Ný flaug flaug lengra en áður Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2024 11:09 Tæpt ár er síðan Norður-Kóreumenn skutu síðast skotflaug á loft. AP/Lee Jin-man Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í morgun upp langdrægri skotflaug, sem virðist vera af nýrri tegund, og flaug hún bæði hærra og lengra en aðrar eldflaugar einræðisríkisins hafa áður gert. Um ár er síðan skotflaug var síðast skotið frá Norður-Kóreu Yonhap hefur eftir herforingjaráði Suður-Kóreu og yfirvöldum í Japan að eldflaugin hafi flogið í um 86 mínútur og ferðast um þúsund kílómetra áður en hún féll í hafið. Eldflaugin er sögð hafa farið í sjö þúsund kílómetra hæð frá jörðu. Sé eldflaugum sem þessum skotið með hefðbundnum hætti gætu þær hæglega náð til meginlands Bandaríkjanna. Norður-Kóreumenn staðfestu tilraunaskotið seinna í morgun og sögðu það „mikilvæga tilraun“ í vopnaþróun ríkisins. Í yfirlýsingu frá Kim Jong Un, einræðisherra, hét hann því að byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins og að með tilraunaskotinu væri verið að senda óvinum Norður-Kóreu skýr skilaboð. AP fréttaveitan segir líklegt að tilraunaskotinu hafi verið ætlað að fanga athygli Bandaríkjamanna og hafi verið viðbragð við gagnrýni á flutning hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands. Fréttaveitan hefur eftir eldflaugasérfræðingum að Norður-Kóreumönnum hafi áður tekist að sýna fram á að langdrægar skotflaugar þeirra geti náð til Bandaríkjanna. Þetta tilraunaskot hafi líklega verið liður í því að kanna hvort eldflaugarnar geti borið stærri kjarnaodda. Einn sagði líklegt að þessi nýja eldflaug, ef hún reynist ný, gæti borið stærstu kjarnaodda Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa náð töluverðum árangri í þróun eldflauga á undanförnum árum en sérfræðingar telja margir að hæpið sé að þeir búi yfir langdrægum skotflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Hins vegar gætu þeir gert kjarnorkuárásir um alla Suður-Kóreu og nærliggjandi svæði. Þá eru uppi áhyggjur í Suður-Kóreu og víðar um að Kim muni fá aðstoð frá ríkisstjórn Vladimírs Pútín í Rússlandi við þróun eldflauga sinn, í skiptum fyrir aðstoð við innrás Rússa í Úkraínu. Rússar hafa fengið mikið magn skotfæra og annarskonar hergagna frá Norður-Kóreu og nú er einnig talið að norðurkóreskir hermenn muni taka þátt í átökunum við Úkraínumenn. Einn sérfræðingur sagði í samtali við AP að tilraunaskotið í morgun gefi til kynna að Rússar hafi mögulega veitt Norður-Kóreumönnum aðstoð við framleiðslu eldflaugaeldsneytis í föstu formi. Eldflaugar sem skotið er á loft með eldsneyti í föstu formi gera notendum þeirra kleift að fela þær auðveldar og skjóta þeim á loft með minni fyrirvara en eldflaugum með fljótandi eldsneyti, þar sem ekki þarf að dæla eldsneytinu á þær skömmu fyrir skot. Hægt er að geyma þær með eldsneytinu innanborðs. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Rússland Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Um ár er síðan skotflaug var síðast skotið frá Norður-Kóreu Yonhap hefur eftir herforingjaráði Suður-Kóreu og yfirvöldum í Japan að eldflaugin hafi flogið í um 86 mínútur og ferðast um þúsund kílómetra áður en hún féll í hafið. Eldflaugin er sögð hafa farið í sjö þúsund kílómetra hæð frá jörðu. Sé eldflaugum sem þessum skotið með hefðbundnum hætti gætu þær hæglega náð til meginlands Bandaríkjanna. Norður-Kóreumenn staðfestu tilraunaskotið seinna í morgun og sögðu það „mikilvæga tilraun“ í vopnaþróun ríkisins. Í yfirlýsingu frá Kim Jong Un, einræðisherra, hét hann því að byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins og að með tilraunaskotinu væri verið að senda óvinum Norður-Kóreu skýr skilaboð. AP fréttaveitan segir líklegt að tilraunaskotinu hafi verið ætlað að fanga athygli Bandaríkjamanna og hafi verið viðbragð við gagnrýni á flutning hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands. Fréttaveitan hefur eftir eldflaugasérfræðingum að Norður-Kóreumönnum hafi áður tekist að sýna fram á að langdrægar skotflaugar þeirra geti náð til Bandaríkjanna. Þetta tilraunaskot hafi líklega verið liður í því að kanna hvort eldflaugarnar geti borið stærri kjarnaodda. Einn sagði líklegt að þessi nýja eldflaug, ef hún reynist ný, gæti borið stærstu kjarnaodda Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa náð töluverðum árangri í þróun eldflauga á undanförnum árum en sérfræðingar telja margir að hæpið sé að þeir búi yfir langdrægum skotflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Hins vegar gætu þeir gert kjarnorkuárásir um alla Suður-Kóreu og nærliggjandi svæði. Þá eru uppi áhyggjur í Suður-Kóreu og víðar um að Kim muni fá aðstoð frá ríkisstjórn Vladimírs Pútín í Rússlandi við þróun eldflauga sinn, í skiptum fyrir aðstoð við innrás Rússa í Úkraínu. Rússar hafa fengið mikið magn skotfæra og annarskonar hergagna frá Norður-Kóreu og nú er einnig talið að norðurkóreskir hermenn muni taka þátt í átökunum við Úkraínumenn. Einn sérfræðingur sagði í samtali við AP að tilraunaskotið í morgun gefi til kynna að Rússar hafi mögulega veitt Norður-Kóreumönnum aðstoð við framleiðslu eldflaugaeldsneytis í föstu formi. Eldflaugar sem skotið er á loft með eldsneyti í föstu formi gera notendum þeirra kleift að fela þær auðveldar og skjóta þeim á loft með minni fyrirvara en eldflaugum með fljótandi eldsneyti, þar sem ekki þarf að dæla eldsneytinu á þær skömmu fyrir skot. Hægt er að geyma þær með eldsneytinu innanborðs.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Rússland Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira