„Össur Skarphéðinsson, líttu þér nær“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2024 19:27 Inga Sæland hefur svarað Össuri Skarphéðinssyni fullum hálsi. Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur svarað Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar vegna ummæla hans um að hún væri valdaspilltur leiðtogi. Hún segir hann ekkert vita um innra starf flokksins og ummæli hans eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Ég er bara að koma til að senda kærleikskveðju til Össurar Skarphéðinssonar og vina hans í Samfylkingunni. Það er í raun dapurt að sjá eðli þeirra gjósa hér upp með rógburði, illmælgi og einhverju sem á sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Inga í myndbandi sem birtist á Facebook síðu sína í dag. Í dag lét Össur þau ummæli falla að Inga væri valdspilltur leiðtogi og hegðun hennar væri með ólíkindum á 21. öldinni. Tilefnið er að forysta flokksins hafnaði Jakobi Frímanni Magnússyni og Tómasi A. Tómassyni í aðdraganda Alþingiskosninganna. „Inga Sæland talar sig móða um skort á lýðræði – nú síðast þegar starfsstjórn var í myndun – en á sama tíma tekur hún sér alræðisvald innan Flokks fólksins, þverbrýtur reglur hans og lög og rekur þingmenn úr framboði af því þeir dansa ekki algerlega eftir hennar höfði,“ sagði Össur meðal annars. „Össur Skarphéðinsson er ekki regluvörður Flokks fólksins. Hann veit ekkert um innra starf Flokks fólksins. Hann veit ekkert hversu lýðræðislegt og fallegt starf Flokks fólksins er, hversu smurð og falleg kosningavél okkar er og hvað við höldum þétt utan um hvert annað í allri okkar baráttu. Þannig að ég segi bara áfram veginn, og Össur Skarphéðinsson, líttu þér nær. Og hugaðu að þinni eigin kosningabaráttu og lofaðu öðrum að fá að vera í friði, sem finna gull á nýju miði,“ segir Inga Flokkur fólksins Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
„Ég er bara að koma til að senda kærleikskveðju til Össurar Skarphéðinssonar og vina hans í Samfylkingunni. Það er í raun dapurt að sjá eðli þeirra gjósa hér upp með rógburði, illmælgi og einhverju sem á sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Inga í myndbandi sem birtist á Facebook síðu sína í dag. Í dag lét Össur þau ummæli falla að Inga væri valdspilltur leiðtogi og hegðun hennar væri með ólíkindum á 21. öldinni. Tilefnið er að forysta flokksins hafnaði Jakobi Frímanni Magnússyni og Tómasi A. Tómassyni í aðdraganda Alþingiskosninganna. „Inga Sæland talar sig móða um skort á lýðræði – nú síðast þegar starfsstjórn var í myndun – en á sama tíma tekur hún sér alræðisvald innan Flokks fólksins, þverbrýtur reglur hans og lög og rekur þingmenn úr framboði af því þeir dansa ekki algerlega eftir hennar höfði,“ sagði Össur meðal annars. „Össur Skarphéðinsson er ekki regluvörður Flokks fólksins. Hann veit ekkert um innra starf Flokks fólksins. Hann veit ekkert hversu lýðræðislegt og fallegt starf Flokks fólksins er, hversu smurð og falleg kosningavél okkar er og hvað við höldum þétt utan um hvert annað í allri okkar baráttu. Þannig að ég segi bara áfram veginn, og Össur Skarphéðinsson, líttu þér nær. Og hugaðu að þinni eigin kosningabaráttu og lofaðu öðrum að fá að vera í friði, sem finna gull á nýju miði,“ segir Inga
Flokkur fólksins Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira