Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar 29. október 2024 21:01 Systir mín, nýkomin til landsins frá París, lét þessi orð falla á meðan við ókum eftir hringveginum í sumar: „Undarlegt - Allt er stöðugt að breytast í kringum okkur. Náttúran er aldrei eins“. „Hvað áttu við með því?“ spurði ég hissa. Fjöllin eru alltaf á sama stað. „Jú, eftir því sem við nálgumst fjall breytist það og sýnir aðra hlið á sér og við hverja breytingu á sjónarhorni blasir við ný sýn, nýtt form, nýir litir og nýtt ljós. Eins og náttúran væri að skapa eitthvað nýtt á hverju augnabliki“. Hún hugsaði sig um nokkra stund, hallaði sér síðan að mér og sagði eins og við sjálfa sig: „Ég heimsótti þig fyrir tuttugu árum þegar þú varst nýflutt til landsins. Þegar ég sneri aftur heim til foreldra okkar í Frakklandi og virti fyrir mér landslagið leið mér undarlega. Hvernig undarlega? Mér fannst umhverfið svo niðurdrepandi. Allt var eins, hver lófastór blettur í landslaginu var skipulagður. Allt var eins.“ Ég hlustaði einbeitt og á sama tíma var ég steinhissa á þessum einlægu orðum sem hreyfðu við mér. Ég leit til systur minnar og sá hana fyrir mér að leiðast í Frakklandi. Þá kom upp minning um fyrsta skipti sem ég sneri aftur til Frakklands eftir sumardvöl á Íslandi við vinnu á verkfræðistofu. Flugvélin lenti á Orly-flugvelli og ég þurfti að taka annað flug til Toulon þar sem fjölskylda mín var í fríi við Riveruna. Það var einn af uppáhaldsstöðum mínum, sjórinn, gróðurinn, hitinn. Það var staðurinn sem ég var vön að dvelja á í tvær vikur til að hlaða batteríin fyrir skólaárið fram undan. Einn af fallegustu stöðunum í Frakklandi. En þar sem ég geng um í suðrænu kjarrlendi og sjórinn við fætur mína, þá átta ég mig allt í einu á að ég er orðin ónæm fyrir þessari fegurð. Ég er ekki lengur að upplifa neitt. Ég er dofin gagnvart umhverfinu. Á þeim tímapunkti áttaði ég mig á því að ég kynni ekki lengur að meta umhverfið í suðrinu eftir tvo mánuði á Íslandi. Þegar maður hefur upplifað mjög sterkt ákveðna fegurð verður leiðin niður á jörðina aftur erfið. Þannig var tilfinning okkar. Þá leið mér undarlega. Eftir tuttugu ár á Íslandi er ég kannski orðin ónæm fyrir fegurð landsins? Kannski þarf ég að fara oftar til útlanda til að finna fyrir henni aftur. Getur verið að fólkið sem fæðist hér sé ekki alltaf meðvitað um hana? Eru innfæddir að skynja landið öðruvísi vegna þess að þeir ólust upp hér og hafa ekki æskuminningar frá öðru landi? Eru þar af leiðandi tengslin við landið mynduð öðruvísi? Æskuminningar mínar eru frá sveitinni, Ölpunum, suðrinu og París. Eru þeir sem hafa æskurætur á Íslandi að upplifa fegurð náttúrunnar á sama hátt? Hefur það áhrif á skynjun náttúrunnar? Standa rætur fólks á eyju í miðju Atlantshafi svo djúpt að þær geri fólki erfitt að lyfta sér upp og njóta náttúru landsins á öðru plani? Er ég hætt að sjá hvað er svo sérstakt hér? Er umhverfið orðið svo sjálfsagt að ég taki ekki eftir því? Er ég orðin dauf gagnvart umhverfinu? Íslensk? Sé ég ekki lengur fegurðina? Ég kvarta undan blautu sumri eins og aðrir Íslendingar. Svo hugsa ég um alla þessa túrista sem yfirgefa Ísland eftir dvöl sína hér. Hvernig líður þeim erlendis? Eru kannski margir að upplifa þessa skrýtnu tilfinningu? Nokkrum dögum eftir brottför systur minnar frá Íslandi hringir myndforrit. Systir mín er stödd í lúxusvillu í Suður-Frakklandi. „Giskaðu hvernig mér líður?“ spyr hún hálfbrosandi. Ég brosti skilningsrík til baka. Ó hvað ég þrái að upplifa aftur hina saklausu skynjun fegurðar náttúrunnar. Ég horfi á fjöllin, á vötnin, á sjóinn og ég reyni að sjá eitthvað handan við hversdagslegan veruleika, á bak við hin óáþreifanlegu tjöld vanans sem byrgja okkur sýn. Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Systir mín, nýkomin til landsins frá París, lét þessi orð falla á meðan við ókum eftir hringveginum í sumar: „Undarlegt - Allt er stöðugt að breytast í kringum okkur. Náttúran er aldrei eins“. „Hvað áttu við með því?“ spurði ég hissa. Fjöllin eru alltaf á sama stað. „Jú, eftir því sem við nálgumst fjall breytist það og sýnir aðra hlið á sér og við hverja breytingu á sjónarhorni blasir við ný sýn, nýtt form, nýir litir og nýtt ljós. Eins og náttúran væri að skapa eitthvað nýtt á hverju augnabliki“. Hún hugsaði sig um nokkra stund, hallaði sér síðan að mér og sagði eins og við sjálfa sig: „Ég heimsótti þig fyrir tuttugu árum þegar þú varst nýflutt til landsins. Þegar ég sneri aftur heim til foreldra okkar í Frakklandi og virti fyrir mér landslagið leið mér undarlega. Hvernig undarlega? Mér fannst umhverfið svo niðurdrepandi. Allt var eins, hver lófastór blettur í landslaginu var skipulagður. Allt var eins.“ Ég hlustaði einbeitt og á sama tíma var ég steinhissa á þessum einlægu orðum sem hreyfðu við mér. Ég leit til systur minnar og sá hana fyrir mér að leiðast í Frakklandi. Þá kom upp minning um fyrsta skipti sem ég sneri aftur til Frakklands eftir sumardvöl á Íslandi við vinnu á verkfræðistofu. Flugvélin lenti á Orly-flugvelli og ég þurfti að taka annað flug til Toulon þar sem fjölskylda mín var í fríi við Riveruna. Það var einn af uppáhaldsstöðum mínum, sjórinn, gróðurinn, hitinn. Það var staðurinn sem ég var vön að dvelja á í tvær vikur til að hlaða batteríin fyrir skólaárið fram undan. Einn af fallegustu stöðunum í Frakklandi. En þar sem ég geng um í suðrænu kjarrlendi og sjórinn við fætur mína, þá átta ég mig allt í einu á að ég er orðin ónæm fyrir þessari fegurð. Ég er ekki lengur að upplifa neitt. Ég er dofin gagnvart umhverfinu. Á þeim tímapunkti áttaði ég mig á því að ég kynni ekki lengur að meta umhverfið í suðrinu eftir tvo mánuði á Íslandi. Þegar maður hefur upplifað mjög sterkt ákveðna fegurð verður leiðin niður á jörðina aftur erfið. Þannig var tilfinning okkar. Þá leið mér undarlega. Eftir tuttugu ár á Íslandi er ég kannski orðin ónæm fyrir fegurð landsins? Kannski þarf ég að fara oftar til útlanda til að finna fyrir henni aftur. Getur verið að fólkið sem fæðist hér sé ekki alltaf meðvitað um hana? Eru innfæddir að skynja landið öðruvísi vegna þess að þeir ólust upp hér og hafa ekki æskuminningar frá öðru landi? Eru þar af leiðandi tengslin við landið mynduð öðruvísi? Æskuminningar mínar eru frá sveitinni, Ölpunum, suðrinu og París. Eru þeir sem hafa æskurætur á Íslandi að upplifa fegurð náttúrunnar á sama hátt? Hefur það áhrif á skynjun náttúrunnar? Standa rætur fólks á eyju í miðju Atlantshafi svo djúpt að þær geri fólki erfitt að lyfta sér upp og njóta náttúru landsins á öðru plani? Er ég hætt að sjá hvað er svo sérstakt hér? Er umhverfið orðið svo sjálfsagt að ég taki ekki eftir því? Er ég orðin dauf gagnvart umhverfinu? Íslensk? Sé ég ekki lengur fegurðina? Ég kvarta undan blautu sumri eins og aðrir Íslendingar. Svo hugsa ég um alla þessa túrista sem yfirgefa Ísland eftir dvöl sína hér. Hvernig líður þeim erlendis? Eru kannski margir að upplifa þessa skrýtnu tilfinningu? Nokkrum dögum eftir brottför systur minnar frá Íslandi hringir myndforrit. Systir mín er stödd í lúxusvillu í Suður-Frakklandi. „Giskaðu hvernig mér líður?“ spyr hún hálfbrosandi. Ég brosti skilningsrík til baka. Ó hvað ég þrái að upplifa aftur hina saklausu skynjun fegurðar náttúrunnar. Ég horfi á fjöllin, á vötnin, á sjóinn og ég reyni að sjá eitthvað handan við hversdagslegan veruleika, á bak við hin óáþreifanlegu tjöld vanans sem byrgja okkur sýn. Höfundur er verkfræðingur
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun