Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2024 13:35 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, í Landsrétti þar sem félagsdómur er til húsa í morgun. Vísir/Vilhelm Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdómi á þeim forsendum að verkfallsboðunin hefði verið ólögleg þar sem engin kröfugerð hefði verið lögð fram. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Í dómi félagsdóms er rakið að Kennarasambandið hafi ítrekað komið á framfæri þeim kröfum sínum að samkomulag um jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarsins frá árinu 2016 yrði efnt af hálfu sveitarfélaganna. Kennarar hefðu ennfremur lagt fram afstöðu sína til þeirrar aðferðafræði og viðmiða sem þeir teldu að ætti að beita við greiningu á launamun á milli markaðanna. Það hefðu sveitarfélögin ekki gert. Krafan um efndir samkomulagsins hluti af viðræðunum Viðræður deiluaðila, sem hafa staðið yfir frá því í febrúar, hafi meðal annars snúist um efndirnar á samkomulaginu frá 2016. Félagsdómur taldi að kröfur kennara stæðust lög og því yrði ekki fallist á rök sveitarfélaganna að boðuð verkföll gætu ekki þjónað þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafnanna. Benti félagsdómur á að hvorki væri mælt fyrir um með hvaða hætti kröfugerð skyldi sett fram í lögum né sett skilyrði fyrir efnislegu inntaki hennar. Þá væri ekki skilyrði um á hvaða stigi viðræðna væri heimilt að boða til verkfalls. Ekki giltu sömu lög um kjaradeilu kennara við sveitarfélögin og um almenna vinnumarkaðinn þar sem frekari skilyrði væru sitt fyrir boðun verkfallsaðgerða. Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla þriðjudaginn 29. október. Verkföllinn í leikskólunum eru ótímabundin en í tímabundin í hinum skólunum. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Dómsmál Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdómi á þeim forsendum að verkfallsboðunin hefði verið ólögleg þar sem engin kröfugerð hefði verið lögð fram. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Í dómi félagsdóms er rakið að Kennarasambandið hafi ítrekað komið á framfæri þeim kröfum sínum að samkomulag um jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarsins frá árinu 2016 yrði efnt af hálfu sveitarfélaganna. Kennarar hefðu ennfremur lagt fram afstöðu sína til þeirrar aðferðafræði og viðmiða sem þeir teldu að ætti að beita við greiningu á launamun á milli markaðanna. Það hefðu sveitarfélögin ekki gert. Krafan um efndir samkomulagsins hluti af viðræðunum Viðræður deiluaðila, sem hafa staðið yfir frá því í febrúar, hafi meðal annars snúist um efndirnar á samkomulaginu frá 2016. Félagsdómur taldi að kröfur kennara stæðust lög og því yrði ekki fallist á rök sveitarfélaganna að boðuð verkföll gætu ekki þjónað þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafnanna. Benti félagsdómur á að hvorki væri mælt fyrir um með hvaða hætti kröfugerð skyldi sett fram í lögum né sett skilyrði fyrir efnislegu inntaki hennar. Þá væri ekki skilyrði um á hvaða stigi viðræðna væri heimilt að boða til verkfalls. Ekki giltu sömu lög um kjaradeilu kennara við sveitarfélögin og um almenna vinnumarkaðinn þar sem frekari skilyrði væru sitt fyrir boðun verkfallsaðgerða. Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla þriðjudaginn 29. október. Verkföllinn í leikskólunum eru ótímabundin en í tímabundin í hinum skólunum.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Dómsmál Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira