Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. október 2024 11:47 Einn kaldan morgun í febrúar fyrir nokkrum árum vaknaði kona í Vesturbænum, þá nýorðin 60 ára. Fyrst eftir að hún opnaði augun hélt hún að dagurinn yrði eins og flestir aðrir dagar. Hún myndi fá sér kaffi, lesa blaðið og fara í göngutúr en þegar hún hafði rankað betur við sér áttaði hún sig á því að hún gat ekki hreyft hægri höndina. Konan vissi strax að það væri eitthvað að en áttaði sig ekki á því hvað það var. Hún ákvað að hringja í heilsugæsluna og henni var sagt að koma og hitta lækni. Læknirinn skoðaði konuna og vissi strax að það væri eitthvað að - en vissi ekki hvað. Hann ákvað að senda konuna með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. Þegar þangað var komið skoðuðu hana fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar, hún fékk ágætis herbergi þar sem hún gat slakað á og beðið eftir að enn fleiri kæmu og skoðuðu hana. Þau vissu öll að eitthvað væri að - en vissu ekki hvað. Þegar líða fór á daginn og biðin varð lengri hringdi konan í börnin sín og sagði þeim að hún væri á Landspítalanum, hún gæti ekki hreyft aðra höndina og henni líði eins og eitthvað alvarlegt væri að. Börnin komu til hennar á spítalann og sáu strax á mömmu sinni að eitthvað væri að, þau vissu ekki hvað það var. Daginn eftir gat konan ekki hreyft vinstri höndina, skömmu síðar gat hún ekki hreyft hægri fótinn, enn síðar vinstri fótinn og á endanum gat hún sig hvergi hreyft. Ellefu dögum eftir að hún vaknaði og gat ekki hreyft höndina var mamma mín dáin. Þennan kalda febrúarmorgun hafði hún fengið heilaslag Eitt helsta einkenni heilaslags er að missa kraft í annarri hendi. Heilaslag er algeng dánarorsök Ein af hverjum fjórum manneskjum fær heilaslag einhvern tímann á ævinni. Slag er stundum betur þekkt sem heilablóðfall og er önnur algengasta dánarorsök á Vesturlöndum. Það er einnig ein algengasta orsök fötlunar meðal fullorðinna. Afleiðingar slags geta því verið mjög alvarlegar og jafnvel lífshættulegar. Sannleikurinn er þó sá að í mörgum tilfellum er hægt að meðhöndla heilaslag. Lykilatriðið er að þekkja og átta sig á einkennunum og koma fólki sem fyrst undir læknishendur því að á hverri mínútu eftir að slag á sér stað tapast 1,9 milljón heilafrumur. 70 prósent íslenskra slagsjúklinga koma ekki í tæka tíð á sjúkrahús til að fá viðeigandi meðferð og verða því fyrir meiri skaða og líkur á andláti aukast. Það er því afar mikilvægt að þekkja einkennin. Einkenni heilaslags: · F (Face): Andlit – er andlitið sigið öðru megin? · A (Arms): Armar – getur einstaklingur lyft báðum höndum? · S (Speech): Tal – er tal einstaklingsins óskýrt eða óskiljanlegt? · T (Time): Tími – það skiptir öllu máli að hringja strax í 112 ef þessi einkenni koma fram. Fræðsluátak um einkenni heilaslags FAST hetjurnar er alþjóðlegt skólaverkefni fyrir 5-9 ára börn þar sem þeim eru kennd einkenni slags og hvernig þau eiga að bregðast við þeim. Börnin kenna svo fólkinu í kringum sig það sem þau lærðu í skólanum og þannig náum við að fræða alla fjölskylduna. FAST hetjurnar komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2021 og hefur verkefnið vaxið hratt. Nú hafa yfir 500 þúsund börn um allan heim lært um einkenni heilaslags og viðbrögð við þeim í gegnum FAST-hetjurnar, þar með talin þúsundir barna hér á Íslandi. Verkefnið hefur verið kennt í skólum í Suður-Afríku, Úkraínu, Spáni, Ítalíu og Singapúr svo dæmi séu tekin og benda rannsóknir á verkefninu til þess að fræðslan sé áhrifarík og að foreldrar barna sem sem taka þátt auki, líkt og börnin, þekkingu sína um einkenni slags. Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til því að með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi. FAST kennslan fer fram gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur og er kennsluefnið sniðið að þörfum og aldri barnanna. Allt kennsluefnið er skólum, kennurum og nemendum að kostnaðarlausu og það krefst ekki mikils undirbúnings frá kennurum. Alþjóðlegi slagdagurinn er í dag, 29. október, og vil ég því nýta tækifærið og hvetja fólk til að kynna sér einkenni heilaslags og jafnframt hvet ég kennara og skólastjórnendur til að taka þátt í FAST-hetju verkefninu. Vitundarvakning er nauðsynleg svo að sem flest komist undir læknishendur sem fyrst og slagmeðferð gagnist sem best. Aukin þekking getur bjargað mannslífum. Nánari upplýsingar um FAST-hetjurnar má finna á www.fastheroes.com eða í gegnum netfangið fast112@athygli.is Höfundur starfar sem ráðgjafi ásamt því að vinna að innleiðingu FAST hetjanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Einn kaldan morgun í febrúar fyrir nokkrum árum vaknaði kona í Vesturbænum, þá nýorðin 60 ára. Fyrst eftir að hún opnaði augun hélt hún að dagurinn yrði eins og flestir aðrir dagar. Hún myndi fá sér kaffi, lesa blaðið og fara í göngutúr en þegar hún hafði rankað betur við sér áttaði hún sig á því að hún gat ekki hreyft hægri höndina. Konan vissi strax að það væri eitthvað að en áttaði sig ekki á því hvað það var. Hún ákvað að hringja í heilsugæsluna og henni var sagt að koma og hitta lækni. Læknirinn skoðaði konuna og vissi strax að það væri eitthvað að - en vissi ekki hvað. Hann ákvað að senda konuna með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. Þegar þangað var komið skoðuðu hana fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar, hún fékk ágætis herbergi þar sem hún gat slakað á og beðið eftir að enn fleiri kæmu og skoðuðu hana. Þau vissu öll að eitthvað væri að - en vissu ekki hvað. Þegar líða fór á daginn og biðin varð lengri hringdi konan í börnin sín og sagði þeim að hún væri á Landspítalanum, hún gæti ekki hreyft aðra höndina og henni líði eins og eitthvað alvarlegt væri að. Börnin komu til hennar á spítalann og sáu strax á mömmu sinni að eitthvað væri að, þau vissu ekki hvað það var. Daginn eftir gat konan ekki hreyft vinstri höndina, skömmu síðar gat hún ekki hreyft hægri fótinn, enn síðar vinstri fótinn og á endanum gat hún sig hvergi hreyft. Ellefu dögum eftir að hún vaknaði og gat ekki hreyft höndina var mamma mín dáin. Þennan kalda febrúarmorgun hafði hún fengið heilaslag Eitt helsta einkenni heilaslags er að missa kraft í annarri hendi. Heilaslag er algeng dánarorsök Ein af hverjum fjórum manneskjum fær heilaslag einhvern tímann á ævinni. Slag er stundum betur þekkt sem heilablóðfall og er önnur algengasta dánarorsök á Vesturlöndum. Það er einnig ein algengasta orsök fötlunar meðal fullorðinna. Afleiðingar slags geta því verið mjög alvarlegar og jafnvel lífshættulegar. Sannleikurinn er þó sá að í mörgum tilfellum er hægt að meðhöndla heilaslag. Lykilatriðið er að þekkja og átta sig á einkennunum og koma fólki sem fyrst undir læknishendur því að á hverri mínútu eftir að slag á sér stað tapast 1,9 milljón heilafrumur. 70 prósent íslenskra slagsjúklinga koma ekki í tæka tíð á sjúkrahús til að fá viðeigandi meðferð og verða því fyrir meiri skaða og líkur á andláti aukast. Það er því afar mikilvægt að þekkja einkennin. Einkenni heilaslags: · F (Face): Andlit – er andlitið sigið öðru megin? · A (Arms): Armar – getur einstaklingur lyft báðum höndum? · S (Speech): Tal – er tal einstaklingsins óskýrt eða óskiljanlegt? · T (Time): Tími – það skiptir öllu máli að hringja strax í 112 ef þessi einkenni koma fram. Fræðsluátak um einkenni heilaslags FAST hetjurnar er alþjóðlegt skólaverkefni fyrir 5-9 ára börn þar sem þeim eru kennd einkenni slags og hvernig þau eiga að bregðast við þeim. Börnin kenna svo fólkinu í kringum sig það sem þau lærðu í skólanum og þannig náum við að fræða alla fjölskylduna. FAST hetjurnar komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2021 og hefur verkefnið vaxið hratt. Nú hafa yfir 500 þúsund börn um allan heim lært um einkenni heilaslags og viðbrögð við þeim í gegnum FAST-hetjurnar, þar með talin þúsundir barna hér á Íslandi. Verkefnið hefur verið kennt í skólum í Suður-Afríku, Úkraínu, Spáni, Ítalíu og Singapúr svo dæmi séu tekin og benda rannsóknir á verkefninu til þess að fræðslan sé áhrifarík og að foreldrar barna sem sem taka þátt auki, líkt og börnin, þekkingu sína um einkenni slags. Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til því að með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi. FAST kennslan fer fram gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur og er kennsluefnið sniðið að þörfum og aldri barnanna. Allt kennsluefnið er skólum, kennurum og nemendum að kostnaðarlausu og það krefst ekki mikils undirbúnings frá kennurum. Alþjóðlegi slagdagurinn er í dag, 29. október, og vil ég því nýta tækifærið og hvetja fólk til að kynna sér einkenni heilaslags og jafnframt hvet ég kennara og skólastjórnendur til að taka þátt í FAST-hetju verkefninu. Vitundarvakning er nauðsynleg svo að sem flest komist undir læknishendur sem fyrst og slagmeðferð gagnist sem best. Aukin þekking getur bjargað mannslífum. Nánari upplýsingar um FAST-hetjurnar má finna á www.fastheroes.com eða í gegnum netfangið fast112@athygli.is Höfundur starfar sem ráðgjafi ásamt því að vinna að innleiðingu FAST hetjanna á Íslandi.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun