Þotur ráðherranna í krefjandi lendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2024 22:30 Þota sænska forsætisráðherrans að lenda á Reykjavíkurflugvelli síðdegis. Sigurjón Ólason Þrír af forsætisráðherrum Norðurlandanna flugu til Íslands á einkaþotum og lentu þær með fárra mínútna millibili á Reykjavíkurflugvelli síðdegis. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hve krefjandi aðstæður voru á flugvellinum. Þar var suðvestan strekkingur með rigningarsudda þegar fyrsta þotan birtist úr skýjunum yfir Tjörninni klukkan korter yfir fjögur og greinilegt að talsverð ókyrrð var í lofti þegar flugmennirnir lentu vélinni. Þar var komin þota sænska forsætisráðherrans, Ulfs Kristersson, nítján sæta af gerðinni Grumman Gulfstream, merkt sænska flughernum. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, stiginn frá borði.Sigurjón Ólason Um líkt leyti og verið var að leggja henni við Loftleiðahótelið birtist næsta þota með norska forsætisráðherrannn um borð, Jonas Gahr Støre. Þotan sem hann kom á er af gerðinni Dassault Falcon og með sæti fyrir allt að tíu farþega. Henni var sömuleiðis ekið að Loftleiðahótelinu og lagt við hlið þeirrar sænsku. Í sömu mund birtist svo þriðja þotan úr skýjaþykkninu með danska forsætisráðherrann um borð, Mette Frederiksen. Einnig hún mátti þola talsverðan hristing þegar vængirnir sveifluðust til í lendingunni. Þota hennar, merkt danska flughernum, er af gerðinni Bombardier Challenger og með pláss fyrir allt að nítján farþega. Svo þétt komu þoturnar að beðið var með að hleypa farþegunum úr þeim fyrri út þar til búið var að leggja þeim öllum á flugstæðinu og drepa á hreyflunum. Þá loks þótti óhætt að opna dyrnar. Bílalestunum var síðan ekið upp að þotunum, hverri að sinni. Þotur forsætisráðherra Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar við Loftleiðahótelið síðdegis. Ráðherrarnir og fylgdarlið að koma sér fyrir í bílunum sem óku þeim til Þingvalla.KMU Sérstakar móttökunefndir tóku á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra. Meðan gestirnir komu sér fyrir í bílunum mátti sjá enn eina lögreglufylgdina á Hringbrautinni, væntanlega með finnska forsætisráðherrann, sem sameinaðist fljótlega hinum þremur. Aðeins þrír af forsætisráðherrunum flugu með glæsiþotum til Reykjavíkur. Finnski forsætisráðherrann kom með almennu farþegaflugi til Keflavíkur í morgun. Hér má sjá lendingarnar: Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina á suðvesturhorninu í dag í tilefni Norðurlandaráðsþings og heimsóknar Úkraínuforseta. Forsætisráðherra fundar með Úkraínuforseta á Þingvöllum í dag. 28. október 2024 13:35 Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hve krefjandi aðstæður voru á flugvellinum. Þar var suðvestan strekkingur með rigningarsudda þegar fyrsta þotan birtist úr skýjunum yfir Tjörninni klukkan korter yfir fjögur og greinilegt að talsverð ókyrrð var í lofti þegar flugmennirnir lentu vélinni. Þar var komin þota sænska forsætisráðherrans, Ulfs Kristersson, nítján sæta af gerðinni Grumman Gulfstream, merkt sænska flughernum. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, stiginn frá borði.Sigurjón Ólason Um líkt leyti og verið var að leggja henni við Loftleiðahótelið birtist næsta þota með norska forsætisráðherrannn um borð, Jonas Gahr Støre. Þotan sem hann kom á er af gerðinni Dassault Falcon og með sæti fyrir allt að tíu farþega. Henni var sömuleiðis ekið að Loftleiðahótelinu og lagt við hlið þeirrar sænsku. Í sömu mund birtist svo þriðja þotan úr skýjaþykkninu með danska forsætisráðherrann um borð, Mette Frederiksen. Einnig hún mátti þola talsverðan hristing þegar vængirnir sveifluðust til í lendingunni. Þota hennar, merkt danska flughernum, er af gerðinni Bombardier Challenger og með pláss fyrir allt að nítján farþega. Svo þétt komu þoturnar að beðið var með að hleypa farþegunum úr þeim fyrri út þar til búið var að leggja þeim öllum á flugstæðinu og drepa á hreyflunum. Þá loks þótti óhætt að opna dyrnar. Bílalestunum var síðan ekið upp að þotunum, hverri að sinni. Þotur forsætisráðherra Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar við Loftleiðahótelið síðdegis. Ráðherrarnir og fylgdarlið að koma sér fyrir í bílunum sem óku þeim til Þingvalla.KMU Sérstakar móttökunefndir tóku á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra. Meðan gestirnir komu sér fyrir í bílunum mátti sjá enn eina lögreglufylgdina á Hringbrautinni, væntanlega með finnska forsætisráðherrann, sem sameinaðist fljótlega hinum þremur. Aðeins þrír af forsætisráðherrunum flugu með glæsiþotum til Reykjavíkur. Finnski forsætisráðherrann kom með almennu farþegaflugi til Keflavíkur í morgun. Hér má sjá lendingarnar:
Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina á suðvesturhorninu í dag í tilefni Norðurlandaráðsþings og heimsóknar Úkraínuforseta. Forsætisráðherra fundar með Úkraínuforseta á Þingvöllum í dag. 28. október 2024 13:35 Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18
Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina á suðvesturhorninu í dag í tilefni Norðurlandaráðsþings og heimsóknar Úkraínuforseta. Forsætisráðherra fundar með Úkraínuforseta á Þingvöllum í dag. 28. október 2024 13:35
Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40