Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 21:57 Marta Maier formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla furðar sig á því að verkfall kennara muni koma í veg fyrir að nemendur fái að mæta á Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur. vísir „Það eru allir mjög svekktir yfir þessu, enda er þetta einn stærsti viðburður ársins,“ segir Marta Maier 10. bekkingur og formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla. Kennarar skólans hófu verkfallsaðsgerðir í dag og ýmislegt er í lausu lofti í vegna þess, svo sem Skrekksviðburður nemenda. Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og var engin kennsla þar í dag. Kennarar og foreldrar hafa áhyggjur af stöðunni, en ekki síður nemendur. „Út í hött“ „Sumir hugsa kannski að það sé gaman í fríi, en við erum í tíunda bekk og erum að missa mikið úr náminu. Þrjár vikur er slatti sem við þurfum svo að taka upp síðar allt í einu. Maður hugsar með sér hvort þetta hafi áhrif á menntaskóla, hvort við verðum verr undirbúin en aðrir nemendur. En þetta snýst ekki bara um námið heldur félagslífið og núna Skrekk,“ segir Marta í samtali við Vísi. Nemendur fréttu það á mánudag að ekki væri gert ráð fyrir að þeir fengju að mæta á Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, sem haldinn verður í stóra sal Borgarleikhússins í næstu viku. Miðar sem seldir höfðu verið nemendum voru endurgreiddir í gegnum miðasölu Tix.is og sú ástæða gefin að kennarar þyrftu að vera í fylgd með hópnum. Aftur á móti megi Skrekkshópur Laugalækjarskóla, þ.e. keppendur skólans, mæta og sýna öllum nema þeirra samnemendum. „Við fréttum þetta núna, að krakkarnir fái ekki að sýna fyrir skólann sinn. Þetta er bara út í hött,“ segir Marta. „Þetta er það skemmtilegasta sem skólinn gerir á árinu.“ Stórmál fyrir krakkana Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir Mörtu segir að foreldri hafi fengið þau svör frá verkfallsstjórn Kennarasambandsins að það sem nemendur aðhafist í frítíma sínum félli ekki undir verkfallsbrot. „Foreldrar og starfsfólk félagsmiðstöðva var hvatt til að fylgja nemendum á þessa skemmtum,“ segir Bryndís. Hún hefur aftur á móti engin skýr svör fengið frá viðburðarhaldara og því málið enn í lausu lofti. „Þetta er ekkert stórmál en skiptir krakkana mjög miklu máli. Hópurinn er búinn að æfa linnulaust allt vetrarfríiið og spennt að sýna vinum sínum.“ Kennaraverkfall 2024 Skrekkur Grunnskólar Krakkar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og var engin kennsla þar í dag. Kennarar og foreldrar hafa áhyggjur af stöðunni, en ekki síður nemendur. „Út í hött“ „Sumir hugsa kannski að það sé gaman í fríi, en við erum í tíunda bekk og erum að missa mikið úr náminu. Þrjár vikur er slatti sem við þurfum svo að taka upp síðar allt í einu. Maður hugsar með sér hvort þetta hafi áhrif á menntaskóla, hvort við verðum verr undirbúin en aðrir nemendur. En þetta snýst ekki bara um námið heldur félagslífið og núna Skrekk,“ segir Marta í samtali við Vísi. Nemendur fréttu það á mánudag að ekki væri gert ráð fyrir að þeir fengju að mæta á Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, sem haldinn verður í stóra sal Borgarleikhússins í næstu viku. Miðar sem seldir höfðu verið nemendum voru endurgreiddir í gegnum miðasölu Tix.is og sú ástæða gefin að kennarar þyrftu að vera í fylgd með hópnum. Aftur á móti megi Skrekkshópur Laugalækjarskóla, þ.e. keppendur skólans, mæta og sýna öllum nema þeirra samnemendum. „Við fréttum þetta núna, að krakkarnir fái ekki að sýna fyrir skólann sinn. Þetta er bara út í hött,“ segir Marta. „Þetta er það skemmtilegasta sem skólinn gerir á árinu.“ Stórmál fyrir krakkana Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir Mörtu segir að foreldri hafi fengið þau svör frá verkfallsstjórn Kennarasambandsins að það sem nemendur aðhafist í frítíma sínum félli ekki undir verkfallsbrot. „Foreldrar og starfsfólk félagsmiðstöðva var hvatt til að fylgja nemendum á þessa skemmtum,“ segir Bryndís. Hún hefur aftur á móti engin skýr svör fengið frá viðburðarhaldara og því málið enn í lausu lofti. „Þetta er ekkert stórmál en skiptir krakkana mjög miklu máli. Hópurinn er búinn að æfa linnulaust allt vetrarfríiið og spennt að sýna vinum sínum.“
Kennaraverkfall 2024 Skrekkur Grunnskólar Krakkar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira