Hvers vegna segir Lilja ekki satt? Björn B Björnsson skrifar 24. október 2024 13:02 Margir kvikmyndagerðarmenn hafa haldið því fram að undanförnu að Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra segi ekki satt þegar hún segir nú að aukin framlög í Kvikmyndasjóð á árunum 2020-2021 hafi ekki verið vegna nýrrar kvikmyndastefnu - heldur vegna kóvid. Í grein hér á Vísi benti ég á að þessi eftiráskýring Lilju væri ekki sannleikanum samkvæm. Lilja hefði margoft sagt í ræðu og riti að hin auknu framlög væru vegna nýrrar kvikmyndastefnu. Þá benti ég líka á að í skýringum með fjárlagafrumvarpinu þessi ár segi beinlínis að þessi auknu framlög séu vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Þessu til viðbótar er hér skjáskot úr fjárlagafrumvarpi ársins 2020 þar sem fram kemur hver framlög eigi að vera í sjóðinn á næstu árum. Framlögin 2020 og 2021 skiluðu sér samkvæmt þessu plani en eftir það hófst niðurskurður Lilju sem enn stendur. Þetta plagg er skrifað árið 2019 - ÁÐUR en kovid kom til og þetta GETA ÞVÍ EKKI verið viðbótarframlög vegna kóvid - hvað sem hver segir. En Lilja heldur því enn fram í blaðagrein í gær að þessi auknu framlög hafi komið til vegna kóvid - og þar með að hún hafi ekki sagt þinginu satt í skýringum með fjárlagafrumvörpunum. Til að sanna sitt mál leggur Lilja fram eina litla fréttatilkynningu frá ráðuneyti sínu frá árinu 2020. Hér á vel við gamall en góður frasi: “Sönnunargagnið er astraltertugubb”. Í fréttatilkynningunni segir: “Samkvæmt nýrri kvikmyndastefnu verður 412 milljónum króna varið til að efla kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð en alls nema framlög vegna nýrrar kvikmyndastefnu 550 milljónum kr. í frumvarpinu. Framlagið er liður í tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar.” Fréttatikynningin segir sem sagt skýrt og skorinort að viðbótarframlag í sjóðinn upp á 412 milljónir sér vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Það liggur þá fyrir - og þarf ekki að ræða frekar. Það sem vantar í tilkynninguna er að skýra hvað það er sem hækkar þessa tölu upp í 550 milljónir. Það virðist hafa dottið út úr fréttatilkynningunni en síðasta setningin í henni á einmitt við um þetta framlag þegar segir: “Framlagið er liður í tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar.” Sú setning getur ekki átt við 412 milljónirnar því fréttatilkynningin segir skýrt að þar sé um að ræða framlag vegna nýrrar kvikmyndastefnu. Þetta framlag sem hækkar viðbótarframlög til Kvikmyndasjóðs í 550 milljónir var “liður í tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar” upp á 120 milljónir sem bætt var í sjóðinn fyrr á árinu. Óskýrt orðalag fréttatilkynningarinnar er sennilega til komið vegna þess að 412 plús 120 er ekki 550 og ekki hefur gefist ráðrúm til að koma þessu heim og saman. Það þarf ekki að hafa mín orð fyrir þessu því Lilja Alfreðsdóttir tekur sjálf af öll tvímæli um þetta í grein í Morgunblaðinu sama dag og fréttatikynningin er send út. Lilja segir í greininni: “Á vormánuðum hækkuðu stjórnvöld fjárveitingar í Kvikmyndasjóð um 120 milljónir króna, til að tryggja áframhaldandi kvikmyndaframleiðslu á erfiðum tímum. Með nýju kvikmyndastefnunni verður bætt um betur, því í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 eru 550 milljónir króna eyrnamerktar eflingu sjóða til framleiðslu á fjölbreyttari kvikmyndaverkum, stuðningi við sjálfsprottin kvikmyndamenningarverkefni, betri kvikmyndamenntun o.s.frv.” Þar höfum við það - af þessum 550 milljónum voru 120 milljónir vegna kóvid. Restin er “eyrnamerkt” til að efla Kvikmyndasjóð “með nýju kvikmyndastefnunni”. Ekki tímabundið - og ekki vegna kóvid. Þá er það komið á hreint. En hvers vegna segir Lilja ekki satt? Hvers vegna vill hún núna að fólk trúi því að aukin framlög í Kvikmyndasjóð 2020-2021 hafi verið vegna kóvid? Það mundi þýða að hún hafi aldrei lagt krónu til nýju kvikmyndastefnunnar - þótt bæði kvikmyndabransinn og þingmenn hafi haldið það undanfarin ár. Sú stefna hafi bara verið orðin tóm og henni hafi aldrei fylgt neinir peningar eins og lofað var. Er einhver sómi að því? Í stefnuskrá Framsóknarflokksins þar sem Lilja er varaformaður er beinlínis sagt að efla eigi íslenska kvikmyndagerð en nú þegar Lilja skilur við menningarráðuneytið eru framlög til Kvikmyndasjóðs svipuð og þau voru 2006 og afturför síðustu ára augljós öllum. Kannski er það þetta sem Lilja vill forðast; að félagar hennar í flokknum sjái að hún hefur ekki fylgt eftir stefnu flokksins í þessum málaflokki? Allir sjá í hendi sér að 50% niðurskurður á þremur árum er mikið áfall fyrir hvaða atvinnugrein sem er og það mun taka íslenska kvikmyndagerð langan tíma að ná sér á strik. Það er mjög undarlegt að sjá í grein Lilju að ráðherra viðskipta- og menningarmála virðist ekki gera sér grein fyrir því að endurgreiðslukerfið er tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs en ekki stuðningur við íslenska kvikmyndagerð. True detective er ekki íslensk kvikmynd þótt hún sé tekin hér á landi. Innan við 10% af fjármagni til íslenskra kvikmynda kemur frá endurgreiðslukerfinu enda er þar beinlínis reynt að útiloka íslenskar kvikmyndir td með háu þaki fyrir 35% endurgreiðsluna, þaki sem fáar íslenskar kvikmyndir ná. Lilja sullar þessu öllu saman eins og sjá má á línuriti sem fylgir grein hennar þar sem hún leggur saman allar endurgreiðslur og framlög í Kvikmyndasjóð, kostnað við Kvikmyndasafnið ofl og kallar þennan samslátt “Heildarframlög til kvikmyndamála” sem er splunkunýtt hugtak - en blekkir engan. Í grein sinni telur Lilja svo upp fáeina hluti sem gerðir hafa verið og til framfara horfa eins og starfslaunasjóð kvikmyndahöfunda og kvikmyndanám á háskólastigi. Þetta eru sannarlega góð mál fyrir greinina en Lilja hrósar sér líka af Fjárfestingasjóði sjónvarpsefnis sem hún stofnaði og var ætlað að efla framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni - en aldrei hefur komið króna í þennan sjóð - svo hann ekki neitt. Kvikmyndasjóður er forsenda þess að við getum búið til íslenskar kvikmyndir en í dag er staðan sú að sökum fjárskorts fengu aðeins tvær íslenskar kvikmyndir framleiðslustyrk á þessu ári. Það er í fyrsta sinn síðan árið 1980 sem ástandið er svo aumt. Sannleikurinn er því miður sá að Lilja Alfreðsdóttir skilur við íslenska kvikmyndagerð í sárum. Fari hún vel. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Margir kvikmyndagerðarmenn hafa haldið því fram að undanförnu að Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra segi ekki satt þegar hún segir nú að aukin framlög í Kvikmyndasjóð á árunum 2020-2021 hafi ekki verið vegna nýrrar kvikmyndastefnu - heldur vegna kóvid. Í grein hér á Vísi benti ég á að þessi eftiráskýring Lilju væri ekki sannleikanum samkvæm. Lilja hefði margoft sagt í ræðu og riti að hin auknu framlög væru vegna nýrrar kvikmyndastefnu. Þá benti ég líka á að í skýringum með fjárlagafrumvarpinu þessi ár segi beinlínis að þessi auknu framlög séu vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Þessu til viðbótar er hér skjáskot úr fjárlagafrumvarpi ársins 2020 þar sem fram kemur hver framlög eigi að vera í sjóðinn á næstu árum. Framlögin 2020 og 2021 skiluðu sér samkvæmt þessu plani en eftir það hófst niðurskurður Lilju sem enn stendur. Þetta plagg er skrifað árið 2019 - ÁÐUR en kovid kom til og þetta GETA ÞVÍ EKKI verið viðbótarframlög vegna kóvid - hvað sem hver segir. En Lilja heldur því enn fram í blaðagrein í gær að þessi auknu framlög hafi komið til vegna kóvid - og þar með að hún hafi ekki sagt þinginu satt í skýringum með fjárlagafrumvörpunum. Til að sanna sitt mál leggur Lilja fram eina litla fréttatilkynningu frá ráðuneyti sínu frá árinu 2020. Hér á vel við gamall en góður frasi: “Sönnunargagnið er astraltertugubb”. Í fréttatilkynningunni segir: “Samkvæmt nýrri kvikmyndastefnu verður 412 milljónum króna varið til að efla kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð en alls nema framlög vegna nýrrar kvikmyndastefnu 550 milljónum kr. í frumvarpinu. Framlagið er liður í tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar.” Fréttatikynningin segir sem sagt skýrt og skorinort að viðbótarframlag í sjóðinn upp á 412 milljónir sér vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Það liggur þá fyrir - og þarf ekki að ræða frekar. Það sem vantar í tilkynninguna er að skýra hvað það er sem hækkar þessa tölu upp í 550 milljónir. Það virðist hafa dottið út úr fréttatilkynningunni en