Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 08:01 Matilde Lorenzi hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt eftir rúmar tvær vikur. @mati.lorenzi Faðir hinnar nítján ára gömlu Matilde Lorenzi hefur tjáð sig um fráfall dóttur sinnar en ítalska skíðakonan lést eftir fall á æfingu eins og kom fram á Vísi í gær. Faðir hennar heitir Adolfo Lorenzi og hann ræddi við ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport. Adolfo segir fjölskyldu hennar ætla að berjast fyrir betra öryggi skíðafólks í framtíðinni. Þau vilja passa upp á að dauði hennar sé ekki til einskis og að hann kalli fram nauðsynlegar breytingar fyrir ungt skíðafólk. Það fer ekkert á milli mála að hann kennir skorti á öryggisatriðum um dauða dóttur sinnar. „Við viljum ekki sjá blóm í jarðarförinni hennar. Blóm endast bara í viku en verkefni eins og þetta lifir lengi,“ sagði Adolfo Lorenzi við La Gazzetta dello Sport. Hann ætlar að safna peningum í nafni dóttur sinnar en í þessu verkefni vill hann virkja háskóla og fyrirtæki með það að augum að auka öryggi fyrir ungt skíðafólk. Stefnan er meðal annars að bæta búnað skíðafólksins þannig að það sé ekki eins berskjaldað þegar það dettur í brekkunni. „Þetta var slys sem enginn átti að lenda í. Við erum samt sannfærð um það að hún hafi fengið bestu umönnun í boði í sjúkraþyrlunni og höfum yfir engu að kvarta þar. Við þurfum samt að gera betur til að verja skíðafólkið okkar,“ sagði Adolfo. Adolfo lýsir dóttur sinni sem algjörum demanti sem var forvitin um heiminn og sólgin í að læra. Auk þess að vera skíðakona þá stundaði hún einnig nám í sálfræði og var þegar komin með próf í bæði ensku og frönsku. «Questo è un momento terribile, pieno di emozioni. C’è una cosa, però, che terrei a dire. Per il funerale di Matilde non vogliamo nessun tipo di fiore. In queste ore stiamo cercando di organizzare una raccolta di fondi da destinare al miglioramento della sicurezza degli atleti… pic.twitter.com/z7EYMpgyTa— La Stampa (@LaStampa) October 29, 2024 Skíðaíþróttir Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira
Faðir hennar heitir Adolfo Lorenzi og hann ræddi við ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport. Adolfo segir fjölskyldu hennar ætla að berjast fyrir betra öryggi skíðafólks í framtíðinni. Þau vilja passa upp á að dauði hennar sé ekki til einskis og að hann kalli fram nauðsynlegar breytingar fyrir ungt skíðafólk. Það fer ekkert á milli mála að hann kennir skorti á öryggisatriðum um dauða dóttur sinnar. „Við viljum ekki sjá blóm í jarðarförinni hennar. Blóm endast bara í viku en verkefni eins og þetta lifir lengi,“ sagði Adolfo Lorenzi við La Gazzetta dello Sport. Hann ætlar að safna peningum í nafni dóttur sinnar en í þessu verkefni vill hann virkja háskóla og fyrirtæki með það að augum að auka öryggi fyrir ungt skíðafólk. Stefnan er meðal annars að bæta búnað skíðafólksins þannig að það sé ekki eins berskjaldað þegar það dettur í brekkunni. „Þetta var slys sem enginn átti að lenda í. Við erum samt sannfærð um það að hún hafi fengið bestu umönnun í boði í sjúkraþyrlunni og höfum yfir engu að kvarta þar. Við þurfum samt að gera betur til að verja skíðafólkið okkar,“ sagði Adolfo. Adolfo lýsir dóttur sinni sem algjörum demanti sem var forvitin um heiminn og sólgin í að læra. Auk þess að vera skíðakona þá stundaði hún einnig nám í sálfræði og var þegar komin með próf í bæði ensku og frönsku. «Questo è un momento terribile, pieno di emozioni. C’è una cosa, però, che terrei a dire. Per il funerale di Matilde non vogliamo nessun tipo di fiore. In queste ore stiamo cercando di organizzare una raccolta di fondi da destinare al miglioramento della sicurezza degli atleti… pic.twitter.com/z7EYMpgyTa— La Stampa (@LaStampa) October 29, 2024
Skíðaíþróttir Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira