Félögin sem um ræðir eru 900 fasteignir ehf., 900 Veitingar ehf., Aska 900 Hostel ehf., og Fasteignafélagið Hnjúkur ehf..
Bergvin rak ásamt konu sinni Fannýju Rósu Bjarnadóttur veitingastaðinn 900 grillhús og gistiheimilið Ösku hostel í Vestmannaeyjum. Fasteignafélagið Hnjúkur var í meirihlutaeigu Bergvins og minnihlutaeigu bróður hans, Hafsteins Oddssonar, að því er segir í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra.
Bergvin hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm í maí þessa árs fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum. Brotin framdi hann á árunum 2020, 2021, og 2022, annars vegar á gistiheimilinu og hins vegar á veitingastaðnum.