Hvar ætliði að finna alla þessa karla? Davíð Már Sigurðsson skrifar 23. október 2024 12:01 Staða drengja í skólakerfinu hefur lengi verið áberandi í umræðunni um menntamál. Umræðan hefur oft og tíðum snúist fyrst og fremst um það að ekki séu nógu margir karlmenn til að kenna strákunum okkar. Að strákum skorti jákvæðar fyrirmyndir innan skólakerfisins, að það sé ekki komið til móts við þarfir þeirra og þess vegna séu þeir ólæsir, óskrifandi og fleira í þeim dúr. Það er áhyggjuefni út af fyrir sig og frekar ógnvekjandi þróun ef upprennandi kynslóðir verða uppfullar af reiðum ólæsum ungum karlmönnum. Þannig geta byltingar byrjað. Segjum sem svo að töfralausnin felist í því að jafna hlutfall kynjanna í skólum landsins. Fá fleiri karla upp dekk. Hvaðan eiga þeir að koma? Almennt er litið svo á að karlar og konur sæki í ólík störf. Fullyrðingin er einnig notuð til að útskýra launamun kynjanna. Ég ætla svo sem ekki að taka afstöðu til þess. Það væri grein út fyrir sig. En þá velti ég fyrir mér hvort lægri laun og kjaraskerðing útskýri brotthvarf karlmanna úr kennarastéttinni? Meginþorri kennara eru kvenkyns. Það var hins vegar ekki alltaf svo. Einungis fyrir nokkrum áratugum voru meirihluti kennara karlkyns. Lækkuðu launin því karlar hættu að kenna eða hættu þeir að kenna því launin lækkuðu? Minnkaði virðing samfélagsins fyrir starfinu þegar hlutfall kvenna jókst eða hurfu karlmenn frá því virðingin dalaði? Þetta eru erfiðu spurningarnar sem þarf að svara. Það er allavega sorglegt ef aukin þátttaka kvenna í kennslu er orsök eða réttlæting á kjaraskerðingu og launalækkun í fræðslustörfum. Ef við gefum okkur svo að körlum sé meira umhugað um stærri launatékka en konum. Gróða fram yfir hugsjón. Er þá líklegt að það séu margir karlar á leið í kennarann þessa dagana? Þegar bæði almenni markaðurinn og opinberi geirinn bjóða betur launuð og þægilegri störf með minna áreiti og ábyrgð. Lumar ríkið eða Samtök íslenskra sveitarfélaga á einhverri töfralausn til að lokka karlana til baka? Eins og staðan er núna virðast sveitarfélögin vera að veðja á að fá lögbann sett á verkfallsaðgerðir kennara. Núverandi aðferðir ganga treglega að miðað við nýlegustu gögn frá Hagstofu, hlutfall karla við kennslu rétt að slefa yfir 18 prósent og hefur rokkað kringum þá línu síðustu tíu ár. Ekki geta þeir sett lög til að skikka karlmenn í kennarann. Hvað er þá til ráða? Höfundur er karl og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Sjá meira
Staða drengja í skólakerfinu hefur lengi verið áberandi í umræðunni um menntamál. Umræðan hefur oft og tíðum snúist fyrst og fremst um það að ekki séu nógu margir karlmenn til að kenna strákunum okkar. Að strákum skorti jákvæðar fyrirmyndir innan skólakerfisins, að það sé ekki komið til móts við þarfir þeirra og þess vegna séu þeir ólæsir, óskrifandi og fleira í þeim dúr. Það er áhyggjuefni út af fyrir sig og frekar ógnvekjandi þróun ef upprennandi kynslóðir verða uppfullar af reiðum ólæsum ungum karlmönnum. Þannig geta byltingar byrjað. Segjum sem svo að töfralausnin felist í því að jafna hlutfall kynjanna í skólum landsins. Fá fleiri karla upp dekk. Hvaðan eiga þeir að koma? Almennt er litið svo á að karlar og konur sæki í ólík störf. Fullyrðingin er einnig notuð til að útskýra launamun kynjanna. Ég ætla svo sem ekki að taka afstöðu til þess. Það væri grein út fyrir sig. En þá velti ég fyrir mér hvort lægri laun og kjaraskerðing útskýri brotthvarf karlmanna úr kennarastéttinni? Meginþorri kennara eru kvenkyns. Það var hins vegar ekki alltaf svo. Einungis fyrir nokkrum áratugum voru meirihluti kennara karlkyns. Lækkuðu launin því karlar hættu að kenna eða hættu þeir að kenna því launin lækkuðu? Minnkaði virðing samfélagsins fyrir starfinu þegar hlutfall kvenna jókst eða hurfu karlmenn frá því virðingin dalaði? Þetta eru erfiðu spurningarnar sem þarf að svara. Það er allavega sorglegt ef aukin þátttaka kvenna í kennslu er orsök eða réttlæting á kjaraskerðingu og launalækkun í fræðslustörfum. Ef við gefum okkur svo að körlum sé meira umhugað um stærri launatékka en konum. Gróða fram yfir hugsjón. Er þá líklegt að það séu margir karlar á leið í kennarann þessa dagana? Þegar bæði almenni markaðurinn og opinberi geirinn bjóða betur launuð og þægilegri störf með minna áreiti og ábyrgð. Lumar ríkið eða Samtök íslenskra sveitarfélaga á einhverri töfralausn til að lokka karlana til baka? Eins og staðan er núna virðast sveitarfélögin vera að veðja á að fá lögbann sett á verkfallsaðgerðir kennara. Núverandi aðferðir ganga treglega að miðað við nýlegustu gögn frá Hagstofu, hlutfall karla við kennslu rétt að slefa yfir 18 prósent og hefur rokkað kringum þá línu síðustu tíu ár. Ekki geta þeir sett lög til að skikka karlmenn í kennarann. Hvað er þá til ráða? Höfundur er karl og kennari.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun