hafi ekki gert það. Vísir/Sigurjón Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur sent inn kæru til Kærunefndar jafnréttismála vegna þess að forstöðuhjúkrunarfræðingar á tveimur sviðum Landspítalans fá greidd um 150 þúsund krónum lægri laun en forstöðulæknar á sömu sviðu. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að allir hjúkrunarfræðingarnir eru konur og allir læknarnir karlar. Þar kemur jafnframt fram að forstöðumennirnir heyri allir undir framkvæmdastjóra sviðanna tveggja. Alls séu sex svið á Landspítalanum sem sé stýrt af bæði hjúkrunarfræðingum og læknum en þau séu öll á sömu launum. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir um alvarlegt misrétti að ræða. Það sé alveg skýrt í starfslýsingu að sama þó um sé að ræða hjúkrunarfræðing eða lækni í stöðu forstöðumanns séu þau með sömu starfslýsingu. Landspítalanum tilkynnt um málið fyrir sjö mánuðum Hún segir að Landspítalanum hafi verið gert viðvart um þennan mun í apríl á þessu ári og því hafi spítalinn haft góðan tíma til að bregðast við, en hafi ekki gert það. „Þetta er kynbundinn launamunur. Það er það sem við erum að benda á,“ segir Guðbjörg. Starfslýsingin sé eins fyrir störfin tvö. Þetta sé stjórnunarstaða og komi sérhæfingu læknisins eða hjúkrunarfræðingsins til dæmis ekki við. „Þau sinna sömu störfum. Þetta er stjórnunarstarf og starfslýsingin er eftir því,“ segir Guðbjörg. Í samanburði þeirra á þeim komi fram að ábyrgð, skyldur, umgjörð og starfssvið sé það sama. Þá sinni þau sömu verkefnum eins og mannauðsmálum, fjárhagsáætlanagerð og að samhæfa verklag. Þá bendir Guðbjörg á að til dæmis hafi þau leyst hvert annað af síðasta sumar. „Það er ekkert óeðlilegt því þetta er stjórnarstarf. Það má ekki rugla þessu með því að ota saman læknum og hjúkrunarfræðinga. Þetta snýst um virðingu starfsins og þau eru að sinna nákvæmlega sama starfi. Þetta er það sem við erum alltaf að tala um í kjaramálum, að reyna að setja miða á virði starfsins.“ Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Jafnréttismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að allir hjúkrunarfræðingarnir eru konur og allir læknarnir karlar. Þar kemur jafnframt fram að forstöðumennirnir heyri allir undir framkvæmdastjóra sviðanna tveggja. Alls séu sex svið á Landspítalanum sem sé stýrt af bæði hjúkrunarfræðingum og læknum en þau séu öll á sömu launum. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir um alvarlegt misrétti að ræða. Það sé alveg skýrt í starfslýsingu að sama þó um sé að ræða hjúkrunarfræðing eða lækni í stöðu forstöðumanns séu þau með sömu starfslýsingu. Landspítalanum tilkynnt um málið fyrir sjö mánuðum Hún segir að Landspítalanum hafi verið gert viðvart um þennan mun í apríl á þessu ári og því hafi spítalinn haft góðan tíma til að bregðast við, en hafi ekki gert það. „Þetta er kynbundinn launamunur. Það er það sem við erum að benda á,“ segir Guðbjörg. Starfslýsingin sé eins fyrir störfin tvö. Þetta sé stjórnunarstaða og komi sérhæfingu læknisins eða hjúkrunarfræðingsins til dæmis ekki við. „Þau sinna sömu störfum. Þetta er stjórnunarstarf og starfslýsingin er eftir því,“ segir Guðbjörg. Í samanburði þeirra á þeim komi fram að ábyrgð, skyldur, umgjörð og starfssvið sé það sama. Þá sinni þau sömu verkefnum eins og mannauðsmálum, fjárhagsáætlanagerð og að samhæfa verklag. Þá bendir Guðbjörg á að til dæmis hafi þau leyst hvert annað af síðasta sumar. „Það er ekkert óeðlilegt því þetta er stjórnarstarf. Það má ekki rugla þessu með því að ota saman læknum og hjúkrunarfræðinga. Þetta snýst um virðingu starfsins og þau eru að sinna nákvæmlega sama starfi. Þetta er það sem við erum alltaf að tala um í kjaramálum, að reyna að setja miða á virði starfsins.“
Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Jafnréttismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira