Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Árni Sæberg skrifar 22. október 2024 12:19 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins. Vísir/Ívar Fannar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Vísi en hann hefur verið sterklega orðaður við framboð til Alþingis, líkt og fleiri forystumenn í verkalýðshreyfingunni. Gefur ekkert upp um hver hefur komið að máli við hann Vilhjálmur vill ekkert gefa upp um það hver hefur komið að máli við hann varðandi framboð. Hann telji enda óheppilegt að verkalýðsforkólfar séu eyrnamerktir tilteknum stjórnmálaflokkum. Því kjósi hann að halda stjórnmálaskoðunum sínum fyrir sjálfan sig, þótt sterkar séu. „Það er oft þannig þegar forystumenn eru eyrnamerktir opinberlega einhverjum ákveðnum stjórnmálaflokki, þá er hætta á því að trúverðugleiki þeirra bíði hnekki. Ég tel ekki til hagsbóta að forystumenn séu stuðningsmenn ákveðinna stjórnmálaflokka. Þá verður erfiðara að gagnrýna og þú verður líka ótrúverðugri ef þú gagnrýnir ekki.“ Nægt framboð af frambjóðendum Vilhjálmur segist telja starfskröftum hans betur borgið innan verkalýðshreyfingarinnar en inni á Alþingi, enda sé þegar nægt framboð af frambjóðendum. Þar vísar hann vitanlega til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, Kristjáns Þórðar Snæbjörnssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem hefur þó sagt framboð sitt frekar til stuðnings en í von um þingsæti. „En eins og svo oft áður þá hefur mér staðið ýmislegt til boða, það er svo sem engin breyting þar á. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Að þessu sinni ætla ég að einbeita mér að verkalýðsbaráttunni, enda af nægu að taka þar, að veita stjórnvöldum á hverjum tíma ríkt aðhald. Kostirnir meiri við að halda áfram í skemmtilegu starfi Vilhjálmur minnir á mikilvægi þess að halda þeirri baráttu áfram og bendir á ýmsa sigra sem unnist hafa undanfarið. „Eins og til dæmis núna í síðustu kjarasamningum, þar sem okkur tókst að styrkja stöðu launafólks verulega. Nægir að nefna þar gjaldfrjálsar skólamáltíðir, hækkun á fæðingarorlofi, hækkun á greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa, hækkun á barnabótum og annað slíkt. Þetta eru allt baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Ég held að þegar maður tekur kosti og galla þess að fara úr því starfi sem maður er í í dag í það sem hugsanlega gæti komið, þá eru kostirnir að mínum dómi meiri við að halda áfram í því skemmtilega starfi sem ég er í.“ Kerfisbreytinga þörf Vilhjálmur segir það ekki gott ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi, en svo virðist sem allir og amma þeirra séu á leið í framboð, jafnvel frændur og frænkur líka. Hann voni þó að endurnýjunin á þingi verði til þess að eitthvað verði gert fyrir almenning. „Það sem þarf núna er að stjórnmálamenn taki stöðu með almenningi og heimilum þessa lands. Það þarf að ráðast í kerfisbreytingar. Kerfisbreytingar sem lúta að því að ná niður vöxtum hér á landi, svo það sé hægt að bjóða heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum lánakjör til samræmis við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við.“ Alþingi Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Vísi en hann hefur verið sterklega orðaður við framboð til Alþingis, líkt og fleiri forystumenn í verkalýðshreyfingunni. Gefur ekkert upp um hver hefur komið að máli við hann Vilhjálmur vill ekkert gefa upp um það hver hefur komið að máli við hann varðandi framboð. Hann telji enda óheppilegt að verkalýðsforkólfar séu eyrnamerktir tilteknum stjórnmálaflokkum. Því kjósi hann að halda stjórnmálaskoðunum sínum fyrir sjálfan sig, þótt sterkar séu. „Það er oft þannig þegar forystumenn eru eyrnamerktir opinberlega einhverjum ákveðnum stjórnmálaflokki, þá er hætta á því að trúverðugleiki þeirra bíði hnekki. Ég tel ekki til hagsbóta að forystumenn séu stuðningsmenn ákveðinna stjórnmálaflokka. Þá verður erfiðara að gagnrýna og þú verður líka ótrúverðugri ef þú gagnrýnir ekki.“ Nægt framboð af frambjóðendum Vilhjálmur segist telja starfskröftum hans betur borgið innan verkalýðshreyfingarinnar en inni á Alþingi, enda sé þegar nægt framboð af frambjóðendum. Þar vísar hann vitanlega til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, Kristjáns Þórðar Snæbjörnssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem hefur þó sagt framboð sitt frekar til stuðnings en í von um þingsæti. „En eins og svo oft áður þá hefur mér staðið ýmislegt til boða, það er svo sem engin breyting þar á. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Að þessu sinni ætla ég að einbeita mér að verkalýðsbaráttunni, enda af nægu að taka þar, að veita stjórnvöldum á hverjum tíma ríkt aðhald. Kostirnir meiri við að halda áfram í skemmtilegu starfi Vilhjálmur minnir á mikilvægi þess að halda þeirri baráttu áfram og bendir á ýmsa sigra sem unnist hafa undanfarið. „Eins og til dæmis núna í síðustu kjarasamningum, þar sem okkur tókst að styrkja stöðu launafólks verulega. Nægir að nefna þar gjaldfrjálsar skólamáltíðir, hækkun á fæðingarorlofi, hækkun á greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa, hækkun á barnabótum og annað slíkt. Þetta eru allt baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Ég held að þegar maður tekur kosti og galla þess að fara úr því starfi sem maður er í í dag í það sem hugsanlega gæti komið, þá eru kostirnir að mínum dómi meiri við að halda áfram í því skemmtilega starfi sem ég er í.“ Kerfisbreytinga þörf Vilhjálmur segir það ekki gott ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi, en svo virðist sem allir og amma þeirra séu á leið í framboð, jafnvel frændur og frænkur líka. Hann voni þó að endurnýjunin á þingi verði til þess að eitthvað verði gert fyrir almenning. „Það sem þarf núna er að stjórnmálamenn taki stöðu með almenningi og heimilum þessa lands. Það þarf að ráðast í kerfisbreytingar. Kerfisbreytingar sem lúta að því að ná niður vöxtum hér á landi, svo það sé hægt að bjóða heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum lánakjör til samræmis við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við.“
Alþingi Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira