Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2024 08:50 Það var ekki bjart yfir Shigeru Ishiba forsætisráðherra Japans þegar hann ræddi við blaðamenn um úrslit þingkosninganna í gær. AP/Kyodo News Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. Frjálslyndi lýðræðisflokkur (LDP), sem hefur verið við völd nánast óslitið frá 1955, hefur átt í vök að verjast vegna fjármálahneykslismála undanfarið. Hneykslið er talið ástæða þess að samsteypustjórn Ishiba og Komeito-flokksins tapaði 64 þingsætum og meirihluta í neðri deild japanska þingsins í kosningunum um helgina. Það eru verstu úrslit stjórnarinnar frá því að hún tapaði völdum til skamms tíma árið 2009, að sögn AP-fréttastofunnar. Úrslitin gætu þvingað Ishiba til þess að finna þriðja flokkinn til að taka inn í samsteypustjórnina. Hann segir að LDP ætli áfram að leiða samsteypustjórn og sé opinn fyrir því að vinna með stjórnarandstöðuflokkum. „Til þessa hafa úrslitin verið afar slæm og við tökum þeim mjög alvarlega. Ég tel að kjósendur séu að segja okkur að líta meira inn á við og að verða flokkur sem uppfyllir væntingar þeirra,“ sagði Ishiba við ríkisútvarpið NHK í gærkvöldi. Ishiba tók við embætti forsætisráðherra 1. október og boðaði strax til kosningana í von um að endurnýja umboð stjórnarinnar eftir að Fumio Kishida, forvera hans í embætti, mistókst að lægja öldurnar eftir hneykslismálin. Hátt settir þingmenn og ráðherrar frá LDP urðu uppvísir að því að stinga undan ágóða úr fjáröflun flokksins. Í sumum tilfellum fengu fulltrúar flokksins jafnvirði milljóna króna í eigin vasa án þessa að greiða af þeim skatt. Þessar leynilegu og ólöglegu sporslur mæltust sérstaklega illa fyrir hjá almenningi sem glímir nú við verðbólgu, dýrtíð og stöðnuð laun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Japan Tengdar fréttir Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. 30. september 2024 07:40 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Frjálslyndi lýðræðisflokkur (LDP), sem hefur verið við völd nánast óslitið frá 1955, hefur átt í vök að verjast vegna fjármálahneykslismála undanfarið. Hneykslið er talið ástæða þess að samsteypustjórn Ishiba og Komeito-flokksins tapaði 64 þingsætum og meirihluta í neðri deild japanska þingsins í kosningunum um helgina. Það eru verstu úrslit stjórnarinnar frá því að hún tapaði völdum til skamms tíma árið 2009, að sögn AP-fréttastofunnar. Úrslitin gætu þvingað Ishiba til þess að finna þriðja flokkinn til að taka inn í samsteypustjórnina. Hann segir að LDP ætli áfram að leiða samsteypustjórn og sé opinn fyrir því að vinna með stjórnarandstöðuflokkum. „Til þessa hafa úrslitin verið afar slæm og við tökum þeim mjög alvarlega. Ég tel að kjósendur séu að segja okkur að líta meira inn á við og að verða flokkur sem uppfyllir væntingar þeirra,“ sagði Ishiba við ríkisútvarpið NHK í gærkvöldi. Ishiba tók við embætti forsætisráðherra 1. október og boðaði strax til kosningana í von um að endurnýja umboð stjórnarinnar eftir að Fumio Kishida, forvera hans í embætti, mistókst að lægja öldurnar eftir hneykslismálin. Hátt settir þingmenn og ráðherrar frá LDP urðu uppvísir að því að stinga undan ágóða úr fjáröflun flokksins. Í sumum tilfellum fengu fulltrúar flokksins jafnvirði milljóna króna í eigin vasa án þessa að greiða af þeim skatt. Þessar leynilegu og ólöglegu sporslur mæltust sérstaklega illa fyrir hjá almenningi sem glímir nú við verðbólgu, dýrtíð og stöðnuð laun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Japan Tengdar fréttir Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. 30. september 2024 07:40 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. 30. september 2024 07:40
Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent