Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2024 13:55 Jacob Anthony Angeli Chansley, varð nokkurskonar holdgervingur QAnon-hreyfingarinnar þann 6. janúar 2021, og var lengi kallaður QAnon-galdramaðurinn. Getty/Brent Stirton Í nýjasta þætti Skuggavaldsins er sagt að 6. janúar 2021 verði lengi minnst sem eins dekksta dags í sögu Bandaríkjanna. Þann dag brutust hundruð reiðra mótmælenda, sumir vopnaðir og knúnir áfram af samsæriskenningunni QAnon, inn í þinghúsið í Washington D.C. Þau prófessorar Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir láta komandi kosningar ekki trufla sig hið minnsta, og þó því nú beina þau sjónum að máli sem tengist óhjákvæmilega forsetakjöri í Bandaríkjunum. En aðeins er vika í það. Spillt elíta djöfladýrkenda og barnaníðinga Í síðasta þætti var farið í saumana á því þegar reynt var að koma í veg fyrir staðfestingu forsetakjörs Joe Biden. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins, um Qanon-samsæriskenninguna, rekja þau Hulda og Eiríkur atburðina þennan örlagaríka dag og hvernig samsæriskenningin stuðlaði að þessari valdaránstilraun. Eftir að kjörstaðir lokuðu í nóvember 2020 lýsti Donald Trump yfir sigri og sakaði andstæðinga sína um kosningasvindl. Falsfréttir um ólögmætar talningar og víðtæk kosningasvik breiddust út og mögnuðust meðal fylgismanna QAnon sem trúðu því að Trump væri hetjan sem berðist gegn „djúpríkinu“ – spilltri elítu djöfladýrkenda og barnaníðinga. Trump sjálfur hvatti til mótmæla með orðum eins og „við berjumst til endaloka” og „ef þið berjist ekki, þá glatið þið landinu ykkar“. Fjöldi Bandaríkjamanna trúir þessu enn Með þessu urðu fylgismenn QAnon, sem álitu Trump hetju sína, að lykilafli í mótmælunum sem enduðu með ofbeldi. Þrátt fyrir að mótmælendur hafi ekki haft skýra áætlun um hvað gera skyldi eftir að komast í gegnum öryggisgæslu þinghússins, braust hópurinn inn í bygginguna. Sjá mátti mótmælendur klæðast fötum og hrópa slagorð í anda QAnon á borð við „Þar sem einn fer, förum við allir”. Árásin leiddi til dauða fimm manns og tugir annarra slösuðust. Atvikið markaði pólitísk tímamót þar sem tilraun var gerð til þess að bylta réttkjörnum stjórnvöldum. Að lokum voru yfir 1.200 manns ákærðir fyrir þátttöku í árásinni. QAnon-samsæriskenningin hafði lykilhlutverki að gegna í mótun hugmynda þeirra sem tóku þátt í innrásinni. Rakið er í þættinum hvernig fjöldi bandarískra kjósenda, einkum í Repúblikanaflokknum, trúir enn á kjarna kenningarinnar þó hún hafi tekið á sig nýjar myndir eftir því sem frá líður. Árásin á þinghúsið er óhugnanlegt dæmi um það hvernig samsæriskenningar geta ekki aðeins mótað hugmyndir okkar heldur einnig leitt til raunverulegs ofbeldis og átaka í samfélögum samtímans. Skuggavaldið Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Þau prófessorar Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir láta komandi kosningar ekki trufla sig hið minnsta, og þó því nú beina þau sjónum að máli sem tengist óhjákvæmilega forsetakjöri í Bandaríkjunum. En aðeins er vika í það. Spillt elíta djöfladýrkenda og barnaníðinga Í síðasta þætti var farið í saumana á því þegar reynt var að koma í veg fyrir staðfestingu forsetakjörs Joe Biden. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins, um Qanon-samsæriskenninguna, rekja þau Hulda og Eiríkur atburðina þennan örlagaríka dag og hvernig samsæriskenningin stuðlaði að þessari valdaránstilraun. Eftir að kjörstaðir lokuðu í nóvember 2020 lýsti Donald Trump yfir sigri og sakaði andstæðinga sína um kosningasvindl. Falsfréttir um ólögmætar talningar og víðtæk kosningasvik breiddust út og mögnuðust meðal fylgismanna QAnon sem trúðu því að Trump væri hetjan sem berðist gegn „djúpríkinu“ – spilltri elítu djöfladýrkenda og barnaníðinga. Trump sjálfur hvatti til mótmæla með orðum eins og „við berjumst til endaloka” og „ef þið berjist ekki, þá glatið þið landinu ykkar“. Fjöldi Bandaríkjamanna trúir þessu enn Með þessu urðu fylgismenn QAnon, sem álitu Trump hetju sína, að lykilafli í mótmælunum sem enduðu með ofbeldi. Þrátt fyrir að mótmælendur hafi ekki haft skýra áætlun um hvað gera skyldi eftir að komast í gegnum öryggisgæslu þinghússins, braust hópurinn inn í bygginguna. Sjá mátti mótmælendur klæðast fötum og hrópa slagorð í anda QAnon á borð við „Þar sem einn fer, förum við allir”. Árásin leiddi til dauða fimm manns og tugir annarra slösuðust. Atvikið markaði pólitísk tímamót þar sem tilraun var gerð til þess að bylta réttkjörnum stjórnvöldum. Að lokum voru yfir 1.200 manns ákærðir fyrir þátttöku í árásinni. QAnon-samsæriskenningin hafði lykilhlutverki að gegna í mótun hugmynda þeirra sem tóku þátt í innrásinni. Rakið er í þættinum hvernig fjöldi bandarískra kjósenda, einkum í Repúblikanaflokknum, trúir enn á kjarna kenningarinnar þó hún hafi tekið á sig nýjar myndir eftir því sem frá líður. Árásin á þinghúsið er óhugnanlegt dæmi um það hvernig samsæriskenningar geta ekki aðeins mótað hugmyndir okkar heldur einnig leitt til raunverulegs ofbeldis og átaka í samfélögum samtímans.
Skuggavaldið Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira