Augljóslega veikir einstaklingar verði veikari í fangelsi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. október 2024 21:08 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. vísir/vilhelm „Þetta eru auðvitað hræðilegir atburðir sem eru að gerast og uggvænleg þróun. Við höfum auðvitað tekið eftir miklum breytingum í fangahópnum og erum að sjá að það eru veikari einstaklingar sem eru að koma inn í fangelsin og veikari einstaklingar sem verða til inni í fangelsunum.“ Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félag fanga, í samtali við fréttastofu í kvöld um mál manns sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærnótt. Maðurinn sem er á fertugsaldri hafði áður stungið föður sinn í bakið og hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Verða veikari í fangelsinu Guðmundur segir það augljóst að fleiri og fleiri séu metnir sakhæfir fyrir dómstólum þó að augljóst sé að svo ætti ekki að vera sökum andlegra veikinda. „Þeir fá ekki viðeigandi þjónustu og verða veikari í fangelsinu. Þeir eru einnig meira í einangrun, þeir fá ekki reynslulausn vegna þess að það er ekki búið að útbúa fyrir þá úrræði og það má segja að þeirra andlega heilsa hrakar enn frekar.“ Ítrekað varað fjölmarga við Afstaða hafði ítrekað varað við manninum sem var dæmdur í gæsluvarðhald í gær og því úrræðaleysi sem tæki við er hann losnaði úr fangelsi fyrir skömmu. Guðmundur segir að félagið hafi reynt að vekja athygli á þessari þróun í mörg ár. „Geðheilbrigðismálin eru helsta áskorunin í fangelsismálunum í dag og verður næsta áratugi. Við vorum í sambandi við fangelsismálastofnun, ríkislögreglustjóra, öll ráðuneytin sem koma að þessu og sveitarfélögin. Alls staðar þar sem við komum að berum við okkar áhyggjur á borð. Við segjum hreinlega að ef það er ekki tekið á þessum málum hjá þessum einstaklingi þá mun þetta gerast og það erum við að sjá að raungerast í dag.“ Átta til tíu í svipaðri stöðu Þetta eru fleiri einstaklingar? Þekkið þið þennan hóp? „Við þekkjum hópinn mjög vel og erum í miklum samskiptum við þennan hóp og erum í mjög miklum samskiptum við þennan hóp. Þeir treysta okkur og því höfum við verið að vinna í þessum málum. Sérstaklega því við erum að sjá í hvað stefnir. Hópurinn er kannski átta til tíu hverju sinni sem eru í þessari stöðu. Þeir geta líka verið nýlausir úr fangelsi. Við erum með fólk í dag sem að hafa verið að losna úr afplánun eða hafa verið lausir í smá tíma eða eru að fara losna og eru allir í þessari stöðu. Ef ekki er brugðist við munu atburðir sem þessir halda áfram að gerast.“ Guðmundur segir mikilvægt að bregðast við með sérstökum og sérhæfðum úrræðum. Með sérhæfðu starfsfólki sé hægt að taka á þessum málum en hann ítrekar að einnig þurfi að taka á geðheilbrigðismálunum. „Geðheilbrigðismálin eru í molum og sérstaklega þegar það kemur að fangelsunum. Það hefur verið samtal í gangi og einhverjir vinnufundir komnir af stað en það hefur ekkert í raun og veru gerst. Við verðum að vekja athygli á þessu og segja okkar áhyggjur með hvert þetta er að stefna. Það er tekin meðvituð ákvörðun um að gera ekki neitt í þessum málum og þetta er niðurstaðan.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félag fanga, í samtali við fréttastofu í kvöld um mál manns sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærnótt. Maðurinn sem er á fertugsaldri hafði áður stungið föður sinn í bakið og hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Verða veikari í fangelsinu Guðmundur segir það augljóst að fleiri og fleiri séu metnir sakhæfir fyrir dómstólum þó að augljóst sé að svo ætti ekki að vera sökum andlegra veikinda. „Þeir fá ekki viðeigandi þjónustu og verða veikari í fangelsinu. Þeir eru einnig meira í einangrun, þeir fá ekki reynslulausn vegna þess að það er ekki búið að útbúa fyrir þá úrræði og það má segja að þeirra andlega heilsa hrakar enn frekar.“ Ítrekað varað fjölmarga við Afstaða hafði ítrekað varað við manninum sem var dæmdur í gæsluvarðhald í gær og því úrræðaleysi sem tæki við er hann losnaði úr fangelsi fyrir skömmu. Guðmundur segir að félagið hafi reynt að vekja athygli á þessari þróun í mörg ár. „Geðheilbrigðismálin eru helsta áskorunin í fangelsismálunum í dag og verður næsta áratugi. Við vorum í sambandi við fangelsismálastofnun, ríkislögreglustjóra, öll ráðuneytin sem koma að þessu og sveitarfélögin. Alls staðar þar sem við komum að berum við okkar áhyggjur á borð. Við segjum hreinlega að ef það er ekki tekið á þessum málum hjá þessum einstaklingi þá mun þetta gerast og það erum við að sjá að raungerast í dag.“ Átta til tíu í svipaðri stöðu Þetta eru fleiri einstaklingar? Þekkið þið þennan hóp? „Við þekkjum hópinn mjög vel og erum í miklum samskiptum við þennan hóp og erum í mjög miklum samskiptum við þennan hóp. Þeir treysta okkur og því höfum við verið að vinna í þessum málum. Sérstaklega því við erum að sjá í hvað stefnir. Hópurinn er kannski átta til tíu hverju sinni sem eru í þessari stöðu. Þeir geta líka verið nýlausir úr fangelsi. Við erum með fólk í dag sem að hafa verið að losna úr afplánun eða hafa verið lausir í smá tíma eða eru að fara losna og eru allir í þessari stöðu. Ef ekki er brugðist við munu atburðir sem þessir halda áfram að gerast.“ Guðmundur segir mikilvægt að bregðast við með sérstökum og sérhæfðum úrræðum. Með sérhæfðu starfsfólki sé hægt að taka á þessum málum en hann ítrekar að einnig þurfi að taka á geðheilbrigðismálunum. „Geðheilbrigðismálin eru í molum og sérstaklega þegar það kemur að fangelsunum. Það hefur verið samtal í gangi og einhverjir vinnufundir komnir af stað en það hefur ekkert í raun og veru gerst. Við verðum að vekja athygli á þessu og segja okkar áhyggjur með hvert þetta er að stefna. Það er tekin meðvituð ákvörðun um að gera ekki neitt í þessum málum og þetta er niðurstaðan.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent