Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. október 2024 09:31 Baltasar Kormákur og Sunneva fengu nafnið Kormákur ekki samþykkt sem ættarnafn. Dóttir leikstjórans Baltasars Kormáks og Sunnevu Ásu Weisshappel, myndlistarkonu og leikmyndahönnuðar var skírð þann 5. október síðastliðinn og fékk hún nafnið Kilja Kormákur. Parið þurfti að sækja um sérstakt leyfi til Mannanafnanefndar og segir að það hafi komið þeim á óvart að Kilja væri ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn. Kilja litla kom í heiminn þann 5. ágúst síðastliðinn og er fyrsta barn Sunnevu. Fyrir á Kormákur fjögur börn. Spurð hvaðan hugmyndin að nafninu kemur segir Sunneva að það hafi komið til þeirra þegar þau voru í hestaferð yfir Kjöl síðastliðið sumar. „Kjölur=miðja=kjölfesta. Ég var reyndar ekki á hesti en var með í ferðinni þar sem ég var komin 39 vikur á leið. Það kom okkur svo á óvart þegar við flettum Kilju nafninu upp að þetta var ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn og þurftum því að fá leyfi hjá mannanafnanefnd,“ segir Sunneva í samtali við Vísi. „Hún er skírð Kilja Kormákur. Við vorum skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við af Þjóðskrá. Kormákur fékkst ekki samþykkt sem ættarnafn en það var upphaflega hugmyndin. Ættarnafnslögin eru furðuleg á Íslandi. Kormákur er vissulega karlmannsnafn en það er leyfilegt að skýra stúlkur karlmannsnafni ef það er nafn tvö eins og fjölmörg vitni eru um,“ bætir hún við. Ákveðin fjölskylduhefð Að sögn Baltasars hefur myndast ákveðin hefð innan fjölskyldunnar að bera nafnið Kormákur, í raun sem ættarnafn. „Ég nota bara Baltasar Kormákur. En er auk þess skráður Baltasarsson í passanum. Tveir af sonum mínum heita Kormákur að öðru og þriðja nafni Pálmi Kormákur og Stormur Jón Kormákur, þannig að það hefur myndast ákveðin hefð,“ segir Baltasar. Sunneva og Baltasar hafa unnið saman að stórum verkefnum og má þar nefna Netflix þáttaröðina Katla, Ófærð 3 og Snertingu. Baltasar sá um leikstjórn og Sunneva um leikmyndirnar. Frumraun Sunnevu í búningahönnun fyrir leikhús var Njála og hlaut hún Grímuverðlaun 2015 fyrir búningana í þeirri sýningu. Barnalán Ástin og lífið Mannanöfn Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Kilja litla kom í heiminn þann 5. ágúst síðastliðinn og er fyrsta barn Sunnevu. Fyrir á Kormákur fjögur börn. Spurð hvaðan hugmyndin að nafninu kemur segir Sunneva að það hafi komið til þeirra þegar þau voru í hestaferð yfir Kjöl síðastliðið sumar. „Kjölur=miðja=kjölfesta. Ég var reyndar ekki á hesti en var með í ferðinni þar sem ég var komin 39 vikur á leið. Það kom okkur svo á óvart þegar við flettum Kilju nafninu upp að þetta var ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn og þurftum því að fá leyfi hjá mannanafnanefnd,“ segir Sunneva í samtali við Vísi. „Hún er skírð Kilja Kormákur. Við vorum skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við af Þjóðskrá. Kormákur fékkst ekki samþykkt sem ættarnafn en það var upphaflega hugmyndin. Ættarnafnslögin eru furðuleg á Íslandi. Kormákur er vissulega karlmannsnafn en það er leyfilegt að skýra stúlkur karlmannsnafni ef það er nafn tvö eins og fjölmörg vitni eru um,“ bætir hún við. Ákveðin fjölskylduhefð Að sögn Baltasars hefur myndast ákveðin hefð innan fjölskyldunnar að bera nafnið Kormákur, í raun sem ættarnafn. „Ég nota bara Baltasar Kormákur. En er auk þess skráður Baltasarsson í passanum. Tveir af sonum mínum heita Kormákur að öðru og þriðja nafni Pálmi Kormákur og Stormur Jón Kormákur, þannig að það hefur myndast ákveðin hefð,“ segir Baltasar. Sunneva og Baltasar hafa unnið saman að stórum verkefnum og má þar nefna Netflix þáttaröðina Katla, Ófærð 3 og Snertingu. Baltasar sá um leikstjórn og Sunneva um leikmyndirnar. Frumraun Sunnevu í búningahönnun fyrir leikhús var Njála og hlaut hún Grímuverðlaun 2015 fyrir búningana í þeirri sýningu.
Barnalán Ástin og lífið Mannanöfn Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“