Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2024 13:02 Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar, stefnir á að fjárlög verði afgreidd með þriðju umræðu 15. eða 16. nóvember. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar segir ríkan vilja meðal þingmanna að framlengja heimild til rástöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Til stendur að afnema þá heimild um áramótin. Hann gerir ráð fyrir að fjárlög verði afgreidd um miðjan nóvember. Í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármála- og efnahagsráðherra fyrir árið 2025 segir að ekki sé gert ráð fyrir framlengingu á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán í gegnum almenna úrræðið árið 2025, sem að óbreyttu rennur út í lok árs 2024. Hins vegar verði áfram heimilt að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa undir formerkjum „fyrstu fasteignar“. Úrræðið hefur verið í boði í áratug. Vilji meðal þingmanna að fresta Þessu hefur verið mikið mótmælt, þar á meðal af stjórnarþingmönnum, til að mynda Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks og formanni fjárlaganefndar. „Ég held að það sé almennt mikill áhugi meðal þingmanna á því að fresta þessu sem kemur fram í fjárlögunum og lengja í þessari leið - séreignarsparnaðarleiðinni - og ég tel það mjög mikilvægt að það verði þannig. Við verðum að finna einhverja leið sem sátt er um,“ segir Njáll Trausti. Þetta sé mjög mikilvægt mál og mikill vilji meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka að lengja í úrræðinu. Málið hafi verið lítillega rætt í fjárlaganefnd. „Við höfum náð að ræða þetta lítillega milli okkar en auðvitað er það þannig að málið er venjulega tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd og síðan kemur það inn til okkar í fjárlaganefnd,“ segir hann. „Ég held það sé almennt mjög mikill vilji fyrir því að við förum í þetta að lengja í þessu úrræði, sem ég tel gríðarlega mikilvægt fyrir heimilin í landinu.“ Þétt tímalína Stefnt er að því að klára fjárlög fyrir kosningar og hefur þingið aðeins nokkrar vikur til stefnu. Von er á þjóðarspá á þriðjudag og gerir Njáll Trausti von á annarri umræðu fjárlaga í þinginu eftir aðra helgi. „Þann dag reiknum við með að fá gesti úr fjármálaráðuneytinu til að kynna stöðu mála gagnvart uppreikningi á grunnlánum miðað við þjóðarspána þá vitum við aðeins meira. Við höfum þá nokkra daga til að gera nefndarálitið og ég reikna með að önnur umræða fari fram eftir aðra helgi. Þannig að það væri þá líklega þriðjudaginn 12. nóvember sem önnur umræða gæti farið fram. Síðan væru nokkrir dagar milli annarrar og þriðju og við værum að klára þriðju umræðuna 15. eða 16. nóvember.“ Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda eigi líka að taka mið af æviskeiði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir kostnaðinn af háum vöxtum og verðbólgu á Íslandi ekki leggjast jafnt á alla á Íslandi, heimili eða fyrirtæki. Úrræði yfirvalda eigi þó ekki eingöngu að miðast við lágtekjufólk. 18. september 2024 08:42 „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31 Ráðherra og nýr nefndarformaður ósammála: „Almenningur á betra skilið“ Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem lofi ekki góðu fyrir komandi þingvetur. Almenningur eigi betra skilið. 14. september 2024 14:04 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármála- og efnahagsráðherra fyrir árið 2025 segir að ekki sé gert ráð fyrir framlengingu á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán í gegnum almenna úrræðið árið 2025, sem að óbreyttu rennur út í lok árs 2024. Hins vegar verði áfram heimilt að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa undir formerkjum „fyrstu fasteignar“. Úrræðið hefur verið í boði í áratug. Vilji meðal þingmanna að fresta Þessu hefur verið mikið mótmælt, þar á meðal af stjórnarþingmönnum, til að mynda Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks og formanni fjárlaganefndar. „Ég held að það sé almennt mikill áhugi meðal þingmanna á því að fresta þessu sem kemur fram í fjárlögunum og lengja í þessari leið - séreignarsparnaðarleiðinni - og ég tel það mjög mikilvægt að það verði þannig. Við verðum að finna einhverja leið sem sátt er um,“ segir Njáll Trausti. Þetta sé mjög mikilvægt mál og mikill vilji meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka að lengja í úrræðinu. Málið hafi verið lítillega rætt í fjárlaganefnd. „Við höfum náð að ræða þetta lítillega milli okkar en auðvitað er það þannig að málið er venjulega tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd og síðan kemur það inn til okkar í fjárlaganefnd,“ segir hann. „Ég held það sé almennt mjög mikill vilji fyrir því að við förum í þetta að lengja í þessu úrræði, sem ég tel gríðarlega mikilvægt fyrir heimilin í landinu.“ Þétt tímalína Stefnt er að því að klára fjárlög fyrir kosningar og hefur þingið aðeins nokkrar vikur til stefnu. Von er á þjóðarspá á þriðjudag og gerir Njáll Trausti von á annarri umræðu fjárlaga í þinginu eftir aðra helgi. „Þann dag reiknum við með að fá gesti úr fjármálaráðuneytinu til að kynna stöðu mála gagnvart uppreikningi á grunnlánum miðað við þjóðarspána þá vitum við aðeins meira. Við höfum þá nokkra daga til að gera nefndarálitið og ég reikna með að önnur umræða fari fram eftir aðra helgi. Þannig að það væri þá líklega þriðjudaginn 12. nóvember sem önnur umræða gæti farið fram. Síðan væru nokkrir dagar milli annarrar og þriðju og við værum að klára þriðju umræðuna 15. eða 16. nóvember.“
Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda eigi líka að taka mið af æviskeiði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir kostnaðinn af háum vöxtum og verðbólgu á Íslandi ekki leggjast jafnt á alla á Íslandi, heimili eða fyrirtæki. Úrræði yfirvalda eigi þó ekki eingöngu að miðast við lágtekjufólk. 18. september 2024 08:42 „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31 Ráðherra og nýr nefndarformaður ósammála: „Almenningur á betra skilið“ Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem lofi ekki góðu fyrir komandi þingvetur. Almenningur eigi betra skilið. 14. september 2024 14:04 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Aðgerðir stjórnvalda eigi líka að taka mið af æviskeiði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir kostnaðinn af háum vöxtum og verðbólgu á Íslandi ekki leggjast jafnt á alla á Íslandi, heimili eða fyrirtæki. Úrræði yfirvalda eigi þó ekki eingöngu að miðast við lágtekjufólk. 18. september 2024 08:42
„Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31
Ráðherra og nýr nefndarformaður ósammála: „Almenningur á betra skilið“ Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem lofi ekki góðu fyrir komandi þingvetur. Almenningur eigi betra skilið. 14. september 2024 14:04
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda