„Það hefur aldrei verið neinn ótti“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. október 2024 07:02 Aron Can er í skýjunum með vel heppnaða tónleika í Kaupmannahöfn. Aðsend „Maður er ennþá að ná sér niður eftir þetta,“ segir tónlistarmaðurinn Aron Can sem er nýkominn heim frá Kaupmannahöfn þar sem hann flutti nýju plötuna sína fyrir troðfullum sal. Blaðamaður tók púlsinn á þessari íslensku stórstjörnu. „Þetta var algjörlega tryllt og bara allt annað en það sem maður er vanur. Við erum auðvitað búnir að halda þessa tónleika hérna heima og það var geggjað að ná að gera þetta í öðru landi. Maður var allt í einu mættur til Kaupmannahafnar að keyra prógrammið fyrir troðfullum sal.“ Hér má sjá stutt brot frá tónleikunum: Klippa: Aron Can á tónleikum í Kaupmannahöfn Fólk að tengja þótt það skilji ekki orð Aron segir að þrátt fyrir að meiri hluti tónleikagesta hafi verið Íslendingar hafi góður fjöldi Dana mætt. „Það er líka gaman að sjá að fólkið úti er að hlusta þótt það skilji ekki orð. Það voru líka ótrúlega margir Íslendingar sem flugu út og það var mjög skemmtilegt. Flugvélarnar voru stappaðar af fólki sem var að fara á tónleikana og það var einhver sem sagði við mig að þetta hafi verið eins og leiguflug fyrir útskriftarferðir,“ segir Aron og hlær. Það var uppselt á tónleikana sem fóru fram í Pumpehuset í Kaupmannahöfn. Tónleikarnir voru í samvinnu við alþjóðlega tónleikafyrirtækið All Things Live sem hefur sett upp tónleika með heimsfrægu tónlistarfólki. Magnús Jóhann var á sviðinu með Aroni, spilaði á syntha og keyrði undirspilið, Anton Kroyer sá um pródúksjón og ljós, Anton Darri sá um öll „visuals“ og grafík og Snorri Ástráðsson sá einnig um pródúsjón í DK en hann vinnur hjá All Things Live. „Ég var búinn að vera svo stressaður fyrir þessu, bara jæja við erum að fara í næstum því jafn stóran tónleikasal og Gamla bíó nema í öðru landi. Það er smá súrrealískt að við höfum selt upp.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Engu líkt og ákveðið móment á átta ára ferlinum Aðspurður hvernig honum líði með kvöldið segir Aron: „Þetta var í alvöru engu líkt og var eiginlega bara skemmtilegasta gigg sem ég hef tekið. Þetta er líka ákveðið móment á mínum átta ára ferli. Maður veit ekki alveg hvernig maður á að lýsa því en í raun algjör hápunktur að mörgu leyti. Það var líka magnað að átta sig á því hvað fólk úti er að fýla tónlistina og tengja við hana.“ Aron skaust upp á stjörnuhimininn hérlendis sextán ára gamall, fyrir átta árum síðan. Hann segist stöðugt vilja halda áfram að þróast og er óhræddur við að taka áhættu. „Maður er alltaf að reyna að gera eitthvað nýtt, ýta þessu áfram og ögra sér. Ég var mjög mikið að gera það með því leigja þennan tónleikastað. Það var alveg áhættusamt og við vissum ekkert hvernig þetta yrði, hvort það myndu fimmtíu manns mæta eða hvað.“ Tónleikarnir voru vel sóttir.Aðsend Óþægileg en ánægjuleg skref Hann segist enn þá vera að lenda eftir þetta og sömuleiðis veitir þetta honum innblástur til að halda áfram og hugsa stærra. „Alveg 100% og maður er strax farinn að hugsa hvert næst? Við erum að skoða Noreg og Svíþjóð og hugsa hvar er markaðurinn? Hann er allavega í Danmörku! Fyrir ári síðan hefði ég aldrei séð fyrir mér að leigja svona stórt venue úti. Þetta opnar klárlega á dyr sem maður er að einhverju leyti hræddur við að kíkja inn um. Ég er svolítið að taka skrefin sem virðast kannski vera smá óhugnanleg að taka. Þau eru óþægileg að einhverju leyti en svo er maður ánægður eftir á.“ Mikil stemning í Pumpehuset!Aðsend Engan veginn hættur að þróast Aron er í dag 24 ára gamall og segir áhugavert að líta til baka á ferilinn. „Þetta sannaði það rosa mikið fyrir mér að maður er á réttum stað. Ég reyni alltaf að gera plöturnar mínar öðruvísi en fyrri, er óhræddur við að breyta til, búa til nýtt hljóð og halda áfram að þróast sem tónlistarmaður. Ég er engan veginn hættur því og ætla að halda áfram að gera það og leyfa fólki að sjá nýjar hliðar á mér.“ Aron segist hvergi nærri hættur að þróast og ætlar að halda áfram að taka áhættu í tónlistinni.Aðsend Aðspurður hvort sextán ára gamall Aron hafi séð fyrir sér að vera kominn hingað segir Aron: „Ég get ekki sagt að ég hafi séð það fyrir nei en ég hef samt alltaf verið með það hugarfar að ég viti að ég geti gert þetta. Áður en ég byrjaði að gefa út tónlist var ég búinn að segja við fólk: Ég verð vinsæll tónlistarmaður. Mig minnir að ég hafi meira að segja tekið í hendina á stjúppabba mínum þegar ég var fimmtán ára og sagt við hann: Eftir ár verð ég orðinn vinsæll tónlistarmaður og fólk mun þekkja tónlistina mína,“ segir Aron kíminn og bætir við: „Ég hef alltaf vitað hvað ég er að gera. Það hefur aldrei nokkurn tíma komið upp einhver efi. Ég veit hvað mig langar að gera. Ég hef oft verið eitthvað að leika mér í stúdíóinu og er þá kannski ekki með ákveðna hugmynd um hvert það á að fara í hvert skipti en það hefur aldrei verið neinn ótti þarna.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Hér má hlusta á plötu Arons Þegar ég segi monní á streymisveitunni Spotify. Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Aron Can með stóra tónleika erlendis Rapparinn Aron Can kemur fram í Pumpehuset í Kaupmannahöfn í október. Tónleikarnir voru tilkynntir af alþjóðlega tónleikafyrirtækinu All Things Live sem hefur sett upp tónleika með heimsfrægu tónlistarfólki. 26. ágúst 2024 10:25 Snorri valinn á lista 20 undir 30 hjá tímaritinu IQ Plötusnúðurinn og tónleikahaldarinn Snorri Ástráðsson hefur verið að gera góða hluti í tónleikaheiminum að undanförnu. Tónlistartímaritið IQ Magazine valdi hann á 20 undir 30 lista yfir þá sem þykja skara fram úr. Blaðamaður ræddi við Snorra um spennandi vegferð hans. 27. ágúst 2024 07:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Þetta var algjörlega tryllt og bara allt annað en það sem maður er vanur. Við erum auðvitað búnir að halda þessa tónleika hérna heima og það var geggjað að ná að gera þetta í öðru landi. Maður var allt í einu mættur til Kaupmannahafnar að keyra prógrammið fyrir troðfullum sal.“ Hér má sjá stutt brot frá tónleikunum: Klippa: Aron Can á tónleikum í Kaupmannahöfn Fólk að tengja þótt það skilji ekki orð Aron segir að þrátt fyrir að meiri hluti tónleikagesta hafi verið Íslendingar hafi góður fjöldi Dana mætt. „Það er líka gaman að sjá að fólkið úti er að hlusta þótt það skilji ekki orð. Það voru líka ótrúlega margir Íslendingar sem flugu út og það var mjög skemmtilegt. Flugvélarnar voru stappaðar af fólki sem var að fara á tónleikana og það var einhver sem sagði við mig að þetta hafi verið eins og leiguflug fyrir útskriftarferðir,“ segir Aron og hlær. Það var uppselt á tónleikana sem fóru fram í Pumpehuset í Kaupmannahöfn. Tónleikarnir voru í samvinnu við alþjóðlega tónleikafyrirtækið All Things Live sem hefur sett upp tónleika með heimsfrægu tónlistarfólki. Magnús Jóhann var á sviðinu með Aroni, spilaði á syntha og keyrði undirspilið, Anton Kroyer sá um pródúksjón og ljós, Anton Darri sá um öll „visuals“ og grafík og Snorri Ástráðsson sá einnig um pródúsjón í DK en hann vinnur hjá All Things Live. „Ég var búinn að vera svo stressaður fyrir þessu, bara jæja við erum að fara í næstum því jafn stóran tónleikasal og Gamla bíó nema í öðru landi. Það er smá súrrealískt að við höfum selt upp.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Engu líkt og ákveðið móment á átta ára ferlinum Aðspurður hvernig honum líði með kvöldið segir Aron: „Þetta var í alvöru engu líkt og var eiginlega bara skemmtilegasta gigg sem ég hef tekið. Þetta er líka ákveðið móment á mínum átta ára ferli. Maður veit ekki alveg hvernig maður á að lýsa því en í raun algjör hápunktur að mörgu leyti. Það var líka magnað að átta sig á því hvað fólk úti er að fýla tónlistina og tengja við hana.“ Aron skaust upp á stjörnuhimininn hérlendis sextán ára gamall, fyrir átta árum síðan. Hann segist stöðugt vilja halda áfram að þróast og er óhræddur við að taka áhættu. „Maður er alltaf að reyna að gera eitthvað nýtt, ýta þessu áfram og ögra sér. Ég var mjög mikið að gera það með því leigja þennan tónleikastað. Það var alveg áhættusamt og við vissum ekkert hvernig þetta yrði, hvort það myndu fimmtíu manns mæta eða hvað.“ Tónleikarnir voru vel sóttir.Aðsend Óþægileg en ánægjuleg skref Hann segist enn þá vera að lenda eftir þetta og sömuleiðis veitir þetta honum innblástur til að halda áfram og hugsa stærra. „Alveg 100% og maður er strax farinn að hugsa hvert næst? Við erum að skoða Noreg og Svíþjóð og hugsa hvar er markaðurinn? Hann er allavega í Danmörku! Fyrir ári síðan hefði ég aldrei séð fyrir mér að leigja svona stórt venue úti. Þetta opnar klárlega á dyr sem maður er að einhverju leyti hræddur við að kíkja inn um. Ég er svolítið að taka skrefin sem virðast kannski vera smá óhugnanleg að taka. Þau eru óþægileg að einhverju leyti en svo er maður ánægður eftir á.“ Mikil stemning í Pumpehuset!Aðsend Engan veginn hættur að þróast Aron er í dag 24 ára gamall og segir áhugavert að líta til baka á ferilinn. „Þetta sannaði það rosa mikið fyrir mér að maður er á réttum stað. Ég reyni alltaf að gera plöturnar mínar öðruvísi en fyrri, er óhræddur við að breyta til, búa til nýtt hljóð og halda áfram að þróast sem tónlistarmaður. Ég er engan veginn hættur því og ætla að halda áfram að gera það og leyfa fólki að sjá nýjar hliðar á mér.“ Aron segist hvergi nærri hættur að þróast og ætlar að halda áfram að taka áhættu í tónlistinni.Aðsend Aðspurður hvort sextán ára gamall Aron hafi séð fyrir sér að vera kominn hingað segir Aron: „Ég get ekki sagt að ég hafi séð það fyrir nei en ég hef samt alltaf verið með það hugarfar að ég viti að ég geti gert þetta. Áður en ég byrjaði að gefa út tónlist var ég búinn að segja við fólk: Ég verð vinsæll tónlistarmaður. Mig minnir að ég hafi meira að segja tekið í hendina á stjúppabba mínum þegar ég var fimmtán ára og sagt við hann: Eftir ár verð ég orðinn vinsæll tónlistarmaður og fólk mun þekkja tónlistina mína,“ segir Aron kíminn og bætir við: „Ég hef alltaf vitað hvað ég er að gera. Það hefur aldrei nokkurn tíma komið upp einhver efi. Ég veit hvað mig langar að gera. Ég hef oft verið eitthvað að leika mér í stúdíóinu og er þá kannski ekki með ákveðna hugmynd um hvert það á að fara í hvert skipti en það hefur aldrei verið neinn ótti þarna.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Hér má hlusta á plötu Arons Þegar ég segi monní á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Aron Can með stóra tónleika erlendis Rapparinn Aron Can kemur fram í Pumpehuset í Kaupmannahöfn í október. Tónleikarnir voru tilkynntir af alþjóðlega tónleikafyrirtækinu All Things Live sem hefur sett upp tónleika með heimsfrægu tónlistarfólki. 26. ágúst 2024 10:25 Snorri valinn á lista 20 undir 30 hjá tímaritinu IQ Plötusnúðurinn og tónleikahaldarinn Snorri Ástráðsson hefur verið að gera góða hluti í tónleikaheiminum að undanförnu. Tónlistartímaritið IQ Magazine valdi hann á 20 undir 30 lista yfir þá sem þykja skara fram úr. Blaðamaður ræddi við Snorra um spennandi vegferð hans. 27. ágúst 2024 07:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Aron Can með stóra tónleika erlendis Rapparinn Aron Can kemur fram í Pumpehuset í Kaupmannahöfn í október. Tónleikarnir voru tilkynntir af alþjóðlega tónleikafyrirtækinu All Things Live sem hefur sett upp tónleika með heimsfrægu tónlistarfólki. 26. ágúst 2024 10:25
Snorri valinn á lista 20 undir 30 hjá tímaritinu IQ Plötusnúðurinn og tónleikahaldarinn Snorri Ástráðsson hefur verið að gera góða hluti í tónleikaheiminum að undanförnu. Tónlistartímaritið IQ Magazine valdi hann á 20 undir 30 lista yfir þá sem þykja skara fram úr. Blaðamaður ræddi við Snorra um spennandi vegferð hans. 27. ágúst 2024 07:00