síðasta setningin í henni á einmitt við um þetta framlag þegar segir: “Framlagið er liður í tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar.” Sú setning getur ekki átt við 412 milljónirnar því fréttatilkynningin segir skýrt að þar sé um að ræða framlag vegna nýrrar kvikmyndastefnu. Þetta framlag sem hækkar viðbótarframlög til Kvikmyndasjóðs í 550 milljónir var “liður í tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar” upp á 120 milljónir sem bætt var í sjóðinn fyrr á árinu. Óskýrt orðalag fréttatilkynningarinnar er sennilega til komið vegna þess að 412 plús 120 er ekki 550 og ekki hefur gefist ráðrúm til að koma þessu heim og saman. Það þarf ekki að hafa mín orð fyrir þessu því Lilja Alfreðsdóttir tekur sjálf af öll tvímæli um þetta í grein í Morgunblaðinu sama dag og fréttatikynningin er send út. Lilja segir í greininni: “Á vormánuðum hækkuðu stjórnvöld fjárveitingar í Kvikmyndasjóð um 120 milljónir króna, til að tryggja áframhaldandi kvikmyndaframleiðslu á erfiðum tímum. Með nýju kvikmyndastefnunni verður bætt um betur, því í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 eru 550 milljónir króna eyrnamerktar eflingu sjóða til framleiðslu á fjölbreyttari kvikmyndaverkum, stuðningi við sjálfsprottin kvikmyndamenningarverkefni, betri kvikmyndamenntun o.s.frv.” Þar höfum við það - af þessum 550 milljónum voru 120 milljónir vegna kóvid. Restin er “eyrnamerkt” til að efla Kvikmyndasjóð “með nýju kvikmyndastefnunni”. Ekki tímabundið - og ekki vegna kóvid. Þá er það komið á hreint. En hvers vegna segir Lilja ekki satt? Hvers vegna vill hún núna að fólk trúi því að aukin framlög í Kvikmyndasjóð 2020-2021 hafi verið vegna kóvid? Það mundi þýða að hún hafi aldrei lagt krónu til nýju kvikmyndastefnunnar - þótt bæði kvikmyndabransinn og þingmenn hafi haldið það undanfarin ár. Sú stefna hafi bara verið orðin tóm og henni hafi aldrei fylgt neinir peningar eins og lofað var. Er einhver sómi að því? Í stefnuskrá Framsóknarflokksins þar sem Lilja er varaformaður er beinlínis sagt að efla eigi íslenska kvikmyndagerð en nú þegar Lilja skilur við menningarráðuneytið eru framlög til Kvikmyndasjóðs svipuð og þau voru 2006 og afturför síðustu ára augljós öllum. Kannski er það þetta sem Lilja vill forðast; að félagar hennar í flokknum sjái að hún hefur ekki fylgt eftir stefnu flokksins í þessum málaflokki? Allir sjá í hendi sér að 50% niðurskurður á þremur árum er mikið áfall fyrir hvaða atvinnugrein sem er og það mun taka íslenska kvikmyndagerð langan tíma að ná sér á strik. Það er mjög undarlegt að sjá í grein Lilju að ráðherra viðskipta- og menningarmála virðist ekki gera sér grein fyrir því að endurgreiðslukerfið er tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs en ekki stuðningur við íslenska kvikmyndagerð. True detective er ekki íslensk kvikmynd þótt hún sé tekin hér á landi. Innan við 10% af fjármagni til íslenskra kvikmynda kemur frá endurgreiðslukerfinu enda er þar beinlínis reynt að útiloka íslenskar kvikmyndir td með háu þaki fyrir 35% endurgreiðsluna, þaki sem fáar íslenskar kvikmyndir ná. Lilja sullar þessu öllu saman eins og sjá má á línuriti sem fylgir grein hennar þar sem hún leggur saman allar endurgreiðslur og framlög í Kvikmyndasjóð, kostnað við Kvikmyndasafnið ofl og kallar þennan samslátt “Heildarframlög til kvikmyndamála” sem er splunkunýtt hugtak - en blekkir engan. Í grein sinni telur Lilja svo upp fáeina hluti sem gerðir hafa verið og til framfara horfa eins og starfslaunasjóð kvikmyndahöfunda og kvikmyndanám á háskólastigi. Þetta eru sannarlega góð mál fyrir greinina en Lilja hrósar sér líka af Fjárfestingasjóði sjónvarpsefnis sem hún stofnaði og var ætlað að efla framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni - en aldrei hefur komið króna í þennan sjóð - svo hann ekki neitt. Kvikmyndasjóður er forsenda þess að við getum búið til íslenskar kvikmyndir en í dag er staðan sú að sökum fjárskorts fengu aðeins tvær íslenskar kvikmyndir framleiðslustyrk á þessu ári. Það er í fyrsta sinn síðan árið 1980 sem ástandið er svo aumt. Sannleikurinn er því miður sá að Lilja Alfreðsdóttir skilur við íslenska kvikmyndagerð í sárum. Fari hún vel. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun