Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2024 15:06 Donald Trump og Kamala Harris mælast mjög jöfn í kosningum vestanhafs. AP/Alex Brandon og Matt Rourke Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn í könnunum en einungis ein og hálf vika er í forsetakosningarnar vestanhafs. Viðleitni Harris til að ná til kjósenda á hægri væng bandarískra stjórnmála er sögð fara í taugarnar á hluta stuðningsmanna hennar. Í nýrri könnun New York Times og Siena háskólans mældust þau bæði með 48 prósenta fylgi á landsvísu. Í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum hafa Demókratar iðulega notið forskots á landsvísu, þó þeir hafi tapað í kjörmannakerfi Bandaríkjanna. Könnun NYT og Siena bendir til þess að staða Harris hafi versnað, þó breytingarnar milli kannana miðilsins mælist innan skekkjumarka. Þegar kemur að meðaltali kannanna á landsvísu mælist Harris enn með naumt forskot á Trump. Hjá tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight mælist Harris með 48,2 prósenta fylgi á landsvísu en Trump með 46,4 prósent. Kannanir í þeim sjö ríkjum sem skipta hvað mestu máli þetta árið, í Arizona, Georgíu, Michigan, Nevada, Norður-Karólínu, Pennsylvaníu og Wisconsin, benda einnig til þess að hnífjafnt sé á milli Harris og Trumps. Harris mælist samkvæmt NYT með mjög naumt forskot í fjörum ríkjanna. Það er í Pennsylvaníu, Nevada, Wisconsin og í Michigan en í öllum fjórum er munurinn undir einu prósentustigi. Trump mælist með forskot í Norður-Karólínu (undir einu prósentustigi), Georgíu (rúmt prósentustig) og í Arizona (rúm tvö prósentustig). Sækja á forskot hins Samkvæmt könnun Reuters og Ipsos virðist sem Trump hafi tekist að þurrka út forskot Demókrataflokksins þegar kemur að karlmönnum af latneskum uppruna. Harris mælist þar með tveggja prósentustiga forskot á Trump, 44 gegn 46. Joe Biden mældist með nítján prósentustiga forskot þar í kosningunum 2020. Á undanförnum áratugum hafa Demókratar verið mun vinsælli meðal kjósenda af latneskum ættum en Trump hefur saxað verulega á það forskot. Honum hefur einnig vaxið ásmegin hjá þeldökkum karlmönnum og mælist með átján prósenta stuðning meðal þeirra. Árið 2020 var stuðningurinn fjórtán prósent. Harris hefur þó saxað á forskot Trumps gegn Biden árið 2020 þegar kemur að hvítum konum. Trump var þar með tólf prósentustiga forskot á Biden en þær styðja frekar Harris en Trump, með 46 prósent gegn 43. Pirringur á vinstri væng Harris Harris hefur á undanförnum dögum varið töluverðu púðri í að reyna að ná til fólks sem hefur yfirleitt kosið Repúblikanaflokkinn en hefur áhyggjur af Trump og vill ekki kjósa hann. Repúblikaninn Liz Cheney hefur tekið þátt í þessari viðleitni Harris og hafa þær meðal annars reynt að segja kjósendum Repúblikanaflokksins, og þá helst konum, að þær þurfi ekki að segja neinum ef þær kjósa Harris. .@Liz_Cheney: I know many Republicans who will vote for Vice President Harris but not be public. Remember, you can vote your conscience and not ever have to say a word to anybody. There will be millions of Republicans who do that on November 5th pic.twitter.com/e5FaOd82mH— Kamala HQ (@KamalaHQ) October 21, 2024 AP fréttaveitan segir að á sama tíma og Harris hafi horft á hægri væng bandarískra stjórnmála eftir mögulegum kjósendum, hafi hún verið vöruð við því að hún sé að tapa kjósendum lengst til vinstri. Hún er sögð hafa lagt of mikla áherslu á að laða til sín hægri sinnað fólk og hætt sé við því að sú viðleitni hafi fælt vinstri sinnað fólk frá. Þá eru leiðtogar á vinstri vængnum sagðir pirraðir yfir því að fólk eins og eins og Bernie Sanders og Alexandria Ocasio-Cortez hafi verið sett á hliðarlínurnar fyrir hægri sinnað fólk eins og Liz Cheney og auðjöfurinn mark Cuban. Sanders sagði til að mynda í samtali við AP að Harris þyrfti að tala meira til vinnandi fólks. Þau mið væru mun gjöfulli. „Ég vildi að þetta hefði gerst fyrir tveimur mánuðum síðan. Svona er þetta,“ sagði Sanders. Ráðgjafar Harris segja hins vegar að þessi viðleitni hennar við að ná til hægri sinnaðra kjósenda snúist um einfalda stærðfræði. Þeir telja að um tíu prósent kjósenda í mikilvægu ríkjunum sjö séu enn ekki fullákveðnir um hvern þeir vilji kjósa. Sjö af þessum tíu prósentum tilheyri hópi sem kalla megi „Cheney-Repúblikana“ sem taki skilaboðum Harris og Cheney vel. Þessari viðleitni er einnig ætlað að sporna gegn þeirri hugmynd að Harris sé of vinstri sinnuð, sem hefur verið vinsæll liður í árásum Trumps í hennar gerð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Joe Biden Tengdar fréttir Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44 Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Í Bandaríkjunum eru þau Donald Trump og Kamala Harris á fullu í sinni kosningabaráttu enda styttist óðfluga í forsetakosningarnar vestanhafs, þann fimmta nóvember næstkomandi. 25. október 2024 08:16 Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Alríkisdómarinn Aileen Cannon er á lista framboðs Donalds Trump yfir mögulega dómsmálaráðherra, vinni hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það er sami dómari og vísaði skjalamálinu svokallaða frá í sumar. Cannon hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vernda Trump sem skipaði hana í embætti á síðustu dögum forsetatíðar sinnar árið 2020. 24. október 2024 10:44 Segir Trump fasista sem dáist að einræðisherrum Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, svaraði því játandi í gær þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaefni Repúblikana, væri fasisti. 24. október 2024 07:50 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Í nýrri könnun New York Times og Siena háskólans mældust þau bæði með 48 prósenta fylgi á landsvísu. Í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum hafa Demókratar iðulega notið forskots á landsvísu, þó þeir hafi tapað í kjörmannakerfi Bandaríkjanna. Könnun NYT og Siena bendir til þess að staða Harris hafi versnað, þó breytingarnar milli kannana miðilsins mælist innan skekkjumarka. Þegar kemur að meðaltali kannanna á landsvísu mælist Harris enn með naumt forskot á Trump. Hjá tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight mælist Harris með 48,2 prósenta fylgi á landsvísu en Trump með 46,4 prósent. Kannanir í þeim sjö ríkjum sem skipta hvað mestu máli þetta árið, í Arizona, Georgíu, Michigan, Nevada, Norður-Karólínu, Pennsylvaníu og Wisconsin, benda einnig til þess að hnífjafnt sé á milli Harris og Trumps. Harris mælist samkvæmt NYT með mjög naumt forskot í fjörum ríkjanna. Það er í Pennsylvaníu, Nevada, Wisconsin og í Michigan en í öllum fjórum er munurinn undir einu prósentustigi. Trump mælist með forskot í Norður-Karólínu (undir einu prósentustigi), Georgíu (rúmt prósentustig) og í Arizona (rúm tvö prósentustig). Sækja á forskot hins Samkvæmt könnun Reuters og Ipsos virðist sem Trump hafi tekist að þurrka út forskot Demókrataflokksins þegar kemur að karlmönnum af latneskum uppruna. Harris mælist þar með tveggja prósentustiga forskot á Trump, 44 gegn 46. Joe Biden mældist með nítján prósentustiga forskot þar í kosningunum 2020. Á undanförnum áratugum hafa Demókratar verið mun vinsælli meðal kjósenda af latneskum ættum en Trump hefur saxað verulega á það forskot. Honum hefur einnig vaxið ásmegin hjá þeldökkum karlmönnum og mælist með átján prósenta stuðning meðal þeirra. Árið 2020 var stuðningurinn fjórtán prósent. Harris hefur þó saxað á forskot Trumps gegn Biden árið 2020 þegar kemur að hvítum konum. Trump var þar með tólf prósentustiga forskot á Biden en þær styðja frekar Harris en Trump, með 46 prósent gegn 43. Pirringur á vinstri væng Harris Harris hefur á undanförnum dögum varið töluverðu púðri í að reyna að ná til fólks sem hefur yfirleitt kosið Repúblikanaflokkinn en hefur áhyggjur af Trump og vill ekki kjósa hann. Repúblikaninn Liz Cheney hefur tekið þátt í þessari viðleitni Harris og hafa þær meðal annars reynt að segja kjósendum Repúblikanaflokksins, og þá helst konum, að þær þurfi ekki að segja neinum ef þær kjósa Harris. .@Liz_Cheney: I know many Republicans who will vote for Vice President Harris but not be public. Remember, you can vote your conscience and not ever have to say a word to anybody. There will be millions of Republicans who do that on November 5th pic.twitter.com/e5FaOd82mH— Kamala HQ (@KamalaHQ) October 21, 2024 AP fréttaveitan segir að á sama tíma og Harris hafi horft á hægri væng bandarískra stjórnmála eftir mögulegum kjósendum, hafi hún verið vöruð við því að hún sé að tapa kjósendum lengst til vinstri. Hún er sögð hafa lagt of mikla áherslu á að laða til sín hægri sinnað fólk og hætt sé við því að sú viðleitni hafi fælt vinstri sinnað fólk frá. Þá eru leiðtogar á vinstri vængnum sagðir pirraðir yfir því að fólk eins og eins og Bernie Sanders og Alexandria Ocasio-Cortez hafi verið sett á hliðarlínurnar fyrir hægri sinnað fólk eins og Liz Cheney og auðjöfurinn mark Cuban. Sanders sagði til að mynda í samtali við AP að Harris þyrfti að tala meira til vinnandi fólks. Þau mið væru mun gjöfulli. „Ég vildi að þetta hefði gerst fyrir tveimur mánuðum síðan. Svona er þetta,“ sagði Sanders. Ráðgjafar Harris segja hins vegar að þessi viðleitni hennar við að ná til hægri sinnaðra kjósenda snúist um einfalda stærðfræði. Þeir telja að um tíu prósent kjósenda í mikilvægu ríkjunum sjö séu enn ekki fullákveðnir um hvern þeir vilji kjósa. Sjö af þessum tíu prósentum tilheyri hópi sem kalla megi „Cheney-Repúblikana“ sem taki skilaboðum Harris og Cheney vel. Þessari viðleitni er einnig ætlað að sporna gegn þeirri hugmynd að Harris sé of vinstri sinnuð, sem hefur verið vinsæll liður í árásum Trumps í hennar gerð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Joe Biden Tengdar fréttir Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44 Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Í Bandaríkjunum eru þau Donald Trump og Kamala Harris á fullu í sinni kosningabaráttu enda styttist óðfluga í forsetakosningarnar vestanhafs, þann fimmta nóvember næstkomandi. 25. október 2024 08:16 Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Alríkisdómarinn Aileen Cannon er á lista framboðs Donalds Trump yfir mögulega dómsmálaráðherra, vinni hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það er sami dómari og vísaði skjalamálinu svokallaða frá í sumar. Cannon hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vernda Trump sem skipaði hana í embætti á síðustu dögum forsetatíðar sinnar árið 2020. 24. október 2024 10:44 Segir Trump fasista sem dáist að einræðisherrum Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, svaraði því játandi í gær þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaefni Repúblikana, væri fasisti. 24. október 2024 07:50 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25. október 2024 09:44
Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Í Bandaríkjunum eru þau Donald Trump og Kamala Harris á fullu í sinni kosningabaráttu enda styttist óðfluga í forsetakosningarnar vestanhafs, þann fimmta nóvember næstkomandi. 25. október 2024 08:16
Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Alríkisdómarinn Aileen Cannon er á lista framboðs Donalds Trump yfir mögulega dómsmálaráðherra, vinni hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það er sami dómari og vísaði skjalamálinu svokallaða frá í sumar. Cannon hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vernda Trump sem skipaði hana í embætti á síðustu dögum forsetatíðar sinnar árið 2020. 24. október 2024 10:44
Segir Trump fasista sem dáist að einræðisherrum Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, svaraði því játandi í gær þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaefni Repúblikana, væri fasisti. 24. október 2024 07:50