Sendi út neyðarkall vegna meðmælasöfnunar Vinstri grænna Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 23:02 Ragnar Auðun tók við sem framkvæmdastjóri Vinstri grænna á þessu ári. Vinstri græn Ragnar Auðun Árnason framkvæmdastjóri Vinstri grænna sendi í morgun neyðarkall á félaga í Vinstri grænum og sagði meðmælasöfnun áhyggjuefni. Hann segist ekki hafa sömu áhyggjur í kvöld. Meðmælasöfnun gangi vel en sé þó ekki lokið. Meðmælasöfnun lýkur þann 31. október en hvert framboð þarf að ná lágmarksfjölda í hverju kjördæmi fyrir sig til að geta boðið fram. Í færslu sem Ragnar setti inn í lokaðan hóp fyrir félaga í Vinstri grænum í morgun sagði hann mikið verk fyrir höndum til að ná lágmarksfjölda. „Staðan í söfnun meðmælenda er áhyggjuefni, en nú eru sex dagar í skil og mikið verk fyrir höndum að ná lágmarksfjölda meðmælenda, hvað þá hámarksfjölda,“ sagði Ragnar í færslu sinni. Því yrði sett upp úthringiver á skrifstofu flokksins um helgina. Þá hvatti hann fólk til þess að senda hlekkinn á sem flesta. Ragnar sendi þennan póst í morgun inn á lokaðan hóp Vinstri grænna. Það virðist vera það sem þurfti.Facebook Á vef island.is kemur fram að fólk með kosningarétt getur mælt með framboði, en aðeins einu. Hægt er að afturkalla meðmæli og mæla með öðru framboði þar til söfnin lýkur. Lögheimili meðmælanda ræður því í hvaða kjördæmi hann mælir með stjórnmálasamtökum. Komin í eða við lágmark „Við erum komin í og við lágmark í nánast öllum kjördæmum núna,“ segir Ragnar Auðun í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni í morgun og því sent út þennan póst til félagsmanna. „Þegar fólk var sett af stað þá reddaðist þetta bara. Það er alltaf bras að fá fólk til að setjast niður og bögga vini sína. En þegar þetta er sett upp svona þá bæði hafa fréttamenn áhuga og félagar taka því alvarlegar og senda ekki bara á mömmu og pabba.“ Hann segir lágmarkið þó ekki markmiðið. „Við munum alltaf fara rúmlega til að vera örugg. Ég hef miklu minni áhyggjur í kvöld en ég hafði í morgun. Meðmælin voru að tikka inn í allan dag.“ Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þau skipa lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Hólmfríður Jennýar Árnadóttir, ritari Vinstri grænna, leiðir framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listar flokksins í kjördæminu voru samþykktir á fundi kjördæmisráðs í kvöld, með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 19:21 Þau skipa lista Vinstri grænna í Kraganum Listi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 12:33 Þau skipa lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. 23. október 2024 07:34 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Meðmælasöfnun lýkur þann 31. október en hvert framboð þarf að ná lágmarksfjölda í hverju kjördæmi fyrir sig til að geta boðið fram. Í færslu sem Ragnar setti inn í lokaðan hóp fyrir félaga í Vinstri grænum í morgun sagði hann mikið verk fyrir höndum til að ná lágmarksfjölda. „Staðan í söfnun meðmælenda er áhyggjuefni, en nú eru sex dagar í skil og mikið verk fyrir höndum að ná lágmarksfjölda meðmælenda, hvað þá hámarksfjölda,“ sagði Ragnar í færslu sinni. Því yrði sett upp úthringiver á skrifstofu flokksins um helgina. Þá hvatti hann fólk til þess að senda hlekkinn á sem flesta. Ragnar sendi þennan póst í morgun inn á lokaðan hóp Vinstri grænna. Það virðist vera það sem þurfti.Facebook Á vef island.is kemur fram að fólk með kosningarétt getur mælt með framboði, en aðeins einu. Hægt er að afturkalla meðmæli og mæla með öðru framboði þar til söfnin lýkur. Lögheimili meðmælanda ræður því í hvaða kjördæmi hann mælir með stjórnmálasamtökum. Komin í eða við lágmark „Við erum komin í og við lágmark í nánast öllum kjördæmum núna,“ segir Ragnar Auðun í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni í morgun og því sent út þennan póst til félagsmanna. „Þegar fólk var sett af stað þá reddaðist þetta bara. Það er alltaf bras að fá fólk til að setjast niður og bögga vini sína. En þegar þetta er sett upp svona þá bæði hafa fréttamenn áhuga og félagar taka því alvarlegar og senda ekki bara á mömmu og pabba.“ Hann segir lágmarkið þó ekki markmiðið. „Við munum alltaf fara rúmlega til að vera örugg. Ég hef miklu minni áhyggjur í kvöld en ég hafði í morgun. Meðmælin voru að tikka inn í allan dag.“
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þau skipa lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Hólmfríður Jennýar Árnadóttir, ritari Vinstri grænna, leiðir framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listar flokksins í kjördæminu voru samþykktir á fundi kjördæmisráðs í kvöld, með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 19:21 Þau skipa lista Vinstri grænna í Kraganum Listi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 12:33 Þau skipa lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. 23. október 2024 07:34 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Þau skipa lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Hólmfríður Jennýar Árnadóttir, ritari Vinstri grænna, leiðir framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listar flokksins í kjördæminu voru samþykktir á fundi kjördæmisráðs í kvöld, með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 19:21
Þau skipa lista Vinstri grænna í Kraganum Listi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 12:33
Þau skipa lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. 23. október 2024 07:34