Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Lovísa Arnardóttir skrifar 30. október 2024 11:43 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að bæði sé verið að rannsaka mögulegan uppruna smitanna í matvælum og verkferla á leikskólanum. Vísir/Egill Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir á ekki von á því að niðurstöður úr rannsókn á uppruna E.coli smits á Mánagarði liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi við lok vikunnar eða um helgina. Leikskólinn er enn lokaður. Tíu börn eru undir undir eftirliti á bráðamóttöku Barnaspítalans eins og er samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Auk þess eru tíu börn inniliggjandi, þar af eru fimm á deild og fimm á gjörgæslu. Þeim hefur þannig fækkað verulega frá því í upphafi vikunnar sem eru undir eftirliti en þá voru um 40 börn undir eftirliti. Þeim hefur sömuleiðis fækkað um einn sem eru inniliggjandi frá því í fyrradag en fjölgað sem eru á gjörgæslu. Á mánudag voru þrjú á gjörgæslu en nú eru þau fimm. Guðrún segir eitt nýtt tilfelli veikinda hafa bæst við i gær. Það taki smá tíma fyrir alvarleg veikindi að koma upp en það sé vel fylgst með þeim börnum á spítalanum. Hún segir starfsmenn ekki hafa sent inn sýni vegna veikinda en það sé viðbúið að það hafi verið einhver afleidd veikindi inni á leikskólanum því starfsfólk vinni svo náið með börnunum. Allir sem hafi veikst hafi einhver tengsl við leikskólann. Afleidd smit eðlileg „Það getur það sama gerst á heimilum. Krakkarnir eru með niðurgang og þau eru lítil þannig það þarf að hjálpa þeim. Þannig smitast þetta. Þetta fer líka í þarmana okkar og fer út með saur. Ef lítill krakki fer á klósettið getur þetta borist í einhvern sem er að hjálpa. Eða ef krakkinn er nokkuð sjálfstæður og þvær sér ekki nægilega vel um hendurnar.“ „Það er verið að skoða ýmis matvæli,“ segir Guðrún og að bæði sé verið að skoða hakk og grænmeti sem hafi verið í boði á leikskólanum. Bæði sé verið að skoða matvælin sem voru í boði auk þess sem verkferillinn á leikskólanum sé til skoðunar hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Þetta er þarmabaktería sem er í dýrum, aðallega jórturdýrum, og getur því verið í nauta- og lambakjöti,“ segir Guðrún og að frá þeim geti bakterían borist á kjöt við slátrun eða framleiðslu. „Það getur sama gerst í landbúnaði þegar það er verið að rækta grænmeti. Erlendis hefur þetta líka verið tengt við eplaræktun og framleiðslu á síder. Þá eru þessi bú kannski með fjölbreytta starfsemi og þetta er mengun sem kemur frá dýrunum. Þess vegna er þetta líka stundum í vatninu.“ Úr hakki eða grænmeti Hún segir að ef þetta sé á kjötinu þá drepist bakterían við steikingu en ef fólk er að elda hakk þá sé búið að blanda því einhvern veginn saman og ef það er eldað illa þá geti bakterían verið inni í hakkinu. „Hún er ekki inni í steikinni, heldur á henni, en getur verið inni í hakkinu,“ segir Guðrún Hvað varðar grænmetið þá geti bakterían verið utan á grænmetinu. Það sé hægt að skola það en fólk auðvitað sé ekki að sótthreinsa grænmeti eða þrífa það með sápu. „Þetta hefur alveg verið í salati og spírum. Þess vegna segir maður fólki að skera ekki hrátt kjöt og grænmeti á sama skurðbretti eða með sama hníf. Ef það væri á grænmeti þá værir þú að blanda því saman.“ Guðrún segir að sóttvarnalæknir og matvælastofnun muni síðar í dag senda frá sér tilkynningu um stöðu mála. Tilkynningin verður birt á vefnum. E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Landspítalinn Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Landbúnaður Tengdar fréttir Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. 28. október 2024 11:55 Þrjú börn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. 28. október 2024 10:46 Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp „Dóttir mín var þá tveggja að verða þriggja ára og fékk allan pakkann og vorum við rúmlega mánuð á spítalanum áður en hún fékk að fara heim, en var alls ekki fullfrísk og er ekki fimm árum seinna. Okkur langar svo að geta gefið af okkur til aðstandenda og veitt stuðning svo við ákváðum að stofna vettvang þar sem aðstandendur geti leitað stuðnings og fengið upplýsingar.“ 27. október 2024 21:11 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Þeim hefur þannig fækkað verulega frá því í upphafi vikunnar sem eru undir eftirliti en þá voru um 40 börn undir eftirliti. Þeim hefur sömuleiðis fækkað um einn sem eru inniliggjandi frá því í fyrradag en fjölgað sem eru á gjörgæslu. Á mánudag voru þrjú á gjörgæslu en nú eru þau fimm. Guðrún segir eitt nýtt tilfelli veikinda hafa bæst við i gær. Það taki smá tíma fyrir alvarleg veikindi að koma upp en það sé vel fylgst með þeim börnum á spítalanum. Hún segir starfsmenn ekki hafa sent inn sýni vegna veikinda en það sé viðbúið að það hafi verið einhver afleidd veikindi inni á leikskólanum því starfsfólk vinni svo náið með börnunum. Allir sem hafi veikst hafi einhver tengsl við leikskólann. Afleidd smit eðlileg „Það getur það sama gerst á heimilum. Krakkarnir eru með niðurgang og þau eru lítil þannig það þarf að hjálpa þeim. Þannig smitast þetta. Þetta fer líka í þarmana okkar og fer út með saur. Ef lítill krakki fer á klósettið getur þetta borist í einhvern sem er að hjálpa. Eða ef krakkinn er nokkuð sjálfstæður og þvær sér ekki nægilega vel um hendurnar.“ „Það er verið að skoða ýmis matvæli,“ segir Guðrún og að bæði sé verið að skoða hakk og grænmeti sem hafi verið í boði á leikskólanum. Bæði sé verið að skoða matvælin sem voru í boði auk þess sem verkferillinn á leikskólanum sé til skoðunar hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Þetta er þarmabaktería sem er í dýrum, aðallega jórturdýrum, og getur því verið í nauta- og lambakjöti,“ segir Guðrún og að frá þeim geti bakterían borist á kjöt við slátrun eða framleiðslu. „Það getur sama gerst í landbúnaði þegar það er verið að rækta grænmeti. Erlendis hefur þetta líka verið tengt við eplaræktun og framleiðslu á síder. Þá eru þessi bú kannski með fjölbreytta starfsemi og þetta er mengun sem kemur frá dýrunum. Þess vegna er þetta líka stundum í vatninu.“ Úr hakki eða grænmeti Hún segir að ef þetta sé á kjötinu þá drepist bakterían við steikingu en ef fólk er að elda hakk þá sé búið að blanda því einhvern veginn saman og ef það er eldað illa þá geti bakterían verið inni í hakkinu. „Hún er ekki inni í steikinni, heldur á henni, en getur verið inni í hakkinu,“ segir Guðrún Hvað varðar grænmetið þá geti bakterían verið utan á grænmetinu. Það sé hægt að skola það en fólk auðvitað sé ekki að sótthreinsa grænmeti eða þrífa það með sápu. „Þetta hefur alveg verið í salati og spírum. Þess vegna segir maður fólki að skera ekki hrátt kjöt og grænmeti á sama skurðbretti eða með sama hníf. Ef það væri á grænmeti þá værir þú að blanda því saman.“ Guðrún segir að sóttvarnalæknir og matvælastofnun muni síðar í dag senda frá sér tilkynningu um stöðu mála. Tilkynningin verður birt á vefnum.
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Landspítalinn Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Landbúnaður Tengdar fréttir Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. 28. október 2024 11:55 Þrjú börn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. 28. október 2024 10:46 Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp „Dóttir mín var þá tveggja að verða þriggja ára og fékk allan pakkann og vorum við rúmlega mánuð á spítalanum áður en hún fékk að fara heim, en var alls ekki fullfrísk og er ekki fimm árum seinna. Okkur langar svo að geta gefið af okkur til aðstandenda og veitt stuðning svo við ákváðum að stofna vettvang þar sem aðstandendur geti leitað stuðnings og fengið upplýsingar.“ 27. október 2024 21:11 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. 28. október 2024 11:55
Þrjú börn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. 28. október 2024 10:46
Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp „Dóttir mín var þá tveggja að verða þriggja ára og fékk allan pakkann og vorum við rúmlega mánuð á spítalanum áður en hún fékk að fara heim, en var alls ekki fullfrísk og er ekki fimm árum seinna. Okkur langar svo að geta gefið af okkur til aðstandenda og veitt stuðning svo við ákváðum að stofna vettvang þar sem aðstandendur geti leitað stuðnings og fengið upplýsingar.“ 27. október 2024 21:11