Litlir sigrar, stór áhrif – Hvernig iðjuþjálfar Ljóssins hjálpa krabbameinsgreindum að auka og viðhalda virkni, gleði og styrk Guðný Katrín Einarsdóttir skrifar 24. október 2024 15:31 Það að eiga sér tómstundaiðju og stunda hana er hluti af heilbrigðum lífsstíl. Með tómstundaiðju er átt við allar þær athafnir sem við gerum okkur til ánægju en ekki af því að við verðum. Dæmi um tómstundaiðju er að lesa, spila, iðka íþróttir, handavinnu, hjóla, ganga, veiða, fara í bíó, taka þátt í félagsstarfi, stunda garðyrkja og áfram væri lengi hægt telja. Hvað veitir þér ánægju? Segðu mér aðeins frá áhugamálum þínum – hvað finnst þér gaman að gera? Í fyrsta viðtali við iðjuþjálfa spyrjum við út í áhugamál og þá er stundum fátt um svör. Með fullorðinsárunum koma oftast fleiri og fleiri störf inn í okkar daglega rútinu – vinna, nám, heimilishald, umönnun barna eða annarra ættingja svo eitthvað sé nefnt. Dagarnir eru hlaðnir skyldustörfum og margir hafa lítinn tíma gefið sér fyrir tómstundaiðju eða að velta fyrir sér hvað þeim finnst skemmtileg eða endurnærandi iðja. Við krabbameinsgreiningu og meðferð verður breyting á þessum vanabundnu hlutverkum og flestir fara a.m.k. tímabundið af vinnumarkaði. Í þessum breytingum getur tómstundaiðja verið mikilvægur hluti af daglegri rútínu, veitt gleði og tilgang. Við iðjuna er hægt að gleyma sér, sleppa tökum á erfiðum tilfinningum og einbeita sér að einhverju jákvæðu. Litlir sigrar eins og að læra nýja handverkstækni sem þú hafðir ekki trú á að þú gætir eða koma heim með fallega leirskál efla trú á eigin getu og hafa jákvæð áhrif á sjálfsmyndina. Tómstundaiðja og heilsuefling Tómstundaiðja gegnir lykilhlutverki í að veita einstaklingum viðfangsefni og ánægju á erfiðum tímum. Hún getur hvatt fólk til að stíga upp úr rúminu, klæða sig og fara út úr húsi, að vera í kringum annað fólk og njóta augnabliksins. Þannig fá einstaklingar tækifæri til að gleyma sér, sleppa tökunum á erfiðum tilfinningum og einbeita sér að einhverju jákvæðu, jafnvel á meðan þeir glíma við neikvæð áhrif krabbameins og meðferða þess. Áhugasvið okkar eru mörg og mismunandi og ekkert eitt sem hentar öllum. Í Ljósinu hefur frá upphafi verið margs konar handverk í boði og margir hafa farið út fyrir þægindarammann og uppgötvað sinn innri listamann. Hreyfing og útivera er áhugasvið margra og þeir finna svo sannarlega eitthvað við sitt hæfi í Ljósinu og lestrarhestar geta farið í leshóp. Að fá tækifæri til að gera eitthvað sem veitir gleði og ánægju, getur haft stórkostleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Tómstundaiðja og áhrif á taugakerfið Í krabbameinsferli getur taugakerfið orðið fyrir miklu álagi. Þar kemur inngrip í formi tómstundaiðju inn sem afar mikilvægur þáttur. Rannsóknir sýna að þátttaka í tómstundum getur haft jákvæð áhrif á taugakerfið með því að skapa gleði, vinna gegn neikvæðum tilfinningum og stuðla að innri ró. Það að komast í svokallað "flæði" – þar sem einstaklingurinn er svo niðursokkinn í iðju sína að hann gleymir stað og stund – hefur verið sýnt fram á að hafi mikilvæg áhrif á heilsu. Í flæðinu upplifir einstaklingurinn aukna einbeitingu og vellíðan sem bæði dregur úr streitu og byggir upp andlega og líkamlega heilsu. Handverk býður upp á ýmis tækifæri til að þjálfa upp færni og bæta líðan. Það getur þjálfað fínhreyfingar og samhæfingu augna og handa. Þjálfað úthald og einbeitingu, þol fyrir umhverfisáreiti og bætt skynúrvinnslu. Það eykur trú á eigin áhrifamátt, gefur tilgang og ýtir undir félagsleg samskipti. Handverkið er þannig mikilvægur þáttur í endurhæfingunni í Ljósinu og ég hvet Ljósbera nýta tækifærið og prófa ýmis konar iðju – hver veit nema þú uppgötvir nýtt og skemmtilegt áhugamál sem getur gefið þér ánægjustundir á komandi árum? Í heildina getur tómstundaiðja stuðlað að bata og vellíðan á margvíslegan hátt fyrir krabbameinsgreinda. Hún veitir gleði, tilgang, félagsleg tengsl og stuðla að enduruppbyggingu á líkamlegri og andlegri heilsu. Sem iðjuþjálfi hef ég séð að slíkar athafnir geta gert kraftaverk, ekki aðeins til að styrkja einstaklingana, heldur einnig til að veita þeim gleði í daglegu lífi. Að finna sér tómstundiðju sem veitir ánægju er því stórt skref í átt að betri líðan og endurheimt lífsgæða. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það að eiga sér tómstundaiðju og stunda hana er hluti af heilbrigðum lífsstíl. Með tómstundaiðju er átt við allar þær athafnir sem við gerum okkur til ánægju en ekki af því að við verðum. Dæmi um tómstundaiðju er að lesa, spila, iðka íþróttir, handavinnu, hjóla, ganga, veiða, fara í bíó, taka þátt í félagsstarfi, stunda garðyrkja og áfram væri lengi hægt telja. Hvað veitir þér ánægju? Segðu mér aðeins frá áhugamálum þínum – hvað finnst þér gaman að gera? Í fyrsta viðtali við iðjuþjálfa spyrjum við út í áhugamál og þá er stundum fátt um svör. Með fullorðinsárunum koma oftast fleiri og fleiri störf inn í okkar daglega rútinu – vinna, nám, heimilishald, umönnun barna eða annarra ættingja svo eitthvað sé nefnt. Dagarnir eru hlaðnir skyldustörfum og margir hafa lítinn tíma gefið sér fyrir tómstundaiðju eða að velta fyrir sér hvað þeim finnst skemmtileg eða endurnærandi iðja. Við krabbameinsgreiningu og meðferð verður breyting á þessum vanabundnu hlutverkum og flestir fara a.m.k. tímabundið af vinnumarkaði. Í þessum breytingum getur tómstundaiðja verið mikilvægur hluti af daglegri rútínu, veitt gleði og tilgang. Við iðjuna er hægt að gleyma sér, sleppa tökum á erfiðum tilfinningum og einbeita sér að einhverju jákvæðu. Litlir sigrar eins og að læra nýja handverkstækni sem þú hafðir ekki trú á að þú gætir eða koma heim með fallega leirskál efla trú á eigin getu og hafa jákvæð áhrif á sjálfsmyndina. Tómstundaiðja og heilsuefling Tómstundaiðja gegnir lykilhlutverki í að veita einstaklingum viðfangsefni og ánægju á erfiðum tímum. Hún getur hvatt fólk til að stíga upp úr rúminu, klæða sig og fara út úr húsi, að vera í kringum annað fólk og njóta augnabliksins. Þannig fá einstaklingar tækifæri til að gleyma sér, sleppa tökunum á erfiðum tilfinningum og einbeita sér að einhverju jákvæðu, jafnvel á meðan þeir glíma við neikvæð áhrif krabbameins og meðferða þess. Áhugasvið okkar eru mörg og mismunandi og ekkert eitt sem hentar öllum. Í Ljósinu hefur frá upphafi verið margs konar handverk í boði og margir hafa farið út fyrir þægindarammann og uppgötvað sinn innri listamann. Hreyfing og útivera er áhugasvið margra og þeir finna svo sannarlega eitthvað við sitt hæfi í Ljósinu og lestrarhestar geta farið í leshóp. Að fá tækifæri til að gera eitthvað sem veitir gleði og ánægju, getur haft stórkostleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Tómstundaiðja og áhrif á taugakerfið Í krabbameinsferli getur taugakerfið orðið fyrir miklu álagi. Þar kemur inngrip í formi tómstundaiðju inn sem afar mikilvægur þáttur. Rannsóknir sýna að þátttaka í tómstundum getur haft jákvæð áhrif á taugakerfið með því að skapa gleði, vinna gegn neikvæðum tilfinningum og stuðla að innri ró. Það að komast í svokallað "flæði" – þar sem einstaklingurinn er svo niðursokkinn í iðju sína að hann gleymir stað og stund – hefur verið sýnt fram á að hafi mikilvæg áhrif á heilsu. Í flæðinu upplifir einstaklingurinn aukna einbeitingu og vellíðan sem bæði dregur úr streitu og byggir upp andlega og líkamlega heilsu. Handverk býður upp á ýmis tækifæri til að þjálfa upp færni og bæta líðan. Það getur þjálfað fínhreyfingar og samhæfingu augna og handa. Þjálfað úthald og einbeitingu, þol fyrir umhverfisáreiti og bætt skynúrvinnslu. Það eykur trú á eigin áhrifamátt, gefur tilgang og ýtir undir félagsleg samskipti. Handverkið er þannig mikilvægur þáttur í endurhæfingunni í Ljósinu og ég hvet Ljósbera nýta tækifærið og prófa ýmis konar iðju – hver veit nema þú uppgötvir nýtt og skemmtilegt áhugamál sem getur gefið þér ánægjustundir á komandi árum? Í heildina getur tómstundaiðja stuðlað að bata og vellíðan á margvíslegan hátt fyrir krabbameinsgreinda. Hún veitir gleði, tilgang, félagsleg tengsl og stuðla að enduruppbyggingu á líkamlegri og andlegri heilsu. Sem iðjuþjálfi hef ég séð að slíkar athafnir geta gert kraftaverk, ekki aðeins til að styrkja einstaklingana, heldur einnig til að veita þeim gleði í daglegu lífi. Að finna sér tómstundiðju sem veitir ánægju er því stórt skref í átt að betri líðan og endurheimt lífsgæða. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun