Augljóslega veikir einstaklingar verði veikari í fangelsi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. október 2024 21:08 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. vísir/vilhelm „Þetta eru auðvitað hræðilegir atburðir sem eru að gerast og uggvænleg þróun. Við höfum auðvitað tekið eftir miklum breytingum í fangahópnum og erum að sjá að það eru veikari einstaklingar sem eru að koma inn í fangelsin og veikari einstaklingar sem verða til inni í fangelsunum.“ Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félag fanga, í samtali við fréttastofu í kvöld um mál manns sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærnótt. Maðurinn sem er á fertugsaldri hafði áður stungið föður sinn í bakið og hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Verða veikari í fangelsinu Guðmundur segir það augljóst að fleiri og fleiri séu metnir sakhæfir fyrir dómstólum þó að augljóst sé að svo ætti ekki að vera sökum andlegra veikinda. „Þeir fá ekki viðeigandi þjónustu og verða veikari í fangelsinu. Þeir eru einnig meira í einangrun, þeir fá ekki reynslulausn vegna þess að það er ekki búið að útbúa fyrir þá úrræði og það má segja að þeirra andlega heilsa hrakar enn frekar.“ Ítrekað varað fjölmarga við Afstaða hafði ítrekað varað við manninum sem var dæmdur í gæsluvarðhald í gær og því úrræðaleysi sem tæki við er hann losnaði úr fangelsi fyrir skömmu. Guðmundur segir að félagið hafi reynt að vekja athygli á þessari þróun í mörg ár. „Geðheilbrigðismálin eru helsta áskorunin í fangelsismálunum í dag og verður næsta áratugi. Við vorum í sambandi við fangelsismálastofnun, ríkislögreglustjóra, öll ráðuneytin sem koma að þessu og sveitarfélögin. Alls staðar þar sem við komum að berum við okkar áhyggjur á borð. Við segjum hreinlega að ef það er ekki tekið á þessum málum hjá þessum einstaklingi þá mun þetta gerast og það erum við að sjá að raungerast í dag.“ Átta til tíu í svipaðri stöðu Þetta eru fleiri einstaklingar? Þekkið þið þennan hóp? „Við þekkjum hópinn mjög vel og erum í miklum samskiptum við þennan hóp og erum í mjög miklum samskiptum við þennan hóp. Þeir treysta okkur og því höfum við verið að vinna í þessum málum. Sérstaklega því við erum að sjá í hvað stefnir. Hópurinn er kannski átta til tíu hverju sinni sem eru í þessari stöðu. Þeir geta líka verið nýlausir úr fangelsi. Við erum með fólk í dag sem að hafa verið að losna úr afplánun eða hafa verið lausir í smá tíma eða eru að fara losna og eru allir í þessari stöðu. Ef ekki er brugðist við munu atburðir sem þessir halda áfram að gerast.“ Guðmundur segir mikilvægt að bregðast við með sérstökum og sérhæfðum úrræðum. Með sérhæfðu starfsfólki sé hægt að taka á þessum málum en hann ítrekar að einnig þurfi að taka á geðheilbrigðismálunum. „Geðheilbrigðismálin eru í molum og sérstaklega þegar það kemur að fangelsunum. Það hefur verið samtal í gangi og einhverjir vinnufundir komnir af stað en það hefur ekkert í raun og veru gerst. Við verðum að vekja athygli á þessu og segja okkar áhyggjur með hvert þetta er að stefna. Það er tekin meðvituð ákvörðun um að gera ekki neitt í þessum málum og þetta er niðurstaðan.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félag fanga, í samtali við fréttastofu í kvöld um mál manns sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærnótt. Maðurinn sem er á fertugsaldri hafði áður stungið föður sinn í bakið og hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Verða veikari í fangelsinu Guðmundur segir það augljóst að fleiri og fleiri séu metnir sakhæfir fyrir dómstólum þó að augljóst sé að svo ætti ekki að vera sökum andlegra veikinda. „Þeir fá ekki viðeigandi þjónustu og verða veikari í fangelsinu. Þeir eru einnig meira í einangrun, þeir fá ekki reynslulausn vegna þess að það er ekki búið að útbúa fyrir þá úrræði og það má segja að þeirra andlega heilsa hrakar enn frekar.“ Ítrekað varað fjölmarga við Afstaða hafði ítrekað varað við manninum sem var dæmdur í gæsluvarðhald í gær og því úrræðaleysi sem tæki við er hann losnaði úr fangelsi fyrir skömmu. Guðmundur segir að félagið hafi reynt að vekja athygli á þessari þróun í mörg ár. „Geðheilbrigðismálin eru helsta áskorunin í fangelsismálunum í dag og verður næsta áratugi. Við vorum í sambandi við fangelsismálastofnun, ríkislögreglustjóra, öll ráðuneytin sem koma að þessu og sveitarfélögin. Alls staðar þar sem við komum að berum við okkar áhyggjur á borð. Við segjum hreinlega að ef það er ekki tekið á þessum málum hjá þessum einstaklingi þá mun þetta gerast og það erum við að sjá að raungerast í dag.“ Átta til tíu í svipaðri stöðu Þetta eru fleiri einstaklingar? Þekkið þið þennan hóp? „Við þekkjum hópinn mjög vel og erum í miklum samskiptum við þennan hóp og erum í mjög miklum samskiptum við þennan hóp. Þeir treysta okkur og því höfum við verið að vinna í þessum málum. Sérstaklega því við erum að sjá í hvað stefnir. Hópurinn er kannski átta til tíu hverju sinni sem eru í þessari stöðu. Þeir geta líka verið nýlausir úr fangelsi. Við erum með fólk í dag sem að hafa verið að losna úr afplánun eða hafa verið lausir í smá tíma eða eru að fara losna og eru allir í þessari stöðu. Ef ekki er brugðist við munu atburðir sem þessir halda áfram að gerast.“ Guðmundur segir mikilvægt að bregðast við með sérstökum og sérhæfðum úrræðum. Með sérhæfðu starfsfólki sé hægt að taka á þessum málum en hann ítrekar að einnig þurfi að taka á geðheilbrigðismálunum. „Geðheilbrigðismálin eru í molum og sérstaklega þegar það kemur að fangelsunum. Það hefur verið samtal í gangi og einhverjir vinnufundir komnir af stað en það hefur ekkert í raun og veru gerst. Við verðum að vekja athygli á þessu og segja okkar áhyggjur með hvert þetta er að stefna. Það er tekin meðvituð ákvörðun um að gera ekki neitt í þessum málum og þetta er niðurstaðan.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira