Tveimur deildum á leikskóla í Hveragerði lokað vegna E.coli smits Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 18:31 Leikskólinn Óskaland er í Hveragerði. Hveragerði Tvær deildir á leikskólanum Óskalandi í Hveragerði verða lokaðar á morgun eftir að barn á leikskólanum greindist með E.coli í dag. Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að barnið var í leikskólanum Mánagarði en hóf aðlögun í Óskalandi á mánudag. Smit barnsins var staðfest í dag samkvæmt frétt RÚV og verður því tveimur deildum á leikskólanum lokað á morgun á meðan þær eru sótthreinsaðar. Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum segir deildirnar tvær í öðru húsi á lóðinni og barnið hafi aðeins verið þar á meðan það var í aðlögun. Barnið hafi verið í tvo daga í leikskóla í vikunni en svo tilkynnt lasið í gær. Það hafi ekki farið í aðalhúsið og því sé ekki talin þörf á að sótthreinsa þar líka. Börnin á deildunum tveimur verða heima á meðan lokað er. „Ef við verðum búnar að þessu snemma þá munu þau geta komið en við sjáum hvernig okkur miðar,“ segir Gunnvör í samtali við fréttastofu. Hún telur ólíklegt að barnið hafi smitað önnur börn. „Það hringdi hérna kona frá sóttvarnalækni sem sagði það ólíklegt,“ segir hún en að leikskólinn gæti fyllsta öryggis samt sem áður. 27 börn veik Alls eru nú 27 börn á leikskólanum Mánagarði veik af E. coli. Af þeim eru fjögur inniliggjandi. Tvö þeirra sem eru inniliggjandi eru á gjörgæslu og þurfa bæði að öllum líkindum að fara í nýrnaskilun. Þetta staðfestir Andri Ólafsson samskiptastjóri Landspítalans. Greint var frá því fyrr í dag að rannsókn á uppruna smitanna væri fullum gangi. Sóttvarnalæknir sagði þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun. E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Reykjavík Hveragerði Heilbrigðismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
Smit barnsins var staðfest í dag samkvæmt frétt RÚV og verður því tveimur deildum á leikskólanum lokað á morgun á meðan þær eru sótthreinsaðar. Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum segir deildirnar tvær í öðru húsi á lóðinni og barnið hafi aðeins verið þar á meðan það var í aðlögun. Barnið hafi verið í tvo daga í leikskóla í vikunni en svo tilkynnt lasið í gær. Það hafi ekki farið í aðalhúsið og því sé ekki talin þörf á að sótthreinsa þar líka. Börnin á deildunum tveimur verða heima á meðan lokað er. „Ef við verðum búnar að þessu snemma þá munu þau geta komið en við sjáum hvernig okkur miðar,“ segir Gunnvör í samtali við fréttastofu. Hún telur ólíklegt að barnið hafi smitað önnur börn. „Það hringdi hérna kona frá sóttvarnalækni sem sagði það ólíklegt,“ segir hún en að leikskólinn gæti fyllsta öryggis samt sem áður. 27 börn veik Alls eru nú 27 börn á leikskólanum Mánagarði veik af E. coli. Af þeim eru fjögur inniliggjandi. Tvö þeirra sem eru inniliggjandi eru á gjörgæslu og þurfa bæði að öllum líkindum að fara í nýrnaskilun. Þetta staðfestir Andri Ólafsson samskiptastjóri Landspítalans. Greint var frá því fyrr í dag að rannsókn á uppruna smitanna væri fullum gangi. Sóttvarnalæknir sagði þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun.
E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Reykjavík Hveragerði Heilbrigðismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira