Heilt ár af samfelldu landrisi í Svartsengi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. október 2024 14:16 Nú um helgina er ár liðið frá því að landris hófst í Svartsengi. Vísir/Vilhelm Nú um helgina er ár frá því að landris hófst í Svartsengi. Landrisið hófst af miklum krafti 27. október í fyrra og hefur innstreymi kviku inn í jarðskorpuna nú verið samfellt í heilt ár. Frá þessu greinir Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands. Þess er minnst að í lok júlí 2023 hafi gosið í þriðja sinn á rúmum tveimur árum við Fagradalsfjall, og eftir að því gosi lauk hafi strax verið merki um að landris væri áfram á þeim slóðum. „Það breyttist hinsvegar 27. október í fyrra. Mikil jarðskjálftavirkni hófst þá við Svartsengi og Grindavík og næstu tvo sólarhringa mældust þúsundir skjálfta. Strax 28. okt voru skýr merki á GPS mælum um að landris hefði hafist við Svartsengi og fljótlega sást að landrisið við Fagradalsfjall hafði á sama tíma stöðvast. Kvikuinnstreymið inn undir Fagradalsfjall hafði fundið sér nýja leið upp í jarðskorpuna,“ segir í tilkynningunni. Reyndist það upphaf jarðhræringa og eldgosa við Grindavík sem standa enn yfir. „Var þetta í fimmta sinn frá 2020 sem landris mældist við Svartsengi. Í þetta skiptið var hinsvegar strax ljóst að um mun kröftugri og hraðari atburðarás væri um að ræða en áður. Landrisið nam allt að 3 cm á dag, sem var margfalt meiri hraði en áður hafði sést á Reykjanesskaga frá því að jarðhræringar hófust þar af alvöru 2020. Skjálftavirknin hélst mjög mikil fyrstu dagana eftir að landrisið hófst. Það þurfti síðan ekki að bíða nema í tæpar tvær vikur þar til sögulegt kvikuinnskot varð 10. nóvember.“ Kvikuinnstreymið og landrisið hefur nú haldið áfram í heilt ár og orsakað sex eldgos á Sundhnúksgígaröðinni og nokkur kvikuinnskot til viðbótar. „Þrátt fyrir ýmsar misheppnaðar tilraunir til að spá fyrir endalok þessara atburða eru áfram engar vísbendingar um að kvikuinnstreymið sé að hætta, þó eitthvað kunni að hafa dregið úr kvikustreyminu frá því í upphafi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Frá þessu greinir Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands. Þess er minnst að í lok júlí 2023 hafi gosið í þriðja sinn á rúmum tveimur árum við Fagradalsfjall, og eftir að því gosi lauk hafi strax verið merki um að landris væri áfram á þeim slóðum. „Það breyttist hinsvegar 27. október í fyrra. Mikil jarðskjálftavirkni hófst þá við Svartsengi og Grindavík og næstu tvo sólarhringa mældust þúsundir skjálfta. Strax 28. okt voru skýr merki á GPS mælum um að landris hefði hafist við Svartsengi og fljótlega sást að landrisið við Fagradalsfjall hafði á sama tíma stöðvast. Kvikuinnstreymið inn undir Fagradalsfjall hafði fundið sér nýja leið upp í jarðskorpuna,“ segir í tilkynningunni. Reyndist það upphaf jarðhræringa og eldgosa við Grindavík sem standa enn yfir. „Var þetta í fimmta sinn frá 2020 sem landris mældist við Svartsengi. Í þetta skiptið var hinsvegar strax ljóst að um mun kröftugri og hraðari atburðarás væri um að ræða en áður. Landrisið nam allt að 3 cm á dag, sem var margfalt meiri hraði en áður hafði sést á Reykjanesskaga frá því að jarðhræringar hófust þar af alvöru 2020. Skjálftavirknin hélst mjög mikil fyrstu dagana eftir að landrisið hófst. Það þurfti síðan ekki að bíða nema í tæpar tvær vikur þar til sögulegt kvikuinnskot varð 10. nóvember.“ Kvikuinnstreymið og landrisið hefur nú haldið áfram í heilt ár og orsakað sex eldgos á Sundhnúksgígaröðinni og nokkur kvikuinnskot til viðbótar. „Þrátt fyrir ýmsar misheppnaðar tilraunir til að spá fyrir endalok þessara atburða eru áfram engar vísbendingar um að kvikuinnstreymið sé að hætta, þó eitthvað kunni að hafa dregið úr kvikustreyminu frá því í upphafi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04